Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 28
Hins vegar eru breytingar á loftvog miklu örari á íslandi en í Danmörku. Nefnir höf. ýmis dæmi því til sönnunar. Bók Horrebows var þýdd á mörg tungumál og átti mikinn þátt í því að hrekja ýmsar firrur um ísland og íslendinga. í fyrsta skipti fengust þar tölur, sem bera mátti saman við mælingar á meginlandinu. Vöktu þær því mikla og gagn- lega athygli. Sem sýnishorn af forrni og innihaldi veðurbókar Horrebows set ég hér nýárs- dagana 1750 og 1751. 1750 Jan. 1. Veðurlag Dumbungslegt, lygnt. Hvass- Vindur Loftvog Hitamæl. Ath. Yfir 1751 viðri um nóttina. ASA 27'10" 3i/2 frost- mark Jan. 1. Þokuþykkur. Hægviðri. Um kvöldið bjart veður og mik- S 28'1" 1 il norðurljós um allt loftið, einkum í suðri og í hvirfil- depli. . . . Um kl. 10i/2 þykknaði í lofti, eins og oft- lega ofan á norðurljós. Dá- lítið frost um nóttina. Vitanlega er veðurbókin á dönsku og þessum dæmum snúið á íslenzku. í annálum er veðri oft lýst allnákvæmlega á nýjársdaginn, af því að menn héldu, að af Jjví mætti ráða tíðarfar komandi árs. Því miður er málið ekki svo einfalt. Hitamælar um þessar mundir voru oftast ónákvæmir og mælikvarðinn á reiki. T. d. segir Horrebow, að liann hafi notað kvikasilfursmæli af Reamur-gerð. Hafi honum verið skipt í 80 st. frá frostmarki að suðumarki vínanda, en í sjóðandi vatni hafi hann sýnt 95 st. Eftir þessu hefur mælirinn mjög nálgazt Celsiusmæli, sent sýnir 78.4 stig við suðumark vínanda og 100 stig í sjóðandi vatni. Ég hef reiknað einfalt meðaltal af hitamælingum Horrebows og borið þær saman við meðallagshita í Reykjavík 1901/30. Sýnir eftirfarandi tafla útkomuna: MeCallagshiti i Rvik 1901—1930 -0.6 —0.3 0.3 2.4 6.1 9.4 11.1 10.4 7.8 4.2 1.3 —0.2 4.3 Ár/mán. .1 F M A M J .1 Á S 0 N D Ár 1749 11.2 7.7 5.9 3.3 1.5 Vik frá meðall. 0.8 —0.1 1.7 2.0 1.7 1750 2.4 1.9 1.1 1.4 6.0 8.5 11.3 10.4 7.8 4.5 0.6 0.3 4.7 Vik frá meðal. 3.0 2.2 0.8 — 1.0 —0.1 —0.9 0.2 0.0 0.0 0.3 -0.7 0.5 0.4 1751 -2.7 -1.0 0.8 2.8 3.8 8.2 Vik frá meðall. —2.1 1 © <1 0.5 0.4 —2.3 -1.2 Þessi samanburður sýnir, að öll mánaðameðaltölin geta vel staðizt, en vitan- lega eru þau ekki örugg, þar sem athuganatíminn er á reiki og ekkert vitað með vissu um nákvæmni hitamælis. Sennilega ætti að lækka öll meðaltölin um 0.5—0.8 stig. Jón Eyþórsson. 28

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.