Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 24

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 24
Veðurspár nófust fyrir 100 árum Um þessar mundir teljast 100 ár liðin frá því, að veðurfræðilegar stofnanir tóku að gefa út aðvaranir um yfirvofandi stormhættu. — Árið 1854 gekk stór- viðri yfir Suður-Frakkland, Miðjarðarhaf og Svartahafið og olli skemmdnm á brezkum og frönskum herskipum, sem tóku þátt í Krxmstríðinu. Franski stjörnu- meistarinn Le Verrier tók sig þá til og safnaði veðurathugunum, sem völ var á, af þessum slóðum og sýndi fram á, að þetta óveður hefði mátt segja fyrir og forða þannig tjóni. I'etta varð til þess, að Napoleon III. keisari skipaði svo fyrir, að stjörnuturninn í París skyldi safna veðurfregnum og gefa út stormfregnir eða aðvaranir um stormhættu, þegar ástæða virtist til. Því munu Frakkar nú minn- ast aldarafmælis veðurstofu sinnar, Bureau Centrale Meteorologique, þótt ekki væri hún stofnuð undir því nafni fyrr en 1878. Fram til þess tíma var veður- starfsemin tengd stjörnuturninum í París. Bretar telja sína veðurstofu (The Meteorologial Office) setta á laggirnar 1855 og minntust þess á liðnu ári. Hún var í fyrstu deild í verzlunarmálaráðuneyti þeirra og alls ekki stofnuð til þess að segja fyrir veður, heldur til þess að safna heimildum um hafstrauma og vinda á úthöfunum vegna sjófaranda. Fyrsti for- stöðumaðurinn hét Fitz-Roy, víðförull sægarpur og veðurglöggur. Hann var skip- stjóri á því fræga skipi, The Bengle, sem Darwin fór á umhverfis jörðina. Fitz- Roy tók brátt að safna daglegum veðurskeytum (með ritsíma) frá nokkrum stöð- um í Bretlandi, og árið 1861 hóf hann að senda aðvaranir um stormhættu til helztu hafnarborga landsins og litlu síðar að birta í blöðunum veðurhorfur al- mennt. Nefndi hann þær forecast, og fékk það orð hefð í ensku máli. Fitz-Roy andaðist 1865 og árið eftir var liætt að gefa út storm-aðvaranir og veðurhorfur, af því að þær þóttu ekki hvíla á nægilega traustum, vísindalegum grundvelli. Þetta vakti þó svo mikla óánægju almennings, að stormfregnir voru brátt teknar upp á nýjan leik, og árið 1876 var farið að gefa út almennar veður- spár aftur. Á síðari helmingi 19. aldar voru stofnaðar veðurstofur í jxví nær öllum menn- ingarlöndum. í Danmörku var stofnað Meteorologisk Institut árið 1872, og komst jxá jafnframt að kalla skipulag á veðurathuganir hér á landi, þótt ekki kæmu þær umheiminum að verulegu gagni fyrr en 1906, er sæsíminn komst til landsins. — Áður hafði verið stofnað til veðurathugana hér allvíða um landið bæði af Bókmenntafélaginu og Vísindafélaginu danska. Oftast urðu þó þær at- huganir skammvinnar á hverjum stað. í jxessu rit mun síðar gefst tækiiæri til jxess að minnast gamalla veðurbóka, ís- lenzkra. /. Ey. angursmenn þar mikinn fjölda dauðra smáfugla norðan til á jöklinum og áætluðu jxeir um jxað bil 10 fuglsbræ hafi verið jxar á hvern km2, sem jxcir fóru um. Er ekki ósennilegt, að fugla þcssa hafi hrakið suður yfir liálendið fyrir veðrum og vindi í norðangarðinum 1 maí. 24

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.