Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 27

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 27
Elztu veðurathuganir með mælitækjum á Islandi Frá því að ritöld hófst hefur margt verið bókfest um veðurlag hér á landi, einkum aftakaslæmt eða sérlega hagstætt. En lengst af eru slíkar veðurlýsingar gerðar án allra mælitækja og þess vegna er erfitt að bera þær saman innbyrðis og ómögulegt að vinna úr þeim ákveðna niðurstöðu. — Mælikvarða skortir til þess. Loftvogin var fundin upp um miðja 17. öld og hitamælar um svipað leyti eða nokkru fyrr. Upp frá því hefjast mælingar á helztu þáttum veðursins og grundvöllur skapast fyrir samanburð á veðurfari landa á milli og vísindaiega veðurfræði. Ekki er vitað til, að mælitæki hafi verið notuð til veðurlvsinga hér á landi fyrr en um miðja 18. öld, er Niels Horrebow gerir athuganir sínar á Bessastöð- um. Þær eru prentaðar aftan við hið merka rit hans, Tilforladelige Efterretninger om Island (Kbh. 1752), og ná frá 1. ágúst 1749 til 30. júlí 1751. Þar er tilgreint veðurlag, vindátt, loftvog í frönskum þumlungum og hitastig á Reamur-mæli. Frá upphafi vega til 9. okt. 1750 voru hitamælingar hans oftast gerðar inni í stofu, sem ekki var hituð upp og sól náði naumast að skína inn í, en stundum var farið út með mælinn og lesið á hann þar, þegar kaldast var í veðri. Eftir 9. okt. 1750 var hitamælirinn látinn hanga í forsælu úti við á daginn og tilfærður hcesti eða lcegsti hiti, sem hann sýndi yfir daginn. Gallinn á þessum mælingum er sá, að sjaldan er tilrgeindur athugunartimi. Horrebow lagði mest upp úr því að vita, hvað hiti og kuldi gæti komizt liæst og lægst á íslandi i samanburði við Danmörku. Veturinn 1749—50 segir hann, að frost hafi aldrei orðið yfir 7—8 stig, og geti það ekki kallazt mikið, þar sem frost varð þá oft 3—4 stig í Kaupmannahöfn og komst jafnvel niður í 11 stig. Veturinn 1750—51 var harðari. Þá komst frostið niður i 13 stig 25. janúar 1751, en þá megi lika geta þess, segir Horrebow, að veturinn 1707 liafði frostið orðið 16 stig í Kaupmananhöfn og í febrúar 1740 meira að segja 18 stig. Horrebow ritaði bók sina til þess að bera i bætifláka fyrir ísland og íslend- inga, en bæði land og þjóð hafði mjög verið afflutt i erlendum ritum um þessar mundir. Með hitamælingum sínum verður hann fyrstur manna til að sýna og sanna, að veðrátta á íslandi er hvergi nærri svo köld eða landið svo óbyggilegt sem orð fór af. Veturinn er umhleypingasamur, ýmist frost eða þíða — alveg eins og i Kaupmannahöfn. Sumarið sé, sem vænta mátti, nokkru kaldara en i Dan- mörku, en mismunur þó minni en margur mundi ætla. Helzti munur á veður- laginu sé sá, að kuldar haldist lengur fram á vorið á íslandi. Bæði árin hafi gengið á með frostum fram i miðjan april, og 15. mai 1751 hafi jafnvel myndazt hálfs þumlungs þykkur klaki á pollum yfir nóttina. Hitabreytingar eru ekki eins stórstígar á íslandi og i Danmörku. En það ætti að vera kostur, þvi að „hóf er bezt í hverjum hlut." Höf. segir, að veðráttan á íslandi hafi átt vel við sig, enda svipi henni miklu meira til veðráttu á Norður- löndum en á Grænlandi, þvert á móti þvi, sem flestir mundu halda. 27

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.