Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 4

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 4
JÓNAS JAKOBSSON veðurfrœðingur: Hitastig yfir Keflavík Ollum, sem veita ríki náttúrunnar athygli, er ljóst, að veður er því kald- ara sem hærra clregur frá sjávarmáli. Gróðurfar og tiivera jökla sanna þetta. En e£ til vill kemur þessi hitamunur bezt fram haust og vor, þegar oftlega snjóar í fjöll á sama tíma og alautt er á láglendi. Samanburður á meðallagshita mishárra staða sýnir greinilega þessa kólnun með hæð og einnig hitt, að hún er ekki alltaf eins, heldur breytist hún frá einum dcgi til annars og einni árstíð til annarrar. Möðrudalur á Fjalli er hæst allra íslenzkra veðurathugunarstöðva, um 450 m y. s., enda er meðalhiti ársins lægri þar en á nokkurri annarri stöð, aðeins 0,3 °C. Engar reglubundnar athug- anir á hitastigi eru til frá stöðvum, sem hærra liggja hér á landi, svo að með- alhita og hitabreytingar á háfjöllum og jöklum verður að finna með öðruni ráðum en beinum mælingum á staðnum. Síðan loftför voru fundin upp, hefur verið hægt að mæla hitastig í loft- hjúpnum hátt frá jörðu. Reglubundnar mælingar hefjast þó ekki fyrr en um 1030, er radio-sondan kemur til sögunnar, en með henni er mælt hitastig, raka- stig og loftþrýsting upp í 30 til 40 km hæð. Fyrstu slíkar mælingar hér á landi gerði hollenzkur veðurfræðingur sumarið 1933, og sumarið 1939 lét Veð- urstofan gera daglegar athuganir í fjóra mánuði, en við þær störfuðu aðallega tveir þýzkir menn. Árið 1941 hóf bandaríski ílugherinn reglubundnar háloftaathuganir á Kefla- \ íkurflugvelli. Hefur þessum athugunum verið haldið áfram óslitið síðan vegna öryggis flugferða yfir Norður-Atlantshaf, og vinna nú íslendingar við þessar mælingar að hálfu á móti Bandaríkjamönnum. Ekkert hefur verið birt á ís- lenzku um niðurstöður þessara mælinga, og það, sem hér kemur fyrir almenn- ings sjónir, er aðeins frá einu ári um hitastig í tveimur neðstu kílómetrum lofth júpsins. Línuritin á bls. 5 og 6 sýna gang hitans allt árið 1954 í 500 og 1500 m liæð yfir sjávarmáli. Þessar hæðir hafa verið valdar vegna þess, að á því bili er meginhluti hálendis íslands, svo að hér kemur fram í stórum dráttunt, hvernig hitastigi hefur verið háttað þar á ýmsum tímum ársins. Og þó að ekki sé að vænta nákvæmlega sama hitastigs í 1500 nt hæð yfir Reykjavík og t. d. í sönni hæð á Vatnajökli, má þó gliigglega sjá, hvenær hlýindakaflar og hláktir hafa verið á fjöllum og eins hvenær kuldaköst hafa gengið yfir landið. A línuritunum er bilið fvrir hvern dag látið byrja klukkan tvö eftir íslenzk um miðtíma, því að þá hefst fyrsta mæling dagsins. En alls eru fjórar mæl- ingar á sólarhring, lramkvæmdar rcglulega á sex stunda fresti. Nákvæmni ntælitækjanna sjálfra er talin svo mikil, að ekki skakki nteir en hálfri Celsíus-gráðu í hitamælingum, ef fyllsta nákvæmni er viðhöfð. Hins verður þó að gæta, að mikils hraða er krafizt við athuganir, svo að skekkja í einstökum ntælingum getur numið einni gráðu eða jafnvel meir. Þegar hverri 4

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.