Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 26

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 26
allagi. í Austur-Asíu, þar sem misserisvindar ráða veðri, var úrkoma með meira móti. — En hvergi, svo vitað sé, haía komið í ljós stærri sveiflur í veðurlagi en oft og mörgum sinnum hafa átt sér stað, áður en kjarnorkan kom til sögunnar. Vitanlegt er, að heljarmikil orka er falin í hverri vetnissprengju. Hin stærsta þeirra er talin 600 sinnum kröftugri en kjarnorkusprengjan, sem varpað var á Nagasaki í Japan. Það mundi svara til þess, að orka upp á 1018 hitaeiningar losni úr læðingi við sprenginguna, en hún myndi nægja til þess að hita 10 mill- jarða smálesta vatns frá 0° í 100° C. Berum þetta nú saman við lægðarsvæði, sem er 1400 km í þvermál og loftþrýst- ing í lægðarmiðju aðeins 10 millibar lægra en í yztu jöðrum. Þetta er mjög mein- lítil lægð, eftir því sem við eigum að venjast. Samt áætla fróðir menn, að hreyfi- orka slíkrar lægðar svari til 3xl010 hitaeininga. Það er þrefalt meira en stærstu vetnissprengju, sem sögur fara af! — Enn fremur hefur verið gizkað á af hinum færustu mönnum, að öll hreyfiorka hins sikvika lofthjúps jarðarinnar mundi svara til 7xl016 hitaeininga. Samkvæmt því myndi hreyfiorka lofthjúpsins ekki aukast um meira en h. u. b. 0,1 af þúsundi við stórkostlegustu vetnissprengju, sem sögur fara af. Enn má geta þess, að í kröftugu þrumuveðri, sem er daglegur viðburður í hita- beltinu, leysist svo mikill hiti úr læðingi, er vatnseimur eða raki loftsins þéttist í úrkomu, að það mundi svara til 12—15 sprengja af Nagasaki-stærð. Þessi samanburður sýnir að minnsta kosti, hversu stórtæk náttúruöflin eru og hversu mikið þarf til, að mannaverk jafnist á við þau. jLjn Eyþórsson. Veðurvísur í islenzkum ljóðum og stökum úir og grúir af veðurlýsingum. Eru þær þar venjulega sem hluti af náttúrulýsingum til að gefa umhverfinu þann svip, er höfundinum hentar hverjtt sinni. Þó munu ýmsir hagyrðingar hafa skemmt sér við að lýsa veðrinu í stökum, án þess að takmark þeirra væri annað né meira en lýsingin sjálf. Þorgrímur Pétursson, sem bjó að Nesi í Aðaldal síðustu áratugi 19. aldar, lýsti veðrinu þannig morgun einn, er hann kom inn frá gegningum. Skaða-frost með skafrenning, skammt frá bænum glórir, kollheiður, en kring 1 hring klakkabakkar stórir. Þetta er glögg lýsing, og eiginlega vantar ekkert nema loftþrýstinginn og vind- áttina, svo að úr verði fullkomið veðurskeyti. Skemmtilcg er líkingin 1 þessari eftir Þorgrlm. Styttist skeið hins skamma dags, skuggar á leiðum flakka. Vindur greiðir fanna fax fram af heiðar makka. , , J. Jakobsson. 26

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.