Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 19

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 19
það fellur á jörðina, er frekar sjaldgæft hér á landi, en getur valdið mikilli ísingu og verið stórhættulegt. Snjókoma og særok geta orsakað mikla ísingu undir viss- um kringumstæðum, og skal það nú rætt nánar. Yfirborð lygns sjávar byrjar að frjósa við 2—3 stiga frost, og í 11 vindstigum rýkur særinn sem mjöll. Til þess að mikil ísing myndaðist, þyrfti þvi norðaust- an fárviðri, 10—12 vindstig, tveggja til þriggja stiga frost eða meira og langvar- and snjókomu. í slíkri veðurhæð rýkur særokið a. m. k. upp í 300—400 m. hæð og hefur því nægan tíma til að væta snjóinn, en sú kuldablanda getur auðveld- lega myndað ísingu. Því kaldara sem yfirborð sjávarins er, því örari er ísmynd- unin. Það er samt hæpið, að ísingin ein valdi skipssköðum, til þess þarf allt, sem áður er talið, að verka í sameiningu, en það er: 1) Talsvert langvarandi norðaustan átt, 8—10 vindstig. 2) Hitastig loftsins — 1 til -h 2 stig eða lægra. 3) Samfelld snjókoma. 4) Hafrót. 5) Hitastig sjávarins -f 1 til -t- 2 stig. Það er, sem betur fer, frekar sjaldgæft, að allt þetta verki sarnan í einu, en þegar það gerist þá er betra að hypja sig af Halanum . Að lokunt skal rætt lítils háttar um þau tvö aftakaveður, sem mannskæðust hafa verið á Halanum, en þau gengu yfir árin 1925 og 1955. Halaveðrið 1925: Siðari liluta laugardags 7. febrúar skall á norðaustan of- viðri á Halamiðum. Ofviðri þetta gekk svo yfir vestanvert ísland dagana 7.-8. febrúar og olli margvíslegu tjóni, og í þessu veðri urðu tvö börn úti, unglings- piltur, kona og fulltíða maður. Mesti mannskaðinn varð samt á Halamiðum, er þar fórust tveir togarar með 68 manns. í bókinni Öldin okkar, fyrra bindi, eru frásagnir skipstjóra, sem voru á skipum sínum á Halamiðum, þegar ofviðrið skall á, og er bezt að láta þá lýsa því. Togarinn Egill Skallagrímsson var á Halamiðum þennan dag, en skipstjór- inn, Snæbjörn Stefánsson lýsir veðrinu þannig: „Þegar ofviðrið skall á síðari hluta laugardagsins 7. febrúar, voru við staddir á Halanum. Upp úr liádeginu var hætt að toga, enda sjór tekinn rnjög að spillast og veðurhæð í hröðum vexti. Skömmu síðar var komið ofviðri, með ofsaveðri af norðaustri, blindhríð og stórsjór. Veðurofsinn var svo mikill, að „stíma“ varð með hálfri ferð og jafnvel fullri, til þess að halda í horfinu. Síðari hluta nætur breyttist sjólagið skyndilega og umhverfðist alveg. Tel ég liklegt, að skipið liafi þá verið komið í straumröstina, sem þarna myndast á mótum Golfstraumsins og Pólstraumsins. Leið ekki á löngu þar til stórsjór lenti á skipinu og varpaði því á liliðina, svo að stjórnpallurinn fór á kaf bakborðsmegin. Við veltuna kastaðist allt, sem laus- legt var, út í aðra hlið skipsins, kol, salt og fiskur.“ Eftir að skipið hafði verið rétt við, fékk það annan stórsjó, sem varpaði því 19

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.