Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 15

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 15
Frá Síðumúla er skrifað: „Ágústmánuður ódæma votviðrasamur, þó betri en júlí. Það komu þó nokkrir þurrkdagar, sem björguðu miklu heyi upp í sæti." Sumri hallar og september líður. Sums staðar rætist nokkuð úr, annars staðar lítið. í veðurbók Síðumúla stendur: „í september var óslitin vætutíð til þ. 13. í mánuðinum. Þá létti í lofti og þurrk- urinn langþráði kom. Gátu þá allir þurrkað og hirt töður sínar." Á Lambavatni gekk ekki eins vel: „Þegar þurrkdagar komu, 14. og þar á eftir, kom þurrkurinn liér á Sandinum ekki nema að hálfum notum vegna hvassviðris. Hey eru sums staðar úti enn og sums staðar töluvert.“ Og sumarið dregur fleiri dilka á eftir sér: „Vöxtur í görðum er alls staðar lélegur og sums staðar nær enginn vegna bleytu og sólarleysis. Fé er mjög rýrt, og hér á Sandinum hafa drepizt lömb óvenju- mikið úr bráðapest.“ 4. Orsök langviðranna. Um orsakir hins óvenjulega veðurlags í sumar er fátt hægt að segja. Svo mikið má þó fullyrða, að þetta veður var í fullu samræmi við þá eindregnu sunnan og suðvestanátt, sem var ríkjandi allt sumarið með hafátt sunnan lands og vestan, en landátt á Norðunr- og Austurlandi. En sú „skýring“ kallar á aðra: Hvers vegna var áttin svona þrálát? Þeirri spurningu verðum við að láta ósvarað. Þess má þó geta, að sumarið var langviðrasamt víðar en á íslandi. Á sunnanverðum Norðurlöndum voru eindæma hitar og þurrkar, en fágæt votviðri í norðanverð- um Noregi. Orsakanna mun því ekki að leita á takmörkuðu svæði, heldur i heild- arsérkennurn loftstraumanna á norðurhveli jarðar, ef ekki á allri jörðinni. 5. Tjónið. Þegar sýnt var, að óþurrkarnir mundu valda þungum búsifjum, fól rikisstjórn- in þeim Árna G. Eylands og Páli Zóphóniassyni að rannsaka tjónið og gera til- lögur til úrbóta. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að kaupa þyrfti fóðurbæti fyrii 25 milljón krónum meira en venja er til. Má skoða þennan kostnað sem beina afleiðingu votviðranna, og er þó hæpið, að þar með séu öll kurl komin til grafar. Þó að þessi fóðurbætir ætti að bæta upp hin hröktu hey, þá er nú- þegar fullvíst, að mjólkurframleiðsla hefur minnkað mikið á óþurrkasvæðinu. Auk þess voru dilkar rýrir eftir sumarið, og má ímynda sér, að veðráttan hafi að minnnsta kosti átt þátt í því. Bætist þetta hvort tveggja ofan á þær 25 milljónir, sem áður voru nefndar. Páll Bergþórsson. 15

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.