Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 10

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 10
PÁLL BERGÞÓRSSON veðurfrœðingur: Langviðrasumarið 1955 1. 1 áttatíu daga og áttatiu neetur. Við skulum hefja þetta spjall með því að athuga línuritin á fyrstu myncl. Annað er merkt Þingvöllum, en hitt Hallormsstað. Ekki skulu menn ímynda sér, að þau sýni skuggamyndir af reykháfum, sem ber við ljósan himin, heldur er hér um að ræða daglegt úrkomumagn sumarið 1955. Við hugsum okkur, að sr. Jóhann Hannesson veðurathugunarmaður á Þingvöllum hafi í júníbyrjun verið staddur við vinstri enda línuritsins fyrir Þingvelli. A hverjum degi sem leið hafi hann svo þokað sér um einn millímetra eftir blaðinu til hægri handar, og á morgni hverjum reist á leið sinni súlu, jafnháa úrkomunni síðasta sólar- hring. Segja má, að sr. Jóhann hafi varðað veg sinn, því að mikil er súlnaröðin orðin um miðjan september, „og var sem í skóg sæi". En það voru fleiri en hann, sem reistu þessu sumri minnisvarða á svipaðan hátt með daglegum mæl- ingum á úrkomumagni sunnan lands og vestan. Ólíkt liafðist Páll Guttormsson að á Hallormsstað. Fáar og flestar smáar eru súlur hans, eins og myndin sýnir, Ha Hormsstoiut 22 JÍL. uti li i íui 1111111 m 11111 m imilii . j i. .11 iiiiiiifiiin'iiiBiiiiiiiii IJJC :iiiiiiijiliminiftiiiiiim I 11 m 111 !■ 1111111 m 111111 it JÚ N J U L AGUST SEPTEMBER 1. mynd: Dagleg úrkoma i mm á Hallormsstað og Þingvöllum sumarið 195S. 10

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.