Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 23

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 23
„Lœgð yfir Noregi, en hað yfir Grtenlandi"■ Meðalloftþrýsting i krossmessuhretinu 1955. bændur til aS láta ær sínar bera í húsi, en slíkt hefur að sjálfsögðu mikið óhag- ræði í för með sér. Yfileitt voru bændur vel birgir af heyjum og óttuðust ekki heyskort, þó gefa þyrfti fénaði öllum. Á Vestfjörðum var úrkoma mjög lítil, en kalt í veðri og jörð gróðurlaus með öllu og fénaður allur á gjöf. Um sunnanvert landið kom frostið á auða jörð og hvítnaði fljótlega upp gróður sá, er fyrir var. Slóu bændur víða upp útijötum fyrir fé sitt, en sauð- burður gekk sæmilega, enda þoldu lömbin betur kuldann sakir þess, hve þurr- viðrasamt var. Sunnudaginn 15. maí snerist vindur rneir til norðausturs og tók að lægja víðast hvar á lándinu nema á Norðausturlandi, þar hélzt snjókoman og éljagang- ur fram á mánudag. Varð nú enn kaldara í lofti en verið hafði, þó ekki væri eins napurt og verið hafði meðan norðangarðurinn geisaði. Var hitinn um og und- ir frostmarki á daginn norðan lands og frostið 7°—-10° C um nætur fram til þ. 20, en þá brá til hlýinda og góðviðra um land allt. Batinn kom aðeins fyrr syðra eða þ. 17., en þá kom skyndilega skúr úr lofti á Reykjanesi og var hún kærkomin á skrælnaða jörðina. Þá var þessi liarðindakafli um garð genginn. En áhrifa vorhretanna gælir jafnan fram eftir sumri og jörðin þarf tíma til að jafna sig eftir átökin við veðráttuna. Og enn voru ekki öll kurl komin til grafar. Seint í júnímánuði var leiðang- ur Jöklarannsóknafélags íslands á Mýrdalsjökli í grenncl við Kötlu. Sáu leið- 23

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.