Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.04.1956, Blaðsíða 16
BORGÞÓR H. JÓNSSON veðurfrœðingur: Mannskaðaveður á Halamiðum Það munu vera fá svæði á Norður-Atlantshafi, þar sem sjósókn og sigling- ar eru mciri hættum og erfiðleikum bundnar en á hafinu umhverfis og við strendur íslands. Kemur þar ýmislegt til greina, svo sem óblíð og stormasöm veðrátta, ísing, hafstraumar o. fl. Þegar litið er Iauslega yfir skýrslur uin skipsskaða, virðast tvö svæði hér við ísland sérstaklega varhugaverð í þessu sambandi, en það eru suðausturströnd íslands, sérstaklega Meðallandsliugurinn, og svo Vestfjarðarmiðin og þá sér- staklega Halamiðin. Þau eru orðin nokkuð mörg skipin, sem hafa strandað við suðausturströnd- ina, og það einkennilega er, að oft gerist þetta við svipað veðurlag, þ. e. stöðug suðlæg átt hefur ríkt í nokkra daga, og venjulega hefur ríkt stórviðri frá Kötlu- tanga og vestur fyrir Reykjanes, en skipin hafa strandað rétt austan við þetta óveðursbelti. Margt bendir til þess, að breytingar á hafstraumum eigi talsverð- an þátt í þessu. Á Halamiðum gegnir öðru máli. Þar eru skiptapar ekki nærri því eins tíðir, enda eru siglingar skipa um þær slóðir ekki eins tíðar, en þeir eru því ægilegri, að venjulega er þar ekki um mannbjörg að ræða. Skal nú vikið að þeim atriðum veðurfarsins, sem telja má að valdi því, að á Halamiðum geisa stundum slík fárviðri, að flest öllum skipum er hætta búin. Það mun óhætt að fullyrða, að veðurfar á Halamiðum sé að jafnaði ekki verra en á öðrum miðum hér við land að sumarlagi. Norðaustan hvassviðrin og þoku- loftið eru oft þreytandi, en liættulcg verða þau tæpast talin. Það er því að vetrarlagi, sem má búast við aftakaveðrum. Það, sem hér fer á eftir, er því eingöngu miðað við vetrartímann. Veðurathuganir frá Halamiðum eru af skornum skammti en samt má ráða af þeim, að algengasta vindáttin þar er frá austri og norðaustri, og það eru einmitt norðaustan aftakaveðrin, sem liafa reynzt hættulegust. „Hæð yfir Austur-Grænlandi, en suðvestur í hafi er lægð, sem dýpkar ört og hreyfist hratt norðaustur. Veðurútlit fyrir Vestfjarðamið: Vaxandi austanátt, norðaustan rok i kvöld og nótt. Snjókoma." Það eru sennilega fáir nema sjómenn, sem gera sér ljóst, hvað felst í þess- ari þurru og stuttorðu veðurlýsingu, sem útvarpið flytur þeim frá Veðurstof- unni, og reyndur skipstjóri á skipi sínu á Halamiðum mun sennilega búa sig undir það, að leita skjóls á næsta firði á Vestfjörðum. Annar skipstjóri ákveð- ur ef til vill að halda áfram að toga, þar til komin eru 6—7 vindstig, en eftir það er tæplega fært að halda áfram, og þá er haldið í skjól. Þriðji skipstjórinn heldur kyrru fyrir og ákveður að bíða af sér veðrið úti á miðunum, og hann leggur sjálfan sig og áhöfnina stundum í talsverða hættu. Hætturnar eru aftaka veðurhæð ásamt snjókomu og særoki, sem hlaða isingu á skipið. Einnig má bú- ast við miklu hafróti á mótum Austur-Grænlandsstraumsins og Irminger-straums- ins, en þau liggja einmitt á þessum slóðum frá norðaustri til suðvesturs. 16

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.