Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 15

Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 15
kjarnorkusprengingar, sem frarn hafa farið, og upplýsingar þessar geymast al- komendum vorum um ókomna tugi árþúsunda í leifum jurta og dýra. I mómýr- um framtíðarinnar verður þannig hægt að þekkja það lag, sem myndaðist þcg- ar menn tóku upp á því að sprengja kjarnórkusprengjur. Ekki liggur ijóst fyrir, hve mikið hefur þegar myndazt af C—14 við kjarnorku- sprengingar, en ætla má að það sé yfir 1 tonn, sem mundi tvöfalda C—14 magn- ið í andrúmsloftinu. Slík aukning mundi valda því, að ailur gróður fái í sig tvöfalt meira af geislavirku kolefni en verið hefur, og einnig að magn jtess i mönnum og dýrunt tvöfaldist. Breytingar á C—14 magni í lofli og sjó, jurtum og dýrurn eiga vafalaúst eftir að gefa mikilvægar upplýsingar í sambandi við liringrás kolcfnisins í náttúr- unni, en kolefnið er það efni, seni mikilvægast er fyrir alit lít á jörðinni, bæði í jurta og dýraríkinu. TÍMABUNDNAR BREYTINGAR Á GEISLAVIRKU ÚRFALLI. Gera má ráð fyrir að mælaniegt magn af geislavirkum efnum hafi dreifzt um mikinn hluta jarðarinnar strax frá fyrstu kjarnorkusprengjunum. Jafnvel Jrótt geislun liinna nýju efna sé aðeins brot af geislun þeirri, sem fyrir er frá geisla- Pl' '/k8 |>|> c/kfl 5. mynd. Geislavirkt úrfall i lofti i Englandi d timabilinu 1953— 1939. Einingin er hér urn 30°/o slarri 7 en sú sem notuð er d 6. mynd. 1 (Atomic Energy Research Establish- o ment, Hanuell). virkurn cfnum í lofti og á jörðu, er yfirleitt auðvelt að greina hin nýju efni frá og mæla J>au sérstaklega. Þannig er unnt að mæla geislavirkt úrfall á rykögnum loftsins með J>ví að sigta loftið í gegnum pappírssíu, bíða síðan í nokkra daga 6. mynd. Géislavirkt úrfall i lofti i Reyltjavik. Mánaðarmeðaltöl. (Malieiningin er 1 picocurie af geislavirhu efni í einum rúmmetra lofts). VEÐRIÐ 15

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.