Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 16
7. mynd sýnir geislavirkt úrfall i úrltomu í Reykjavik. Mánaðargildi. (Mœliein- ingin er 1 picocurie af geislavirku efni i einum lítra af regni). 8. mynd sýnir geislavirkt úrfall, sem mánaðarlega fellur til jarðar í Reykjavik. og mæla þá geislunina frá rykinu með því að stinga pappírssíunni undir Geiger- teljara. Náttúrleg geislavirk efni, sem einkum stafa frá radíum og þóríum, sitja einnig á rykögnunum, en þau eyðast sjálfkrafa á nokkrum sófarhringum vegna stutts hefmingunartíma. Á sama hátt má mæfa geisfavirk úrfallsefni í regni með því að eima burt vatnið og bíða hæfilegan tíma, til þess að hin náttúrlegu geisla- virku efni eyðist, áður en geislunin er mæld. 5. mynd sýnir geislavirkt úrfall í lofti í Bretlandi allt frá ársbyrjun 1953 til ársloka 1959. Á 6. mynd eru sýndar niðurstöður tilsvarandi mælinga, sem gerð- ar hafa verið í Reykjavík frá því á árinu 1958. Greinilegra áhrifa gætti hér frá kjarnorkusprengingum, sem gerðar voru við Novaja Semlja bæði liaustið 1958 og haustið 1961. í bæði skiptin virtist geisla- rykið vera um 8 daga á leiðinni og koma hingað úr vestri eftir að hafa farið næstum því heilan hring um heimsskautið. 7. mynd sýnir geislavirkt úrfall í úrkomu í Reykjavík, og á 8. mynd er sýnt, hve mikið af geislavirkum úrfallsefnum fellur mánaðarlega á hvern fermetra lands. Bæði ryk og úrfallssýnishorn eru tekin á Rjúpnahæð við Reykjavík og mæld í Eðlisfræðistofnun Háskólans. Niðurstöður mælinganna birtast 1 töflu- formi í tímariti Veðurstofunnar, Veðráttunni. Einingin, sem hér er notuð fyrir magn hinna geislavirku efna, er picocurie, en það er það magn, Jaar sem að meðaltali 2,2 kjarnbreytingar verða á mínútu hverri. Mælingar á geislavirkum efnum í úrkomu hófust ekki fyrr en í nóvember 1958, enda Jrótt úrkomu væri safnað frá ársbyrjun. Niðurstöður mælinganna, sem sýndar eru á 7. og 8. mynd, eru því óeðlilega lágar fram til september 1958. í marzmánuði 1962 var úrkoman aðeins 2,4 mm. Innihald þessa litla vatns- magns af geislavirkum efnum mældist mjög Iiátt, eða um 4000 pc/1. Hins vegar var úrfallið á flatareiningu með minna móti, eða um 10000 pc/m-. Þessar niður- stöður virðast benda til þess að á Jtessu tímabili hefur verulegur hluti geislaryks- ins fallið til jarðar án þess að fylgja úrkomu. 16 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.