Veðrið - 01.04.1962, Page 16

Veðrið - 01.04.1962, Page 16
7. mynd sýnir geislavirkt úrfall i úrltomu í Reykjavik. Mánaðargildi. (Mœliein- ingin er 1 picocurie af geislavirku efni i einum lítra af regni). 8. mynd sýnir geislavirkt úrfall, sem mánaðarlega fellur til jarðar í Reykjavik. og mæla þá geislunina frá rykinu með því að stinga pappírssíunni undir Geiger- teljara. Náttúrleg geislavirk efni, sem einkum stafa frá radíum og þóríum, sitja einnig á rykögnunum, en þau eyðast sjálfkrafa á nokkrum sófarhringum vegna stutts hefmingunartíma. Á sama hátt má mæfa geisfavirk úrfallsefni í regni með því að eima burt vatnið og bíða hæfilegan tíma, til þess að hin náttúrlegu geisla- virku efni eyðist, áður en geislunin er mæld. 5. mynd sýnir geislavirkt úrfall í lofti í Bretlandi allt frá ársbyrjun 1953 til ársloka 1959. Á 6. mynd eru sýndar niðurstöður tilsvarandi mælinga, sem gerð- ar hafa verið í Reykjavík frá því á árinu 1958. Greinilegra áhrifa gætti hér frá kjarnorkusprengingum, sem gerðar voru við Novaja Semlja bæði liaustið 1958 og haustið 1961. í bæði skiptin virtist geisla- rykið vera um 8 daga á leiðinni og koma hingað úr vestri eftir að hafa farið næstum því heilan hring um heimsskautið. 7. mynd sýnir geislavirkt úrfall í úrkomu í Reykjavík, og á 8. mynd er sýnt, hve mikið af geislavirkum úrfallsefnum fellur mánaðarlega á hvern fermetra lands. Bæði ryk og úrfallssýnishorn eru tekin á Rjúpnahæð við Reykjavík og mæld í Eðlisfræðistofnun Háskólans. Niðurstöður mælinganna birtast 1 töflu- formi í tímariti Veðurstofunnar, Veðráttunni. Einingin, sem hér er notuð fyrir magn hinna geislavirku efna, er picocurie, en það er það magn, Jaar sem að meðaltali 2,2 kjarnbreytingar verða á mínútu hverri. Mælingar á geislavirkum efnum í úrkomu hófust ekki fyrr en í nóvember 1958, enda Jrótt úrkomu væri safnað frá ársbyrjun. Niðurstöður mælinganna, sem sýndar eru á 7. og 8. mynd, eru því óeðlilega lágar fram til september 1958. í marzmánuði 1962 var úrkoman aðeins 2,4 mm. Innihald þessa litla vatns- magns af geislavirkum efnum mældist mjög Iiátt, eða um 4000 pc/1. Hins vegar var úrfallið á flatareiningu með minna móti, eða um 10000 pc/m-. Þessar niður- stöður virðast benda til þess að á Jtessu tímabili hefur verulegur hluti geislaryks- ins fallið til jarðar án þess að fylgja úrkomu. 16 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue: 1. Tölublað (01.04.1962)
https://timarit.is/issue/298353

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. Tölublað (01.04.1962)

Actions: