Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 11
3. mynd sýnir geislavirkt úrfall í lofti i september 1959 á mismunandi breiddar-
gráðum i Norður- og Suður-Ameriku. Einingin, sem hér er notuð, er um helm-
ingi minni en sú sem notuð er á 6. mynd. (U. S. Atomic Energy Corinmission).
4 mynd sýnir Sr—90 i úrliomu á mismunandi breiddargráðum á árunum 1957—
1959. Örin slefnir á mcelipunkt fyrir Reykjavík. Nyrstu stöðvarnar Bodö og
Tromsö i Noregi liggja mun hcerra. Meelieiningin pc—picocurie er pað magn geisla-
virks eftiis, þar sem að meðaltali 2,2 atóm ummyndast á hverri minútu.
(Atomic Energy Research Establishment, Harwell)
leiddu í ljós, að tveim mánuðum eftir sprenginguna var þvermál svæðis þess,
sem hin geislavirku efni höfðu dreifst um, 1800 km, og gætti þeirra niður á 100
m dýpi. Ari eftir sprenginguna var svæðið orðið um 5000 km í þvermál og þykkt
lagsins 600 m.
Fari sprengingin lram skammt lyrir ofan yfirborð jarðar, getur þyrlast upp
mikið magn af ryki, sem orðið hefur meira og minna geislavirkt vegna nevtrónu-
verkana, og sogast upp í gufuhvolfið ásamt öðrum geislavirkum efnum lrá spreng-
ingunni. Hin geislavirku elni eru flest í eðli sínu föst efni og sitja á rykkornum,
og hefur ryk þetta allt saman verið nefnt geislaryk. Stærri rykkornin falla fljótt
til jarðar en dreifast undan vindi á sama liátt og aska frá eldgosi. Þannig rnynd-
ast á nokkrum klukkustundum eða örfáum dægrum aflangt svæði þakið lagi af
hinu grófasta geislaryki. Ef vindur er sterkur og um stóra sprengju cr að ræða,
getur svæði þetta orðið mörg hundruð kílómetrar á lengd, en breiddin er venju-
lega nokkrir tugir kílómetra.
Hinar smærri rykagnir geta haldist mjög lengi svífandi í loftinu og fylgja þá
hreyfingum loftsins. Þannig geta þær komizt marga hringi í kringum jörðina.
f nánd við ntiðbaug berst rykið yfirleitt í vestlæga stefnu, en til austurs nær
heimsskautunum. Umferðartíminn hefur verið frá viku upp í tvo mánuði.
Háttarlag ryksins er mismunandi eftir því hvort þaö er í veðrahvolfinu
eða í heiðhvolfinu. Rykið í veðrahvolfinu berst tiltölulega fljótt til jarðar, aðal-
lega með úrkomu, þannig að helmingur þess ryks, sem fyrir er, skolast til jarðar
á nokkrum vikum.
Sé sprengingin gerð mjög hátt í lofti sogast ekkert ryk upp frá yfirborði jarðar
og getur þá svo larið, að um ekkert staðbundið úrfall sé að ræða, þar sem ryk-
— 1 1
VEÐRIÐ