Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 22
PALL BERGÞÓRSSON, Júlíhitinn á íslandi Kortið, sem hér birtist, á að sýna meðallagshita júlímánaðar á íslandi. Þennan hita hlýjasta mánaðar ársins telja margir mjög góðan mælikvarða á gróður- sæld, og álíta sumir loftslagsfræðingar, að hann þurfi að ná 10 stigum á Celsius að mcðaltali lil þess að land megi teljast byggilegt. Auðvitað er það aðeins gróf skipting, og má t. d. sýna fram á, að á sumum byggðum bólum á íslaridi er júlíhitinn aðeins um 8 stig. Auk þess cr fullvíst, að mörg hciða- lönd koma að miklu gagni sem sumarhagar, þótt hitirin í júlí sé þar 8—10 stig að meðaltali, en liæsti júlíhiti á Iandinu er nálægt 12 stigum, í beztu sveitum Suðurlands. Af þeim ástæðum, scíti nú voru greindar, hef ég kosið að skipta landinu í þrjú hitasvæði, eitt með 10—12 stiga hita, annað með 8—10 stig og hið þriðja með lægri hita cn 8 stig í júlí. Skortur á veðurathugunum frá hálendinu vcld- ur því, að cg hef ekki lagt í að flokka nánar þau svæði, þar sem júlíhitinn er minni en 8 stig. Þótt aðeins scu dregnar línur á kortið fyrir 8 og 10 stig, verður það ákaflega flekkótt og óskipulegt yfir að h'ta, og sæist það bezt, cf hitasvæðin væru ekki aðgreind mcð mismunandi skyggingu, en línurnar aðeins merktar með tölum. Kortið var teiknað eftir meðaltölum allra júlímánaða á ýmsum veðurstöðv- um á landinu frá 1931 — 1960, en það tímabil veröur cinmitt notað til viðmið- unar í vcðurfræðinni næstu áratugi. En þá er vert að hafa í huga, að júlímán- uðir þessa tímabils sýnast vera allt að því einu stigi hlýrri cn þeir voru á síð- ari hluta 19. aldar. Fyrst var fundinn hiti við sjávarmál á veðurstöðvunum. Var reiknað með, að hitinn hækkaði um eitt stig á hverjum 150 metrum sem neðar drægi. Síðan teiknaði ég hitalínur á kortið eftir þessum tölum, fyrir annað hvert stig. A kort- inu voru hæðarlínur fyrir hverja 300 metra, en það svarar einmitt til tveggja stiga hitamunar vegna hæðarbreytingar. Með samlagningu þcssara tvcggja Iínukerfa fæst þess vegna hitinn við yfirborð Iandsins. Þau svæði, sem athyglin beinist fyrst að, eru hin svörtu, þar sem hitinn í júlí cr meiri en 10 stig. Samanlagt eru þau um það bil fjórðungur landsins. Langvíðáttumest er Suðurlandsundirlendið. Það hitasvæði teygist inn að Blá- fclli, nærri því upp að Hvítárvatni. Er þar farið aðallega eftir hitamæling- um, sem gerðar voru í Hvítárnesi sumrin 1938 og 1939. Tíu stiga hitalínan teygist einnig inn eftir öllum Gnúpverjaafrétti og virðist ná upp undir Hofs- jökul, cn þar er gróðursælt mjög. Þar er sá hlýindabletturinn, sem næstur er miðju landsins. Kringum Þórisvatn nær júlíhitinn líka 10 stigum, og er þar 22 ---- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.