Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 7

Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 7
Veðurkortið, þegar norðan- garðurinn stóð sem liæst. eyðilagðist tveggja dagsláttu tún alveg. Þessi tún voru ræktuð fyrir 1930, og hefur sjór ekki skemmt þau lyrr. í Skoruvík á Langanesi var eitt mesta brim, sem hér hefur komið, skrifar Björn Kristjánsson. Flutti sjórinn smærri trjávið og smágrjót langt upp á tún, og vestan við Svínalækjartanga, jrar sem sjór liggur að stuðlabergi, setti sjór smærri trjávið upp á bjarg, og mun hæðin þar á bjargi vera 13—15 metrar. Frá Grímsey hefur Vilborg Sigurðardóttir svipaða sögu að segja, brimið þcytti trjávið upp á 14 metra liáa kletta í námunda við vitann, og hún hefur það eftir Sæmundi Traustasyni, að í frau 38 ár, sem hann hafi búið í Grenivík, syðsta bæ eyjarinnar, myndi hann ekki eftir öðrum eins sjógangi. Eyjólfur Hannesson segir frá því í sínu bréfi, að í Borgarfirði eystra liafi verið mesta brim og sjógangur í margra minni, en í Bakkagerðiskauptúni hafi sjávar- gangur ekki verið öllu meiri en oft áður. En stórbrim það, sem honurn sé minnisstæðast liafi verið í „Halaveðrinu" 1925. Gefur hann á því athyglis- verða lýsingu, en ekki verður hún birt hér. VEÐRie 7

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.