Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 18
FLOSI HKAFN SIGURDSSON:
Mannskæð flóð
Frá alda öðli hafa náttúruhamfarir hrjáð mannkynið, valdið eignatjóni,
þjáningum og dauða. Stundum hafa hamfarir náttúrunnar beinlínis banað
gífurlegum fjölda manna, en í önnur skipti hafa hin skaðlegu áhrif verið óbeinni
eins og þegar langvarandi þurrkar eða ofsafengin flóð hafa valdið uppskeru-
bresti, en af honum hefur síðar leitt mannfall.
Hcr á eftir verður vikið nokkuð að Jteint náttúruhamförum, sem einna ill-
ræmdastar hafa orðið, en jiað eru hin mannskæðu stórflóð í ám og við láglendar
strendur.
FLÓÐ í ÁM.
Þegar mikið rignir, safnast vatn í ár og læki, og sé úrkomumagnið nægjanlega
mikið, flæða árnar yfir bakka sína. Eru langvarandi rigningar og ofsalegar
þrumuskúrir algengustu orsakir flóða í ám. Onnur algeng orsök slíkra flóða er
bráð leysing, scm stundum er raunar samfara stórrigningum.
Mjög fer Jrað eftir staðháttum, hve miklir skaðar verða af flóðum. Mestir
verða Jreir þar, sem stórfljót falla um þéttbýlar ársléttur eins og til dæmis Pó-
sléttuna á Italíu og flatlendi Jrau, sem stórfljót Suðaustur- og Austur-Asíu hafa
myndað með framburði sínum.
Einna mestur skaðvaldur hefur Gulafljótið verið á liðnum öldum, enda hefur
Jtað með réttu verið kallað „Sorg Kína“. Svo hagar til, að Gulafljótið ber frant
ógrynni aurs og leðju, sem sezt í árfarveginn og hækkar hann stöðugt, en um-
hverfis cr jarðvegurinn mjög frjósamur og þéttbýli gífurlegt. Hafa því verið
byggðir miklir varnargarðar meðfram fljótinu til verndar íbúunum og ökrum
Jreirra.
Fallout from Nuclear Weapons Tests. (Hearings before the Special Subcommittee
on Atomic Energy. Eighty-sixth Congress of tlie United States, 1959, Volumes
I and 3).
L. T. Alexander et all.: Strontium—90 on the Earths Surface. (Olfice of Technical
Information, TID—6567).
Quarlerly Report on the Fallout Program of the Health and Safety Loboratory.
(United States Atomic Energy Commission).
United Kingdom Atomic Energy Authority, Research Groups Reports on Radio-
active Fall-Out. (H. M. Stationery Office).
Veðráttan, ársyfirlit 1959—1961.
18
VEÐRIÐ