Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 29

Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 29
Bréf úr Eyjafirði (til Jóns Eyþórssonar) Eyfirðingur þessi bað mig að koma lil þín þessari veðurlýsingu, bœtir við: „hann rœður svo, hvað hann vinnur úr þvi gagni. Elztu menn mundu ekki „þannig útlit fyrr, svo ég álíl þetta dálítið merkilegt fyrirbrigði." B(jörn) S(igfússon). Það var á miðvikudag haustið 1940, að ég Jield 3. október, sem fór að hríða í logni um fyrstu dagsbrún að morgni. Bændur áttU'þá almennt að reka slátur- fé sitt af stað til slátrunar úr framanverðum Eyjafirði, en þegar komið var nokkuð fram yfir albirtingu, var hinn lognfallni snjór orðinn svo djúpur, að ekki var hægt að reka kindur, og mátti þá víða sjá fjárhópa, sem ekkert kom- ust. Um það bil haetti að hríða, en samt var skýjað loft, en svo hlýtt, að þegar féð hafði staðið nokkurn tíma hreyfingarlaust, hrundu úr því snjókögglarnir, en alltaf var logn, og það var ekki fyrr en fyrripart næstu nætur sem fór að gola hægt af norðri, en þá var engin úrkoma; svo þann næsta morgun, þegar birti, var alls staðar, sem sást til fjalla (en oft var þoka) snjórinn horfinn bæði austan og vestan fjarðarins, en allt láglendi hvítt. Þannig var það utan frá sjó (Akureyri) og fram í dalbotn, og allir hólar á láglendinu voru snjólausir að ofan, en lautirnar hvítar, t. d. Hóla-Hólar og Leynings-Hólar. Efri bæirnir í Öngulsstaða- og Hrafnagilshreppi stóðu á snjólausu, en þeir neðri á snjó. Útlitið var eins og fjörðurinn væri hálffullur af vatni eða mjólk. Angantýr Hjörvar Hjálmarsson Villingadal, Eyjafirði. Loftalda frá kjarnorkusprengingu Margir munu minnast þess, að Rússar sprengdu risavaxna kjarnorkusprengju í námunda við Novaja Semlja í Norðuríshafinu þ. 30. október s. 1. Var þetta kraft- mesta sprengja, sem sprengd hefur verið til þessa, og hefur verið talið, að sprengi- máttur hennar hafi verið jafnmikill og 50 milljónir tonna af TNT-sprengiefni. Sprengistaðurinn hefur sennilega verið í allt að 4.000 metra hæð yfir jörðu á 74. gráðu norðlægrar breiddar og 52. gráðu austlægrar lengdar. Mikil loftalda myndaðist við sprenginguna, og barst hún um alla jörð. Hér á landi kom hún fram á síritandi loftþyngdarmælum á ýmsum veðurathugunar- stöðvum, t. d. í Grímsey, á Hornbjargsvita, Dalatanga, Keflavíkurflugvelli og Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Sprengingin varð klukkan 733 eftir íslenzkum miðtíma, en síritandi loft- þyngdarmælar Veðurstofunnar sýna, að loftaldan hefur borizt til Grímseyjar og Dalatanga um það bil klukkan 1005 og til Stórhöfða og Keflavíkurflugvallar um klukkan hálf ellefu. Sveifluðust pennar síritanna upp og niður, og var munur á hæstu og lægstu stöðu einna mestur á Dalatanga, 3.8 millibarar. Umhverfis jörðu barst loftaldan á nálægt 36 klukkustundum, og með mjög nákvæmum mælitækjum mátti sums staðar greina, að hún færi oftar en einu sinni umhverfis hnöttinn. Flosi Hrafn Sigurðsson. veðrið — 29

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.