Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 3

Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 3
VEDRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ARI - VERÐ ÁRG. KR. 40.00 RITNEFND: JON EYÞORSSON FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON HLYNUR SIGTRYGGSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR ÓLAFSSON 1. HEFTI 1962 7. ÁRGANGUR DRAPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131 Ur ýmsum áttum Það hefur verið siður að kynna nýja höfunda, sem skrifa greinar í VEÐRIÐ, með nokkrum orðum, og hygg ég, að ýmis önnur tímarit og blöð mættu taka sér það til fyrirmyndar. Að þessu sinni hafa okkur bætzt tveir nýir höfundar. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor skrifar um Dreifingu geislavirkra efna frá kjarnorkusprengingum og þar á meðal geislavirk efni í úrkomu hér á landi. Þorbjörn er fæddur á Orrastöðum í Húnavatnssýslu 19. júní 1917, sonur Sigur- geirs bónda Björnssonar frá Grímstungu og konu hans, Torfhildar Þorsteinsdótt- ur. Stúdentspróf á Akureyri 1937 og magisterpróf við Háskólann í Kmhn. 1943. Dvaldist síðan fjögur ár í Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum við framhalds- nám í kjarnafræðum og lífeðlisfræði. Framkvæmdastjórn Rannsóknarráðs rík- isins 1949—57, en prófessor i eðlisfræði og forstöðumaður eðlisfræðideildar Há- skóla íslands síðan 1957. * Knútur Knudsen veðurfræðingur skrifar mjög fróðlega grein um Norðanveðrið i nóvembermánuði 1961., en það er einmitt eitt af hlutverkum þessa tímarits að halda til haga frásögnum af minnisstæðum veðrum. Knútur er fæddur í Reykja- vík 13. maí 1926, sonur hjónanna Árna B. Knudsens Luðvígssonar prests að Breiðabólstað í Vesturhópi og Maríu Jónsdóttur frá Flugumýri. Stúdentspróf í Reykjavik 1945 og nám í veðurfræði við Sveriges Meteorologiska och Hydrologiska Institut í Stokkhólmi 1946—48. Hefur síðan starfað hjá Veðurstofu íslands, lengst af á Keflavikurflugvelli, en síðan haustið 1961 við veðurdeildina á Reykjavíkurflugvelli. * Sveinn Pdlsson náttúrufræðingur og læknir átti 200 ára afmæli hinn 25. apríl sl. Var þess og minnzt í Ríkisútvarpinu. Sveinn Pálsson gerði daglega veðurat- huganir í h. u. b. 50 ár, hóf þær sumarið 1791, og hélt þeim áfram til hins síð- asta, en hann andaðist í Suðurvik í Mýrdal 24. april 1840. Hann hafði jafnan VEÐRIÐ ---- 3

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.