Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.04.1962, Blaðsíða 28
varð kaldasti mánuður vetrarins bæði við jörð og eins ofar. f 1000 m haeð var hitastigið — 8.0° C. Frá ársbyrjun 1954 hefur aðeins einu sinni mælzt lægri meðal- hiti mánaðar í þeirri hæð, en það var janúar 1956. YFIRLIT ÁRSINS 1961. Á árinu varð einkennishitinn nálægt meðallagi undanfarinna ára. Svipað er um meðalhæð frostmarks frá sjó. Hún var 920 m. Hitafallið var einnig við meðallag, eða 5.64 gráður á kílómetra. Hinsvegar varð hitasveiflan óvenju- lega lítil, aðeins 9.5 gráður. Kemur þar til lágur hiti sumarmánaðanna og hlut- fallslega hlýir vetrarmánuðir. í 1000 m hæð var júlí hlýjastur með 4.0 stig, en desember kaldastur með — 5.5. Maí var tiltölulega hlýjasti mánuður árs- ins. Frostmark var þá í 1380 m hæð og hefur ekki orðið hærra í þeim mánuði undanfarin sjö ár. Hins vegar varð frostmarkshæðin í júní minni en áður, aðeins 1260 m, eða á annað hundrað metrum lægri en í maí. Hlákurnar um sumarið voru litl- ar eins og frá er skýrt í síðasta hefti Veðursins. Fer hcr á eftir hláku- tafla ársins. Sú breyting er nú gerð, að hláku- magnið er talið i gráðudögum og verður svo framvegis. Einn gráðu- dagur er, þegar hitinn er ein gráða allan sólarhringinn. Jafn mikið hlákumagn er, ef 6 stiga hiti væri í 4 stundir, o. s. frv. Upphaflega notaði ég orðið gráðudægur um magn hláku, og þóttist ég með því girða fyrir misskilning. En orðið hefur ekki reynzt heppilegt, helzt vegna þess, að í veðurfræði og skyldum vísindagreinum er sólarhringurinn talinn eðli- leg tímaeining, og er þá algengt, að orðið dagur sé látið tákna sólarhring eins og hér er gert. Verða lesendur að gæta þess, að einn gráðudagur jafngildir tveimur gráðudægrum. oc J F M A M J J A S 0 N D m ^ c Vifi s : J <+ z ** > J7"** v. / t V- 0 f t- s .o km—*t /----V- ^ 2 ,^ t ^ 4 3 s 4 --5 •, í 1-xt V ^ t 5 : w 6 r n i. *<? 1 l km-*/ 1 9 6 1 N V 2"V X 10 N / ^ : s; M ^\t* 3. mynd. Arssveifla hilans 1961. Hlákur 1961, mœldar Við jörð Janúar—maí .............. 532 fúní—september ............ 1181 Október—növember.......... 334 Samtals 2047 l gráðudögum. 500 m 1000 m 1500 m 2000 m 299 722 199 117 384 1220 589 40 168 42 250 13 71 23 107 28

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.