Veðrið - 01.04.1962, Side 28
varð kaldasti mánuður vetrarins bæði við jörð og eins ofar. í 1000 m hæð var
hitastigið — 8.0° C. Frá ársbyrjun 1954 hefur aðeins einu sinni mælzt lægri meðal-
hiti mánaðar í þeirri hæð, en það var janúar 1956.
YFIRLIT ARSINS 1961.
A árinu varð einkennishitinn nálægt meðallagi undanfarinna ára. Svipað
er um meðalhæð frostmarks írá sjó. Hún var 920 m. Hitafallið var einnig við
meðallag, eða 5.64 gráður á kílómetra. Hinsvegar varð hitasveiffan óvenju-
lega lítil, aðeins 9.5 gráður. Kemur þar til lágur hiti sumarmánaðanna og lilut-
fallslega hlýir vetrarmánuðir. í 1000 m liæð var júlí hlýjastur með 4.0 stig, en
desember kaldastur með — 5.5. Maí
var tiitölulega hlýjasti mánuður árs-
ins. I'rostmark var þá í 1380 m hæð
og liefur ekki orðið hærra í þeim
mánuði undanfarin sjö ár. Hins
vegar varð frostmarkshæðin í júní
minni en áður, aðeins 1260 m, eða á
annað hundrað metrum lægri en í
maí.
Hlákurnar um sumarið voru litl-
ar eins og frá er skýrt í síðasta hefti
Veðursins. Fer hcr á eftir hláku-
tafla ársins.
Sú breyting er nú gerð, að hláku-
magnið er talið í grdöudögum og
verður svo framvegis. Einn gráðu-
dagur er, þegar hitinn er ein gráða
allan sólarhringinn. Jafn mikið hlákumagn er, ef 6 stiga hiti væri í 4 stundir,
o. s. frv. Upphaflega notaði ég orðið gráðudægur um magn hláku, og þóttist ég
með því girða fyrir misskilning. En orðið hefur ekki reynzt heppilegt, helzt vegna
þess, að í veðurfræði og skyldum vísindagreinum er sólarhringurinn talinn eðli-
leg tímaeining, og er þá algengt, að orðið dagur sé látið tákna sólarhring eins og
hér er gert. Verða lesendur að gæta þess, að einn gráðudagur jafngildir tveimur
gráðudægrum.
Hlakur 1961, mœldar i graðudögurn.
Við jörð
Janúar—maí ................. 532
Júní—september ............ 1181
Október—nóvember............ 334
Samtals 2047
500 m 1000 m 1500 m 2000 m
299 117 40 13
722 384 168 71
199 88 42 23
1220 589 250 107
28 — VEÐRIÐ