Veðrið - 01.09.1969, Síða 12

Veðrið - 01.09.1969, Síða 12
enda þá orðin úrelt að verulegu leyti. Núgildandi lög Veðurstofunnar voru sett 27. marz 1958. Nú skal reynt að lýsa þeirri þróun, sem hefir átt sér stað í stofnuninni um- liðna hálfa öld, en mjög fljótt verður að fara yfir sögu í þessari stuttu grein. Veðurstöðvar. Talsverða bjartsýni hefir þurft til þess að gera veðurspár, þótt ekki væri nema fyrir eitt dægur, þegar íslenzkar veðurskseytastöðvar voru aðeins fimm að tölu og miðaðar við nauðsynlega þörf erlendra veðurstofa fyrir upplýsingar um veður á íslandi. Það var því fljótlega hafizt handa um að fjölga þeim stöðvum og einnig fjölga skeytasendingum frá hverri stöð. Það má segja, að fjölgun skeytastöðva hafi lialdið áfram fram á síðustu ár, og eru þær um það leyti sem þetta er skrifað 43 talsins. Meðal þeirra er stöð á Hveravöll- um, sem liefir starfað samfellt i um það bil 5 ár og gefur mikilsverðar upplýs- ingar um veður og loftslag í óbyggðum landsins. Stofnfé þessarar stöðvar hefir að miklu leyti verið veitt af vísindadeild Atlantshafsbandalagsins. Allmörg ís- lenzk skip senda og veðurskeyti. Á síðastliðnu ári voru þau 20 talsins. Stöðvar, sem sendu mánaðarskýrslur, voru 14 árið 1919. — Einnig þeim hefir fjölgað mjög mikið, og eru nú 39. Á fimm stöðvum eru nú síðustu árin gerðar sér- stakar athuganir vegna búveðurfræðirannsókna. Auk þess eru sendar skýrslur um úrkomumælingar frá 39 stöðvum, og um 20 safnmælar hafa verið settir upp viðs vegar á óbyggðum svæðum, en starfsmenn Veðurstofunnar mæla árlega úrkomuna, sem safnast i þá. Síðast en ekki sízt skal nefna háloftaathugunar- stöðina á Keflavíkurflugvelli, sem sett var upp á stríðsárunum, en Veðurstofan hefir um alllangt árabil haft aðild að starfrækslu hennar. Ásamt öðrum slíkum stöðvum á Norður-Atlantshafssvæðinu gefur hún mikilvægar upplýsingar fyrir flugveðurþjónustu og almennar veðurspár. Lesendur þessa rits kannast vel við hana af greinum Jónasar Jakobssonar veðurfræðings, „Lofthiti yfir Reykjanes- skaga“. Veðurstofan hefir nú sérfræðinga til þess að annast eftirlit með veðurstöðv- um, leiðbeiningu veðurathugunamianna og prófun, smíði og viðhald áhalda þeirra. íslenzk veðurfarsbók og Veðrátlan. Það er ekki einungis skylda Veðurstof- unnar að starfra-kja veðurstöðvar, lieldur og að „vinna úr veðurskýrslum og gefa út veðurfarsskýrslur, er sýni skilyrði þau og takmörk, sem veðráttan setur atvinnuvegum landsmanna", svo orð laganna séu notuð óbreytt. Eins og að framan er greint var þetta starf hafið árið 1920. íslenzk veðurfarsbók fyrir það ár birtir mánaðarmeðaltöl 19 stöðva, auk daglegra veðurathugana frá 6 stöðv- um. Fjölgaði stöðvunum um fimm miðað við undanfarið ár, og stafaði það af því, að meðaltölur hinna fimm veðurskeytastöðva voru teknar með, en þeiin stöðvum var sleppt í Meteorologisk Aarbog. í árslok 1923 var liætt útgáfu ís- lenzkrar veðurfarsbókar af sparnaðarástæðum. Var það mikil afturför, sérstak- lega kom það sér illa fyrir erlenda veðurfræðinga, sem óskuðu eftir upplýsing- 4Ó — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.