Veðrið - 01.09.1969, Side 26

Veðrið - 01.09.1969, Side 26
Hœsti nálahraukurinn. — Ljósm.: Kristjan Hjálmarsson. Isnálarnar myndast fyrst og fremst úr jarðvegsvatni því og vatnsgufu, sem er í efstu 15 centimetrum jarðvegsins eða svo. Þær eru venjulega um einn milli- metri að þvermáli og standa margar þétt saman á yfirborði jarðvegsins, lóðréttar eða lítið eitt bogadregnar, og minna á bursta og ullarkamba. Nefnir Geiger fyrirbærið því Kammeis á þýzku, en það merkir iskambar eða kambaís. Ofan á nálunum eru olt sand- eða ntoldarkorn, sem þær lyfta upp, og þess eru jafnvel dæmi, að þær hafi lyft upp hnefastórum steinum. Nálarnar geta einnig myndazt undir snjó, og er hugsanlegt, að svo hafi verið, þegar Kristján tók myndirnar, en jtá hefur aðeins verið um þunnt snjólag að ræða. Ég tel vafalítið, að skýringa á, að svo liáar ísnálar gátu myndazt á Hveravöll- um, sé að leita í jarðhita, sem hafi haldið efstu lögum jarðvegsins þíðum og vatnsríkum, þrátt fyrir talsvert frost í lofti. Geta þannig liafa skapazt mjög óvenjuleg og hagstæð skilyrði fyrir langvarandi ísnálamyndun. 60 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.