Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 26

Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 26
Hœsti nálahraukurinn. — Ljósm.: Kristjan Hjálmarsson. Isnálarnar myndast fyrst og fremst úr jarðvegsvatni því og vatnsgufu, sem er í efstu 15 centimetrum jarðvegsins eða svo. Þær eru venjulega um einn milli- metri að þvermáli og standa margar þétt saman á yfirborði jarðvegsins, lóðréttar eða lítið eitt bogadregnar, og minna á bursta og ullarkamba. Nefnir Geiger fyrirbærið því Kammeis á þýzku, en það merkir iskambar eða kambaís. Ofan á nálunum eru olt sand- eða ntoldarkorn, sem þær lyfta upp, og þess eru jafnvel dæmi, að þær hafi lyft upp hnefastórum steinum. Nálarnar geta einnig myndazt undir snjó, og er hugsanlegt, að svo hafi verið, þegar Kristján tók myndirnar, en jtá hefur aðeins verið um þunnt snjólag að ræða. Ég tel vafalítið, að skýringa á, að svo liáar ísnálar gátu myndazt á Hveravöll- um, sé að leita í jarðhita, sem hafi haldið efstu lögum jarðvegsins þíðum og vatnsríkum, þrátt fyrir talsvert frost í lofti. Geta þannig liafa skapazt mjög óvenjuleg og hagstæð skilyrði fyrir langvarandi ísnálamyndun. 60 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.