Veðrið - 01.09.1969, Page 31
inn tafði. í lok mánaðarins voru tún víða nægilega sprottin til að sláttur gæti
hafizt, en þurrkleysi hamlaði.
Fyrstu vikuna í júní var enn mikill hafís á Húnaflóa og Skagafirði og ófært
á sumar hafnir. Jiftir þann 10. var ís lítt til trafala á þessu svæði og síðustu
fregnir af ís bárust þann 19. A Langanessvæðinu var ekki getið um ís í júnf,
hvorki við land né á siglingaleið.
Júli. Vindátt var mjög breytileg í mánuðinum, en jjó voru austan og norðan
áttir algengari. Hiti var undir meðallagi og alls staðar voru tíðar úrkomur.
Heyskapur gekk því illa, nema á austanverðu Norðurlandi og á Norðaustur-
landi. Þar komu góðir þurrkdagar á milli eftir þann 11. Náðust liey þar yfir-
leitt óhrakin, og sums staðar var fyrri slætti lokið fyrir mánaðamót.
Þar sem ástandið var verst á Suður- og Vesturlandi var hins vegar ekkert hey
komið í hlöður enn og illa sprottið að auki.
Ágúst. Fram til 17. ágúst var ríkjandi suðaustlæg átt. Á austanverðu Norður-
landi og á Norðausturlandi var þurrviðrasamt, oftast sólskin og afbragðs hey-
skapartíð. Vestar á Norðurlandinu voru svipuð hlýindi, en skúrasælt, og gekk
bændum þar illa að þurrka. Annars staðar var stöðug vætutíð og stundum
stórrigningar, einkum þó á Suðausturlandi og Austfjörðum. Urðu miklar vega-
skemmdir á Jjeim slóðum. Þann 18. ágúst var lægð suður af landinu á austur-
leið. Snerist vindur til norðurs og stytti nú loks upp á Suður- og Vesturlandi,
og nokkru síðar, er norðanáttina lægði, lagaðist veðrið einnig fyrir norðan og
austan. Þarna fengu bændur á svæðinu frá Suðvesturlandi til Vestfjarða og á
Austfjörðum 3—4 samfellda Jnirrkdaga, bændur norðan lands 1—2 daga, en
bændur í vestanverðri Skaftafellssýslu minna. Bjargaði þetta miklu á ójrurrka-
svæðinu.
Frá 23. til mánaðarloka var áttin yfirleitt á milli suðurs og vesturs og úr-
koma flesta eða alla daga á Vestur- og Norðurlandi. Á Austfjörðum og Suð-
austurlandi komu tvær smáþurrkflæsur með vestan átt.
I heild var ágúst hlýr, en vætusamur og sólarlíti 11, nema norðaustan til. Þar
var einstök gæðaveðrátta í allan máta.
September. Fyrstu vikuna var hlý suðlæg átt. Vestan til á landinu var ein-
hver úrkoma á hverjum degi, en Jnirrir dagar á milli austan lands. Komst liit-
inn fyrir norðan yfir 15 stig.
Þann 8. fór lægð með regnsvæði sínu austur yfir landið, en við tók norðan
átt með slyddu á Norðurlandi, en björtu veðri fyrir sunnan.
Dagana 10.—12. var stillt veður og skúrasælt, en Jjó mun sums staðar liafa
verið úrkomulaust á Héraði og Austfjörðum. 13.—19. var veðrið svipað og í
fyrstu vikunni, en fór síðan kólnandi allt til mánaðamóta. Skiptist nú á hæg
suðvestan átt með skúrum eða éljum og norðlæg átt með éljagangi norðan
lands. Náði norðan áttin Jró meir og meir yfirtökum. Þann 29. fór grunn lægð
austur með suðurströndinni og olli óvenjulegri snjókomu miðað við árstíma
VEÐRIÐ — 65