Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 25

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 25
HREINN HJARTARSON veðurfrœðingur: Loftmengun Hér verður lítillega gerð grein fyrir nokkrum þeim fyrirbærum, sem nefnd eru einu nafni loftmengun. Við skulum fyrst líta á hinar ýmsu tegundir loftmengunar og rnagn mengunar- efna í andrúmsloftinu, síðan verður nánar gerð grein fyrir áhrifum þeirra á líf og heilsu manna. Föst efni: Agnir sem cru 1 /i0 nnn að þvermáli hafa fallhraða í lofti er nemur nokkrum metrum á sek., og falla þær mjðg fljótlega til jarðar. Agnirnar hafa því áhrif innan takmarkaðs svæðis. Agnir af stærðargráðunni i/100 úr millimetra hafa fallhraða í lofti er nenmr aðeins nokkrum cm á sek. og geta því haldist svífandi í loftinu svo mánuðum skiptir ef ekki koma til önnur áhrif, s. s. úrkoma. Agnir þessar komast út í loftið ýmist af manna völdum eða vegna margs konar liáttúrufyrirbæra, nefna má sall úr særoki, moldrok, eldgos og geimryk. I>að magn af geimryki sem berst inn í gufuhvolfið og fellur til jarðar, cr um það bil 20.000 lestir á ári. Saltagnir úr sjónum eru einn helsti mengunarvaldurinn hvað varðar rnagn. í Noregi er reiknað með að ekki minna en 30.000 tonn falli á landið ár- lega, en Jrað er samt aðeins brotabrot af allri saltmengun af hafsins völdurn. Sem dæmi um rykframleiðslu af mannavöldum má nefna ryk frá sementsverk- smiðjum. í Þýskalandi voru árið 1964 frantleiddar um 30 milljónir lesta af sementi og er talið að rykið frá þessari framleiðslu liafi verið hvorki meira né minna en 160 þús. lestir. í Englandi var árið 1962 reiknað með að ryk og reykur frá ýmsum iðnaði væri um 2.2 milljónir lesta, og í Þýskalandi það ár var spúið út í and- rúmsloftið einungis frá raforkuverum (kola- og olíukynding) meir en einni milljón lesta. Með bættum hreinsibúnaði á síðustu árum hafa þessar tölur lækkað nokkuð hlutfallslega, en á móti kemur sívaxandi iðnaðarframleiðsla. Lofttegundir: Meiri hluti mengunar í andrúmsloftinu er loftkcnndur. Mikil- vægustu efni þar eru ýmis brennisteinssambönd, köfnunarefnissambönd ásamt kolsýrlingi (CO) og koltvísýringi (COa). Það magn brennisteins sem sleppur út í andrúntsloftið árlega er u. þ. b. 220 milljónir lesta. Þetta er unt það bil sjöfalt magn árlegrar iðnaðarframleiðslu af hreinum brennisteini. Aðeins /3 brenni- steinsmengunarinnar er af mannavöldum, liinn hlutinn er framleiðsla sjáfrar náttúrunnar. Um 100 milljónir tonna af þessu er brennistcinsvctni (H2S). Það myndast aðallega við rotnun lífrænna efna. H2S breytist að einhverju leyti í loftinu yfir í brennisteinstvísýring (S02) (vegna áhrifa frá t. d. óson), þannig að um það bil y4 hlutar alls brennisteinsins í andrúmsloftinu er í því formi. Enn- fremur er nokkur framleiðsla á S02 af mannavöldum, t. d. við brennslu á kolum og olíu sent innihalda nokkuð magn brennisteins, eða um 60 milljónir lesta. Um VEÐRIÐ — Ó1

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.