Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 33

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 33
Fyrsti snjórinn féll hér 20. nóv. og jrá gránaði aðeins. Sem dæmi um góðviðrið hér má nefna, að hér var verið að sá í flag og ganga frá um miðjan mánuð. Þorvaldsstaðir á Langanesströnd: Mild veðrátta, en \>. 27. gekk í snjókomu með norðaustanátt og nú í lokin sums staðar jnmgfært á vegiun. Frá Sámsstöðum: Framúrskarandi veðrátta. Rófur óskemmdar í görðum í mánaðarlok. Desember. Tíðarfarið var enn hagstætt, einkum þó á sunnan og vestanverðu landinu. Oft kyrrlátt og bjarl veður. Norðan átt var lang tíðust og Jrví kalt. Úrkoma var yfirleitt lítil nema sums staðar fyrir norðan. í Reykjavík hafði des- ember meira sólskin og minni úrkomu en undanfarna hálfa öld. Síðast í desem- ber var kominn dreifður ís á siglingaleið fyrir Horn og hrafl á fjörur. Úr veðurskeytabókum. Síðumúli: Mjög veðurgóður. Aðeins snjóföl á jörðu allan mánuðinn. Hjaltabakki: Snjólétt, góðir hagar, kaldur en góðviðrasamur. Mánárbakki: Fyrstu 10 dagana dálítið snjófjúk en síðan góðviðri, oft logn og lieiðskírt. Færð eins og á sumri. Teigarhorn: Sæmilega hagstæður, stillt veður og sama og snjólaust. Sámsstaðir: Hagstæð veðrátta. Enginn snjór. Nokkuð kaldur en oft bjartviðri. ÚRKOMA í MM REYKJAVÍK AKUREYRI HÖFN llillliíl. lli JiilIE ,i,r i i 111L JFMAMJJASOND J FMAMJ JASOND JFMAMJJASOND SÓLSKINSSTUNDIR Súlurilið sýnir úrkomumagn og sólskinsstundir hvers mánaðar árið 1976, en þrepalínan sýnir meðaltal áranna 1931—1960. Sólskin er ckki mcelt á Höfn, og eru mœlingar frá Hólum i Hornáfirði notaðar í staðinn. VEÐRIÐ — 69

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.