Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 31

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 31
April. Mánuðurinn var kaldur og vindasamur en ekki frostharður fram að pásk- um, en þá tók við hlý og hagstæð tíð. Á sumardaginn fyrsta, 22. apríl, komst hitinn á Akureyri upp í 20 stig og 19 stig í Vopnafirði. I lok mánaðarins voru tún að byrja að grænka víðast hvar, en syðst á landinu, t. d. á Sámsstöðum, voru Jtau orðin algræn. Þann 12. sökk „Álftanesið“ út af Grindavík og tveir menn fórust. Mai. Fyrstu Jtrjár vikurnar í maí voru kaldar og Jt. 4. var frost um allt land. Komst Jtað í 5 stig í Reykjavík og 8 á Akureyri. Norðaustan átt var ríkjandi og gróðri fór hægt fram sökum lágs hitastigs. Eftir 21. fór að hlýna. Austan til á landinu var mikið um þokuloft í maí en á suðvestanverðu landinu var sólskin með meira móti. Júni. Hagstæð sprettutíð var unt mest allt land í júní. Þess var getið í veður- skeytabókinni frá Hallormsstað, að í lok mánaðarins væri gróður lengra á veg kominn en á sama tíma allt frá 1900. Á Austfjörðum og við norðausturströndina tiifðu hins vegar Jtokuloft og kuldi fyrir sprettu. Tún voru víða um land orðin sláanleg í mánaðarlok. Norður í Eyjafirði hófst sláttur síðari hlutann í júní og sums staðar austur á Héraði fyrir mánaðamót. Júli. Fyrri hlutinn var hlýr en upp úr miðjum mánuði kólnaði nokkuð. Góð- viðrasamt var í mánuðinum og ágæt sprettutíð. Um meiri hluta landsins gekk mjög illa að þurrka hey. Þó var prýðisgóð heyskapartíð á Norðurlandi austan Húnavatnssýslu og eins á Norðausturlandi. í Eyjafirði og austur á Héraði höfðu sumir bændur alhirt í lok mánaðarins. Þann 9. júlí komst hitinn í Reykjavík í 24.3 stig en hafði ekki komist svo hátt áður á Jjessari öld. Agúst. Sunnan og vestan átt voru allsráðandi. Á Suður- og Vesturlandi var fádæma léleg heyskapartíð og víða Jneíöld meðalúrkoma. Mikið var cnn óslegið og úr sér sprottið í lokin og afarmikið flatt og orðið lélegt fóður. Hins vegar var afbragðsveður, sólríkt og Jrurrt austan til á Norðurlandi og á Austurlandi. Á Jreim slóðum var sumarið í lieild með J)ví besta í manna minnum. Þessi ágúst varð sá kaldasti í Reykjavík síðan 1921. Aðeins einn dag komst hitinn Jrar í 15 stig. Á Akureyri varð Jretta hlýjasti ágúst síðan 1939 og í 25 daga komst hitinn í 15 stig eða meir, mest í 28 slig. Á Seyðisfirði var meðalhitinn hæstur á landinu í ágúst, 12.9 slig, cn mestur hiti mældist þar 27 stig. September var mjög hagstæður lil allra haustverka. Hann var góðviðrasamur og liiti í meðallagi. Á norðanverðu landinu og á Austfjörðum var úrkoma víðast innan við þriðjungur af því sem vanalegt er, á Suðurlandi um það bil helmingur. Sólskin var víðast mikið. Á Akureyri t. d. 189 stundir, en ]>að er 48% meira en VEÐRIÐ — 67

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.