Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 27

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 27
u. þ. b. 0.05 ppm á suðurhvelinu og á þessi munur rætur sínar að rekja til þess að meiri hluti mannkyns býr á norðurhveli jarðar. Koltvísýringur telst til hinna eðlilegu Jrátta í andrúmsloftinu, svo fremi að magn hans sé innan vissra marka. En á síðustu 100 árurn liefur um verulega aukningu verið að ræða í magni COo (unr 10%) og er reiknað nteð áframhaldandi aukningu á næstu áratugum, frá 320 ppm nú og upp í 375 ppm árið 2000. Orsök þessarar aukningar er aukin notkun á kolefnisriku eldsneyti (kol og olía). ÁHRIF MENGUNAR 1. Föst efni — minni sólgeislun Frá fagurfræðilegu sjónarmiði er ryk og sót óæskilegt, það leggst sem grásvart lag yfir allt og smýgur inn um dyr og glugga. Maður sér áhrifin bezt að vetrar- lagi, þegar snjórinn verður grár eftir nokkra daga úrkomulaust veður. Hér á landi er sótmengun samt ekki mikið vandamál nriðað við víða erlendis, því að hérlendis er að verulegu leyti notað heitt vatn úr jörðu til upphitunar ásamt rafmagni frá vatnsvirkjunum, en moldrok, sandfok og særok er víða til ama. Burtséð lrá fagurfræðinni þá hefur ryk og reykur önnur áhrif sem skipta máli. Ryk og reykmengun í lofti veldur því að vatnsgufan í loftinu á auðveldar með að þéttast og mynda vatnsdropa. Það er sannað mál að þoka er miklu tíðari yfir stórborgum heldur en í héruðunum umhverfis. Auk þess sýgur rykið í sig og endurkastar sólgeislum. Þessi áhrif eru það mikil að reikna má með 20—40% minni inngeislun í stórborgum en á svæðunt í kring, og hvað viðvíkur hinni lieilsusamlegu útfjólubláu geislun (þessari sem maður verður sólbrúnn af) er munurinn meiri. 2. Mengun — minni uppsltera Það þarf að l'ara allt aftur til ársins 1871 lil þess að finna fyrstu vísindalegu ritgerðina um mengunartjón (reyktjón á skóglendi), en það er fyrst á síðustu ára- tugum að mengun hel'ur orðið alvarlegt vandamál. Mengunin hindrar eðlilega starfsemi jurta s. s. tillífun, öndun o. þ. li., auk þess sem beinir skaðar hljótast af (eyðilegging á vefjum, litbreytingar á gróðri o. 11). Hér á eftir fer yfirlit yfir skaðsemi nokkurra mengunarefna. Brennistein ssa mbönd Skaðar af völdum SO^> (brennisteinstvísýringur) eru nær undantekningarlaust eyðilegging á blaðvef, með þeim afleiðingum að það yfirborð sem nýtanlegt er við tillífunina minnkar. Blaðfrumurnar virðast hafa nokkra möguleika á því að halda eitrunaráhrifum SO^ í skefjum nteð því að breyta því í SO4. Varanlegt tjón hlýst af ef magn SO^ fer yfir 0.05 ppm langtímum saman (klst.), sambærilegt gerist ef SO2 magnið nær 0.25—0.30 ppm þó svo að þessi styrkur lialdist ekki VEÐRIÐ — 63

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.