Vikan - 19.01.1961, Page 4
Stéttaskiptingin meðal unga fólksins er staðreynd 02 fer vaxandi.
Skólafólk hefur lítil kynni af hinum, sem fara að vinna eða í iðn-
nám og það stafar af því að sameiginleg áhugamál skortir, segir
menntaskólastúlkan í viðtalinu.
Kvenfólkið er harðara af sér í stéttaskiptingunni. Stúlkurnar 1
MenntasKoianum h<vfa engin kynni af hinuin, sem farnar eru að
afgreiða í búðum eða vinna í verksmiðjum.
Unga fólkið sækir skemmtistaði eftir aidri og stéttum. Þessi mynd
er úr Sjálfstæðishúsinu og þar er að finna yngstu árgangana, sem
sækja skemmtanir, en það eru yfirleitt vel upp alin óörn frá góð-
um heimilum, eins og heildarsvipurinn ber vitni um.
STETTAS
eykst stöðugt me
VIÐTAL VIÐ UNGA STÚLKU
— Þú ert í Menntaskólanum.
— Já, hvað með það?
— Ekkert. Mig langaði bara til
þess að spyrja þig nokkurra spurn-
inga um lífið og unga fólkið. Þú þekk-
ir mikið af ungu fólki og veizt um
lifnaðarhætti þess, er ekki svo?
— Ég þekki sand af fólki og líka,
hvernig það lifir. ef ég skil spurn-
inguna rétt.
— Ég meina kannski öllu fremur
afstöðu unga fólksins til samborgar-
anna, ungra og gamalla.
— Hún hefur breytzt mikið á síð-
ustu árum.
— Hvernig?
— Það hefur komizt á stéttaskipt-
ing meðal unga fólksins, að minnsta
kosti hér i Reykjavík. Kannski er
það minna úti á landi.
— Verður þú mikið vör við þessa
stéttaskiptingu?
— Það er ekki hægt annað en
verða var við hana. Hún er raunveru-
lega komin á, en hún er svo laus i
reipunum, að það veldur árekstrum
og leiðindum eins og til dæmis, þegar
strákar og stelpur fara að vera sam-
an, sem eru sitt úr hvoru umhverfi
og ekki með sömu menntun.
— Hefur þú nokkra tilgátu um það,
af hverju þessi skipting muni stafa,
sem þú segir, að sé orðin staðreynd?
— 1 nútíma þjóðfélagi, ásamt með
fólksfjölgun, hlýtur hún að komast
á og það er margt sem stuðlar að
því. Kannski eiga skólarnir einhvern
þátt i þróuninni.
— Hvað hafa Þeir gert til Þess?
—■ Það var nú gáfnapróf, þegar ég
var í gagnfræðaskóla, en það er víst
búið að afnema það. Hins vegar er
nemendunum skipt I flokka eftir getu
eins og sjálfsagt er og það myndar
skiptingu. 1 betri bekkjunum er mik-
ill meirihluti nemenda frá góðum
heimilum og foreldrar þeirra eru
sæmilega menntað fólk.
— Líta þá betri bekkirnir niður á
hina lakari?
— Já, það held ég, hvort sem þeir
sýna það eða ekki. Þeim finnst krakk-
arnir í lélegri bekkjunum vera lægri
stétt.
— Hvað verður af fólkinu úr þess-
um lakari bekkjum?
— Það heltist úr lestinni og fer
að vinna og margir fara í einhverjar
iðngreinar og þá i iðnskóia.
— En hinir halda áfram skóla-
göngunni — eða hvað?
— Þeir fara i landspróf og reyna
kannski tvisvar, ef þeir eru óheppn-
ir. Margir eru latir við lærdóm um
þettá leyti, þótt þeir séu ágætlega
gefnir. Nokkuð stór hluti af þessu
fólki fer svo í menntaskóla eða verzl-
unarskóla og sumir hætta við frekari
skólagöngu eftir landsprófið.
— Nú vilt þú meina, að þarna sé
komin á skipting. Heldurðu að þess-
ir unglingar umgangist mikið, þeir
sem komnir eru í framhaldsskólana
og hinir, sem farnir eru að vinna eða
eru í iðnnámi?
— Nei, þeir umgangast litið. Það
er þá frekar, að stelpurnar héðan
úr Menntaskólanum þekki stráka, sem
eru i einhverju iðnnámi, en stelp-
urnar í Menntaskólanum, sem ég
þekki nú bezt, umgangast alls ekki
stelpur, sem farnar eru að vinna. Það
er lengst bil milli þeirra.
— Kvenfólkið er þá öllu harðara
Stéttaskiptingin byrjar að einhverju leyti í skólunum. Þar heltast sumir
úr lestinni og hverfa til atvinnulífsins. Stúlkur úr iðnstétt hafa lítið sam-
band við menntafólk; það er þá helzt kunningsskapur við pilta sem bygg-
ist á tímabundnu ástarsambandi.