Vikan - 19.01.1961, Side 6
APPAKSTRINUM á Mont-Lip-
aux brautinni var hætt fyrir
þremur eða fjórum árum. Tals-
maSur frönsku lögreglunnar segir frá
ástæðunni með þessum hógværu orð-
um: „Brautin bauð ekki upp á nægi-
legt öryggi fyrir keppendur."
í mínum augum eru bilar ekki ann-
að en þægileg farartæki, og fyrir
sumarið 1952 hafði ég varla heyrt um
atburðina í Mont Lipaux. Og þótt
undarlegt sé, var það vegna Trevors
St. Austell, að ég kynntist þessu.
Hann hringdi til mín eitt kvöld seint
í maí frá York. „Kannski manstu
alls ekki lengur eftir mér,“ sagði
hann. „Það er svo langt siðan, að við
höfum heyrt hvor frá öðrum. Árið
1943 vorum við saman i nokkra mán-
uði í herbúðum i Catterick.“ Auðvitað
kannaðist ég strax við hann. Þessi
hikandi og smásmugulega rödd kom
mér til að sjá hann alveg ljóslifandi
fyrir mér, — þykk gleraugun. hárið,
sem hafði gránað, þó að hann væri
enn ungur, ennið, sem ávallt virtist
áhýggjufullt, jafnvel þegar viðkvæm-
ar varif hans brostu.
Ú VÍ».N
Þegar ég hafði fullvlssað hann um,
að ég þekkti hann og að hann trufl-
aði mig á engan hátt, kom hann að
efninu. Hann sagðist hafa í hyggju
að fara eftir hálfan mánuð til Suður-
Frakklands. Hvort hann mætti bjóða
mér með i þessa ferð? „Ég held,“
sagði hann, „að við getum komið við
i Chartres eða á einhverjum öðrum
stað, þar sem þú hefðir gaman af að
lita á einhverjar byggingar. Þá hefð-
irðu að minnsta kosti eitthvað upp
úr ferðinni Mér finnst, að það hljóti
að vera skemmtilegra fyrir svona tvo
piparkarla að ferðast saman, — þvi
að þú ert vonandi enn þá pipar-
sveinn?" Ég sagði honum, að hann
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því,
auðvitað væri ég ógiftur.
N liklegra hefur þú margt
skemmtilegra að taka Þér fyrir
hendur?" Það hafði ég alls ekki.
Ég er arkitekt, en i minni sérgrein
i þessu starfi var um þessar mundir
ekki mikið að gera. Ég mundi líka
eftir þvi, að Trevor hafði oft verið
skemnitilegur. H>1 aetil ég ekki *0
fara meö honum? Það varð úr, að
ég tók boði hans með þökkum.
„Hvernig förum við annars?"
spurði ég, — „meö lest, — er það
ekki?“
„Ég hafði hugsað mér, að við fær-
um i bílnum minum, ef þér væri
sama," sagði hann.
„Já, já, það er ágætt."
En ég var undrandi á þvi, að hann
skyldi eiga bíl. 1 Catterick urðum við
að aka alls konar bílum, Trevor hafði
leiðzt það ákaflega. Hann var prófess-
or og kenndi sögu við einhvern smá-
háskóla, — og ég hafði það alltdf á
tilfinningunni, að hann liti á gufu-
vélina sem spor aftur á bak. „Það er
ómögulegt að sjá nokkurn skapaðan
hlut, þegar maður þýtur svona
fram hjá,“ sagði hann oft fyrirlitlega.
Klaufasl^pur hans við aksturinn
hafði næatum gert ökukennarann viti
sínu fjær.
Einu sinni sagði hann vlð m!g:
„Það, sem ég hlakka mest til, þegar
stríðinu lýkur, er að þurfa aldrei
íramur t»0 »llga uyy 1 l>eua bölvoðd
bíla." En nú virtist hann hafa tekið
nútiðina 1 sátt.
Ég sá fyrir mér bilinn, sem við
færum i: gamall langferöabill, ein-
staklega sterkur og hæggengur og
varadekkið kirfilega fest utan á hiið-
ina. Þetta var myndin, sem ég hafði
hugsað mér, þegar Trevor hringdi
dyrabjöllunni stundvislega á húsinu
minu i London. Sjálfur leit hann alveg
eins út í borgarabúningi og ég hafði
gert mér í hugarlund, — en það var
langt frá því, að billinn hans gerði
það.
ETTA var mjög lágur tveggja
sæta bill af aiveg ótrúlegri
lengd og minnti mig helzt á
mjóhund i hindrunarhlaupi. Sæli öku-
manns og farþega voru mjög þröng,
aðeins dálitil dæid eins og i eintrján-
ingi. Allur hinn hluti bilsins var vélar-
rúmið.
„Er þetta þinn bíll ?“ spurði ég.
„Förum við 1 þessum?"
„Hann ,er ekki eins óþægilegur og
hann sýnist vera," sagOi hann i ní-
sókunurróm.