Vikan - 19.01.1961, Síða 8
Hann hikaði og hugsaði sig um. en
sagði svo: „Eg spurði hana að Því,
Þegar ég var örstutta stund einn með
henni. Hún sagði aðeins: „Sé maður
giítur, hlýtur maður að vera Það." —
Auðvitað var Þetta nærgöngul spurn-
ing, Því að ég gat sjálfur séð, að hún
var gráti nær. Hudson hafði verið
andstyggilegur við hana allt kvöldið."
Ég gat vel gert mér veizluna i
hugarlund. — Svo sagði ég allt í einu
bálreiður:
„Því giftist hún honum? Hún hefði
getað fengið hvern okkar sem var.“
„Þetta hefur atvikazt svona," sagði
hann kuldalega. „Þeir beztu lenda
á Þeim verstu, bliðlyndustu konurnar
taka kaldlyndustu mennina."
Andlit hans var rólegt og sviplaust,
eins og Það hafði verið alla leiðina
frá London. En ég sá, að hendur hans
krepptust um stýrið, og I fyrsta skipti
hafði hann ekki fullt vald yfir
bílnum.
Ég sagði dauflega: „Við þvi er ekk-
ert hægt að gera." 2
„Kannski, að Þú hafir rétt fyrir
þér."
E'ftir minni ósk gistum við um
nóttina í Poitiers. Það kom í ljós, að
Trevor vav ágætur og örlátur gest-
gjafi Hann hafði góða þekkingu á
öllum réttum og drykkjarföngum, og
næsta morgun sagði hann mér meira
um St. Radegondekirkjuna en ég
vissi sjálfur.
Samt sem áður var mér ekki rótt.
Milli samræðna okkar voru langar
Þagnir, og þá var eins og hann væri
með hugann í órafjarlægð. Hann var
mjög taugaóstyrkur, ræskti sig í sí-
fellu og fitlaði við flibbann, og því
dró ég Þá ályktun að hann væri að
flýja eitthvað.
„Þér virðist það kannski undarlegt,
en mig langar til að halda ferðinni
áfram í kvöld. Það er dálítið, sem
ég er bundinn við. f rauninni hef ég
nægan tíma, en alltaf getur eitthvað
komið fyrir. Þessi staður gerir mig
órólegan. Þú getur verið hér eftir
Þar til á mánudag."
Ég varð að taka skjóta ákvörðun.
Ég gat með engu móti sagt honum,
að mér leiddist í Poitiers. Hins vegar
gat ég ekki látið manninn aka einan
áfram svona á sig kominn. Loks gat
ég sannfært hann um, að ég hefði
komið með í Þessa ferð til þess að
njóta félagsskapar hans.
Við fórum aftur í gistihúsið og
gengum frá farangri okkar. Á meðan
var hann alltaf öðru hverju að reyna
að draga úr mér um að koma með, —
og stuttu eftir kvöldmat vorum við
komnir af stað.
Hálísofandi spurði ég hann einu
sinni: „Trevor, ertu nokkuð veikur?"
Hann svaraði því ekki.
Það birti, um leið og við ókum nið-
ur í djúpan dal með háum fjöllum
allt í kring. Upp úr þykkni furu-
trjánna risu þverhníptir hamrar. Við
stönzuðum við gistihús, þar sem
Trevor virtist kunnugur.
Yfir morgunverðinum sögðum við
varla orð. Ég var enn syfjaður, og
Trevor var i þimgum þönkum. En
þegar við stóðum upp frá borðinu,
sagði hann með þeirri festu, sem að-
eins kemur eftir erfiða ákvörðun:
„Jæja, ég skil þig eftir hér. Ég
vona, að ég geti sótt þig á morgun.
Er þér ekki sama? Það er ekki mikið
um að vera hér, en það er hægt að
fara i skemmtilegar gönguferðir, og
hér er framreiddur ágætur matur.“
Ég hafði nú hugsað mér að spyrja
ekki fleiri spurninga, en fannst ég
verða að segja: „Ég er að velta því
fyrir mér, Trevor, hvort eitthvað sé
að þér.“
„Þvi heldur þú það?" svaraði
hann mjög kuldalega.
„Jæja, ég veit ekki, hvert þú ætlar,
en ég hef hugboð um, að þú sért
þreyttur og þarfnist kannski ein-
hverrar hjálpar."
Við stóðum við bílinn, og hann
starði stöðugt á vélarrúmið. eins og
þar væri að finna einhver skilaboð,
sem hann einn gæti skilið.
„Ég hefði átt að segja þér það, en
mér fannst það svo kjánalegt. Ég er
að fara til Mont Lipaux, sem er tutt-
ugu kílómetra héðan."
„Mont Lípaux?" — Ég mundi óljóst
eftir blaðafyrirsögnunum um árekstra
og slys í Mont Lípaux.
„Já,“ sagði hann óstyrkur og leit
á mig. „Það fer fram kappakstur
þar. Það er um 30 kílómetra braut."
„Og ætlar þú að fara og horfa á
hann ?“
„Nei, ég er skráður þátttakandi i
honum."
„Hamingjan hjálpi mér.“
„Ég veit þetta allt. Ég er þrjátiu
og sjö ára gamall, og ég hef ekki
ekið neitt að ráði nema þetta siðasta
ár. Ég er eins taugaóstyrkur og þér
sýnist. Mig langar til að sanna, að
ég get gert þetta eins vel og hver
annar.“
„En hvers vegna? Hverjum ætlarðu
að sanna það?“
„Sjálfum mér, býst ég við.“
Einhvern veginn fann ég það á mér,
að þetta gat ekki verið satt.
„Og þú vilt síður, að ég horfi á?“
spurði ég.
„Já, ég vildi frekar fara þangað
einn. Taktu mér það ekki illa upp.“
Það var ekki nema skemmtilegt að
eyða einurn eða tveimur dögum í
þessu umhverfi, og ég hafði líka i
hyggju að fara að ósk Trevors. En
um kvöldið komu þrir Englendingar,
tveir bræður og sonur annars þeirra,
og virtust það vera rólegir. menn.
Þegar þeir buðu mér að borð;nu til
sín, varð ég þess áskynja, að þeir
höfðu mikinn áhuga á kappakstri.
Þeir ætluðu næsta morgun til Mont
Lipaux — eða réttara sagt að vissum
stað við brautina, sem hét Tour d‘
Annibal, en þaðan var hægt að sjá
yfir hættulegustu beygjurnar. Þeir
spurðu, hvort ég hefði löngun til að
koma með. Þeir áttu meira aö segja
auka-aðgöngumiða, sem mundi að
öðrum kosti verða ónýtur.
I rauninni langaði mig ekkert til
að fara þangað. Ég hef ógeð á sýn-
ingum, þar sem leikið er með lif og
dauða. En þó að ég tæki boðinu,
mundi það ekki skaða Trevor neitt,
og ég hugsaði með mér, að kannski
gæti ég orðið til hjálpar, þegar þessu
heimskulega fyrirtæki lyki og ég
fyndi hann þreyttan og sigraðan,
jafnvel með taugaáfall. Ég tók boð-
inu.
Næsta morgun komum við stuttu
fyrir klukkan tiu á staðinn. Kappakst-
urinn átti að byrja klukkan ellefu.
Við sáum yfir tíu kílómetra af
brautinni. Fyrst sáum við bílana í
dæld á tindinum á Mont Lipaux. Það-
an urðu þeir að aka 950 metra niður
á við og það á vegi, sem leit út eins
og stigi, sem hefur skyndilega orðið
vitlaus, — hinar þverbeygöu skörpu
Framhald á bls. 33.
Q vikaN