Vikan - 19.01.1961, Qupperneq 13
r þplla __
svinmol
næslu liu
í einhverjum næstu blöðum Vikunn-
ar mun birtast grein um útlend og inn-
lend húsgögn, og mun sú grein taka yfir
5 blaðsíður. Þar verða myndir af þeim
húsgögnum, sem Vikan getur helzt mælt
með og á boðstólum eru í húsgagnaverzl-
unum i Reykjavík og viðar um land.
Þessi þáttur er eins konar forsmekkur
að þeirri grein, og hér tökum við sérstak-
lega fyrir þá breytingu, sem kemur fram
á húsgögnum í ýmsum löndum Evrópu.
Margir húsgagnaarkitektar eru þeirrar
skoðunar, að stíll, svipaður og sést á hús-
gögnunum á meðfylgjandi myndum, verði
ráðandi á næstu árum og kannski næsta
áratuginn. Eins og sjá má, er hér um að
ræða endurvakinn fúnkisstíl, en húsgögn-
in eru léttari, formin fágaðri og efnið
margbreytilegra en var i fúnkishúsgögn-
unum, hinum fyrstu, sem voru á markaðn-
um milli 1930 og 1940. Fyrir þvi verður
gerð nánari grein í húsgagnaþættinum.
sem áður er frá sagt og bráðlega mun birt-
ast. Hér látum við myndirnar tala, og sýn-
ishornin eru sitt frá hverju landi. Segja
má, að allar þær þjóðir, sem fremst standa
i húsgagnaiðnaði, hafi sýnt tilhneigingu
til þess að breyta útliti húsgagnanna i
þessa átt.
4 / i
Fransmenn eru smám saman að losna undan áhrifamætti Lúðvíkanna sinna og
barokkostílsins. Svarið við útflúrinu er hin algera andstæða: stólar svo kantaðir,
að þeir gætu verið úr steinsteypu. Hér virðist setan vera of löng, og líklegt er
einnig, að stuðning vanti við bakið. En það er stíll í þessum húsgögnum, því
verður ekki neitað.
Þjóðverjinn Grophius var upphafsmaður fiinkishús-
gagna, og áhrif hans hafa lifað i Þýzkalandi, þótt hann
yrði að flýja þaðan. Hér eru ný, þýzk húsgögn í anda
Grophiusar, en formið er ólíkt fágaðra en var á hús-
gögnunum hans fyrir 30 árum. Þessum húsgögnum er
yfirleitt ekki raðað á ská, því það brýtur þær línur,
sem eru aðalsmerki þeirra.
ftalir hafa ásamt með Þjóðverjum
verið frumkvöðlar þess að endur-
reisa fúnkisstílinn. Þessi húsgögn
eru ítölsk, smíðuð samkvæmt boð- C>
orðum hinnar hreinu flatarskipt- '
ingar. í fótunum er smíðajárn.