Vikan - 19.01.1961, Síða 18
Ertu myrkfælinn ?
- Megum við eiga
við þig viðtal? Þú
þarft ekert að
vera smeyk, þetta
er alveg saklaust.
— Jú, jú. Þið
megið það.
— Þá vildum
við fyrst vita hvað
þú heitir.
— Ingibjörg
Gísladóttir.
— Ertu myrkfælin og hefurðu trú á draug-
um?
— Hvorugt.
— Og hefurðu aldrei verið myrkfælin?
— Nei, aldrei.
— Og var engin myrkfælni og draugatrú þar
sem þú ólst upp?
— Ekki varð maður var við það.
— Ja, þetta þykja okkur fréttir. Við héldum,
að myrkfælni hefði verið landlæg hér áður fyrr.
— Ég þekki ekki til þess.
— En hvers vegna heldurðu að þú sért ekki
myrkfælin? Er það kannski þannig að þú gerir
þér grein fyrir að ekkert er að óttast?
— Það er engin ástæða til þess að vera myrk-
fælin. Yfirleitt hugsar maður það vel, er alltaf
með bjartar hugsanir í kringum sig, en ekki
þær slæmu.
Á lögreglustöð-
inni reynum við
að hafa uppi á
Lárusi Salómons-
syni, en hann
reynist ekki vera
við. Okkur er vís-
að á Snæfelling,
sem mun vera
eitthvað kunnug-
ur draugum. Ilann
heitir Guðbrandur Þorkelsson og hefur ekkert
númer, því hann er nokkurs konar aðstoðar-
varðstjóri.
— Já, svona stundum.
—• Og vegna hvers?
— Ég veit það ekki, maður er nú hræddur
við myrkrið og finnst eitthvað dularfullt við
það.
— Þú ert ekki hræddur við drauga?
—• Nei, ég held ekki.
— Hefurðu séð draug?
—• Nei, maður getur þótzt hafa séð draug,
þegar enginn draugurinn var og svo getur mað-
ur kannski líka séð draug og ekki vitað að það
væri draugur.
— Ja, hefurðu trú á draugum?
— Já, svona í og með. Það er til ýmislegt
bæði gott og illt. Maður hefur lesið þjóðsög-
urnar og trúað því yfirleitt.
— Þú ert vestan af Snæfellsnesi, þar hefur
nú gerzt ýmislegt, eins og konan sem sezt inn
i bíl til manns á leiðinni til Ólafsvíkur.
— Það er nú margt til og sjálfsagt ekki öllu
logið.
— Nei, ætli það.
— Það getur allt verið eðlilegt, þó við getum
ekki skýrt það.
— Svo fáum við liklegast að taka eina mynd
af þér i kveðjuskyni?
— Já, gjörið svo vel.
Nú er svo kom-
ið að okkur er
farið að langa í
kaffi og setjumst
því inn á Brauð-
barinn i Aðal-
stræti. Þar' hitt-
um viS Þóri
nokkurn Lárusson
og leggjum þessa
sömu spurningu fyrir hann. Þórir er 24 ára og
segist hvorki vera myrkfælinn, né hafa nokkra
trú á draugum.
— En livernig cr það Þórir, varstu ekki
myrkfælinn sem barn?
— Jú, ég var það. Eg held nú að öll bðrn
séu það meira cða minna.
— Og við livað varstu svo sem hræddur?
— Það hef ég ekki hugmynd um.
— Heldurðu ekki þú mundir verða liraeddur,
ef þú værir á gangi um nótt og allt 1 einu kæmi
eitthvað við þig?
— Manni getur nú brugðið.
— Mundirðu fara í panik?
— Panik?
—• Já, hlaupa í snatri.
— Nei.
— Þú mundir kannski snúa þér viS og
verjast?
— Jú, ætli það ekki.
— En, ef þetta væri nú Glámur, hvað þá?
— Heilsa upp á dónann.
Meðan rið er-
um að tala við
Þóri, kemur
strákur að borð-
inu og vill selja
okkur Vikuna. Við
grípum tækifærið
og spyrjum hann
að heiti og hvort
hann sé myrkfæl-
inn. Hann segist
heita Ólafur Rúnar Árnason og er ekki myrk-
fælinn nema stundum.
— Við hvað ertu þá liræddur?
— Drauga.
— Þú segir ekki, og veiztu um einhverja
drauga?
—• Nei.
— Engir draugar heima hjá þér og engir
draugar þar sem þú hefur verið í sveit?
— Nei.
— Hvað gerirðu, þegar þú verður hræddur?
— Ég fer þá að hlaupa eða syngja, þá gleymi
ég þvf.
etm
Z: ES
Ljósmyndarinn
á erindi i Rikis-
prentsmiðjuna
Gutenberg og þeg-
ar búið var að
sinna því tókum
við Grím Engil-
berts verkstjóra á
tal.
— Ertu myrk-
fælinn Grimur?
— Nei.
— Nú. Hefurðu aldrei verið myrkfælinn eða
haft trú á draugum? Framh. á bls. 31.
Grímur Engilbertsson
Ölafur R. Árnason
m
Duke Ellington hefur hlotnast það sem
fáum er veitt. Hann hefur stjórnað
hljómsveit í Carnegie Hall. Ellington
varð hljómsveitarstjóri 1923 og hefur æ
síðan verið með eigin hljómsveit. Á
árunum 1930 til 40 jókst frami hans og
hljómsveitarinnar mikið. En núna telst
Ellington til íhaldskalla í jazzinum, svo
nú er af sem áður var, þegar Ellington
var aðalgaldrakarl jazzins. Það hefur
farið þannig fyrir mörgum af þessum
gömlu jazzistum að þeir hafa lagzt f
kör eða tekið upp á því að gerast dans-
lagaspilarar.
Hann er nú ekki beisinn þessi. Eitthvað hef-
ur hann svolgrað í sig undir áramót. Eftir þvi
sem fróðum mönnum telst til, munu menn
hafa það af að drekka þriðjung af ársskammti
sínum seinustu tíu daga ársins. Varla þykir
það í frásögur færandi, þó einhver sé vel
•slompaður frá Þorláksmessu og fram úr. En
gamlárskvöld á nú heiðurinn eða skömmina
eftir því hvernig litið er á.
Ekki er öllum þó lagið að halda sér gang-
andi svona lengi eins og vinur vor á myndinni.
Hann segist hafa verið að drekka sig út úr
skuldum og er það vissulega nýstárleg afborg-
unaraðferð og komast færri í en vilja.
Heimilisfang
Slmi ..........
brennivínssköttum og er ekki að furða þó illa
gangi, því miðað við aðrar þjóðir er neyzlan
lítil. Bandaríkjamenn drekka um 4 litra á
mann yfir árið, en Islendingar 1.5 lítra, svo ekki
er að sökum að spyrja.
NEW ORLEANS. Fólk er
emkennilegt, sagði Louis
Armstrong á blaðamanna-
fundi um daginn. E'f því er
sagt, að í alheimnum séu
um níuhundruðþúsundmill-
jónirtrilljónir stjarna — þá
trúir það því umyrðalaust.
En sjái það miða, á bekk
í skemmtigarði, með áletr-
ur.inni — Nýmálað — þarf
það umsvifalaust að sann-
prófa það.
„Mein Kampf“. — Sannleikurinn um
hakakrossinn.
Um tveggja ára skeið sat sænski kvikmynda-
frömuðurinn Erwin Leiser frá morgni til kvölds
við sýningartæki í Austur-Berlin og lét kvik-
myndaræmur liða í gegnum það. 140.000 metrar
runnu gegnum tækið meðan Leiser skrifaði hjá
sér hvaða atriði hann gæti notað. Þetta var
allt að því ofurmannleg vinna sem tók á taug-
arnar og skemmdi sjónina. Tilgangurinn var
að útvega efni í mikla sannsögulega kvikmynd
um nazisman.
Kvöld nokkurs, þegar hann var að niður-
lotum kominn eftir 12 stunda þrotlausa vinnu
var barið að dyrum á sýningarkompunni. Inn
komu tveir menn með þungan rykugan kassa,
sem hafði fundist í kjallaranum. Á lokið var
málað hvítum stöfum: „Geheim“ leynilegt.
1 kassanum var stafli af kvikmyndum og kom
í ljós að þetta hafði verið einkasafn Dr.
Göbbels.
Næstu klukkustundirnar voru þær hræði-
legustu sem Leiser lifði. Kvikmyndin var
martröð, djöfulleg dagbók hryllilegra atburða
í fangabúðunum og Chetto (borgarhverfi, þar
sem Gyðingar voru einangraðir) Varsjár.
Þessi atriði, sem Göbbels fyrirskipaði kvik-
myndatökumönnum sinum að taka, eru hræði-
legasti kafli myndarinnar „Mein Kampf —
Sannleikurinn um hakakrossinn." Auk þessa
Hér kemur ungfrú Yndisfríð, yndislegri
en nokkru sinni áður og léttklædd að vanda.
Hún er alltaf að týna einhverju, blessunin
og þá finnst henni auðveldast að snúa sér
til ykkar, lesendur góðir, enda hafið þið
alltaf brugðist vel við. Nú hefur hún týnt
hringnum sínum, en samt fullyrðir hún, að
það sé einhvers staðar í blaöinu. Ef þið viljið
hjálpa henni, þá fyllið út seðilinn hér að
neðan og sendið til Vikunnar. pósthólf 149.
Ungfrú Yndisfríð dregur úr réttum lausn-
um og veitir verðlaun: Stóran konfektkassa
að þessu sinni.
Hringurinn er á bls......
Nafn
átakanlega hápunkts, eru í myndinni m.
a. óþekktar myndir úr lifi Hitlers, þegar
hann var umrenningur í Austurríki og
hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni.
Kvikmyndin varð heimsviðburður og
er þegar búið að selja hana til 34 landa.
E'kki er vitað hvort mynd þessi kemur
hingað, en vonandi sjá bíóeigendur sér
fært að taka hana til sýningar.
Ungfrú Yndisfríð
Höskuldur Ölafsson
NÝR* BANKI
, |
Hér á landi eru starfandi sex bankar: Búnaðarbankinn, Út-
vegsbankinn, Iðnaðarbankinn og Landsbankinn, en sá siðast-
nefndi skiptist í tvennt, Seðlabankann, æðstu peningastofnun
landsins, og Viðskiptabankann. Enn fremur er Framkvæmda-
bankinn.
Þrír þessara banka kenna sig við einhvern atvinnuveginn,
sá fjórði við land. Auk þessara banka eru starfræktir i Reykja-
vik og viðar ýmsir sparisjóðir. í Reykjavík eru Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis, Samvinnusparisjóðurinn og Verzl-
unarsparisjóðurinn auk sparisjóðsins Pundsins.
Af þessum sparisjóðum þótti Verzlunarsparisjóðurinn for-
vitnilegastur fyrir ýmissa hluta sakir. Þyngst á metunum varð
það, að til stendur að gera hann að banka og er þú einn
atvinnuvegurinn enn búinn að fá sinn banka. Við beiddumst
viðtals hjá Höskuldi ólafssyni sparisjóðsstjóra og var það
fúslega veitt.
— Hvenær og hvers vegna var Verzlunarsparisjóðurinn
stofnaður?
— Það var 1956, hinn 4. febrúar (stofn. og opn. 28. septem-
ber 1956) og stofnfélagar höfðu þa þegar Verzlunarbanka í
huga, en Sparisjóðurinn er stofnaður með þarfir verzlunarinn-
ar í huga.
— Hvað stóðu margir að Sparisjóðnum í upphafi?
— 310 menn voru stofnendur og stofnfé var hálf milljón.
Og finnst yður Sparisjóðurinn hafi staðið sig vel í sínu ætlun-
arhlutverki?
— Hann hefur leitazt við að gera sitt bezta. Sparisjóðurinn
hefur eingöngu velt eigið fé og rekið þannig ábyrga banka-
pólitík. Og vaxandi starfsemi sparisjóðsins frá ári til árs sýnir,
að fullur grundvöllur er fyrir Verzlunarbanka.
— Hvernig miðar þá stofnun bankans?
— í vor sem leið voru samþykkt lög á Alþingi, sem heimila
stofnun bankans, og skömmu síðar var ákveðið af ábyrgðar-
mönnum Sparisjóðsins að leggja hann niður og stofna Verzl-
unarbanka, sem tekur við öllum skuldum, eignum og ábyrgðum
Sparisjóðsins. Lögin ákveða að hlutafé bankans megi ekki
vera minna en 10 milljónir og á Verzlunarráð íslands og Félag
íslenzkra stórkaupmanna að safna innan sinna vébanda 5 millj.,
og Iíaupmannasamtök jafnmiklu á sama hátt. Ábyrgðarmenn
Sparisjóðsins hafa forgangsrétt til að skrifa fyrir hlutum félags-
ins, fyrstu sex mánuðina eftir samþykktina.
— Er ekki ákveðinn einhver frestur til að safna tilskyldu
hlutafé og ef svo er, hvað er hann langur og hvernig fer ef
því skilyrði er ekki fullnægt?
— Það er þannig, að innan niu mánaða frá gildistöku laganna,
skal boðað ti lstofnfundar bankans og hafi þá ekki safnazt
tilskilið hlutafé sem ég tilgreindi úðan, þá verður það sem á
vantar, boðið út hér innan lands.
— Og hvernig gengur hlutafjársöfnunin?
— Mjög vel. Frestur áb.m. til þess að skrifa sig fyrir hlut-
um rann út 14. des. Þá höfðu safnazt meðal þeirra hlutafjár-
loforð að upphæð 9,3 millj. kr.
— Þannig að búast má við þvi að bankinn verður formlega
stofnaður innan skamms.
— Gera má ráð fyrir því, að hann verði stofnaður i febrúar-
byrjun og geti tekið til starfa seinni partinn í marz.
Framhald á bls. 29.
1 B VIKAN
VIJÍAN 19