Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.01.1961, Qupperneq 22

Vikan - 19.01.1961, Qupperneq 22
Barbara Crosby hefur nýlega misst móöur sína og eftir fyrirmæl- urn hennar er hun nú á leiö til Hlégaröa viO Álsvík. Þegar þangaö kemur finnst henni eins og hún hafi veriö þarna áöur. Þar kemst hún einnig aö raun um, aö frú Georgína Temperly, sem móöir hennar haföi tálaö um í bréfinu er látin, en Denisa Temperly frœnka hennar hefur tekiö viö eigum hennar. Einnig er þarna Robert Soames, lögfrœöingur, sem hefur uggvænleg áhrif á Barböru þrátt fyrir dónskap og frekju. Þau Denísa og Robert komast aö því aö Barbara er hinn rétti erfingi og Róbert tekur til sinna ráöa til aö hjálpa Denísu og falsar sannanirnar, þannig aö Barbara heldur aö hún sé ofsótt. Hún veröur um kyrrt aö Hlégöröum, og vinnur á skrif- stofu Júlíans, jafnframt veröur hún ástfangin af honum, en þaö er Denísa líka. Einn daginn þýtur byssukúla framlijá henni í skóginum. Júlían hugg- ar hana meö því aö þaö hafi veriö veiöiþjófar, en þaö kemur í Ijós aö þetta var árás. Þau Denísa og Róbert trúlofa sig og þó viröist Denísa ekki allskostar ánœgö. Frú Padgett segir Barböru frá eirJhverjum gráklæddum manni, sem þarna sveimi uní og Barbara kemst aö raun um aö Júlían end- urgeldur ást hennar. Róbert vinnur jafnt og þétt að því aö skjóta Barböru skelk í bringu. og geng- ur síöast svo langt aö hann gerir á henni morö- tilraun. Samkvæmt ósk Denísu lætur hann Júlían í friöi, en gegn því aö hann fái aö minnsta kosti helmings arfsins, þó aö hann veröi aö sjá af henni, enda eru peningarnir hans aöalkeppikefli. Nú sem stendur gera þau aöra morötilraun á Barböru ... — Þetta skaltu ekki reyna aftur, mælti hann rólega. — Þa8 gæti haft örlagaríkar afleiðingar. — Ég er ekki hrædd við þig! — Það er einmitt svo hrífandi við þig. Stúlkur eins og Barbára eru hræddar við skuggann sinn. Þótt ekki komi til nema fáein fölsuð bréf, verður þeim á að hlaupa í fangið á hverjum, sem er. Verst, að það skyldi endilega vera fangið á Júlían. — Ég get tekið hann frá henni, hvenær sem er. — Nei. Þú færð hann ekki — án minnar hjálpar! Hún leit tortryggnislega ti Ihans. — Og hvað hyggst þú að setja upp fyrir það? — Peninga, svaraði hann stuttlega. Þeir eru önnur ástæðan til þess, að ég óskaði að giftast þér, — aukaorsökin vitanlega. Ef þú borgar mér vel fyrir ómakið. skal ég berjast fyrir þínum mál- stað eins og málaliðsmaður, en ekki sem ástríðu- fullur elskhugi. — Leigður — til að myrða? — Ef kaupið er viðunandi. Við skulum segja fjörutíu þúsundir. Hún saup hveljur. — Já, en það er helmingur þess, sem frænka min lét eftir sig! — Helmingur til þín, helmingur til mín. Morð eru aldrei ódýr. Og þú verður löglegur erfingi, ef ég ryð hinum úr vegi. Það getur meira að segja orðið í kvöld. Þau nálguðust húsið í myrkrinu. — Hver er kominn til að segja, að ég láti þig fá peningana? — Ég treysti þér í peningasökum, þótt ekki sé í öðru. Ég mundi líka drepa hann, ef þú gengir á bak orða þinna. Við skiljum hvort annað, Denisa. Við erum lik að lundarfari, ef þér skyldi einhvern tíma snúast hugur og þrá annan mann. — Freistaðu mín ekki, svaraði hún kaldhæðin. Gott, Róbert, það er þá fastákveðið. En láttu það eiga sig að segja mér, hvernig þú ætlar að halda þinn hluta samningsins. Ég hirði ekki að vita, hvað um hana verður. — Þú munt komast að því, fyrr en þig farir, — kannski í nótt. — Nú, en þú sagðir, að hún lægi sofandi I rúmi sínu. — Það er lika rétt. Frú Padgett var svo ráð- snjöll að gefa henni mjög sterkt svefnmeðal til að deyfa geðshræringu hennar frá kvöldinu, og — mér hefur komið ráð í hug. Þegar mér heppnast ekki eitthvað í fyrsta skipti, er ég vanur aö reyna aftur. — Þú snertir ekki Júlían? — Hann hefur þú með húð og nári. Hún kreppti hnefana til að halda aftur af æs- ingunni í huga sér. Þau sáu ljósið í litlu skrifstofunni, en Róbert vildi ekki gefa sér tíma til að gæta að, hvernig á því stæði, — ályktaði að þau hlytu að hafa gleymt að slökkva, er skrifstofunni var lokað. Þegar Denísa var farin upp í herbergi sitt, gekk Róbert fram í eldhús. Þar sat frú Padgett háifsofandi fyrir framan eldstóna. — Er allt i lagi? — Já, herra. Gamla konan hafði hrokkið upp. Ég lét það út í mjólkína hennar, og hún vaknar áreiðanlega ekki fyrr en á morgun. — Þá hafið þér leyst yðar verk af hendi, frú Padgett, mælti hann brosandi, og þér fáið pen- ingana, undir eins og öruggt er með ungfrú Denísu. — Þakka yður fyrir, herra. Hann Padgett kann ekki við þetta, en ég skal sjá um hann. Hlýjan i rödd hennar hvarf fyrir beizkju. Viö höfum nú unnið hjá Temperleysættinni í þrjátíu ár, þar af tuttugu hjá henni, og hvað lét hún okkur eftir, þegar hún dó? Ekki grænan túskilding, ekki þakk- aryrði þrátt fyrir loforð sitt. Ef ungfrú Denisa hefði ekki komið svo vel fram við okkur, hefði okkur verið varpað á dyr ... — Af dóttur hennar. Það hefði verið himin- hrópandi ranglæti, eftir allt, sem þér hafið unnið hér, frú Padgett. En það skal verða bætt úr því. Farið nú bara að hátta, og látið ekkert ónáða yður. Sefur herra Padgett vel? — Já, síðan hann fór að drekka viski. — Sjáið um, að hann fái nóg af Því. Róbert blandaði sér i glas og slökkti síðan öll ljós. Því næst gekk hann hægt upp stigann og nam staðar fyrir utan dyrnar að herbergi Barböru. Hann opnaði þær örlítið, tók lykilinn úr hurð- inni innanverðri og aflæsti henni að utan. Hann glotti og kveikti á ganginum. Það hafði verið kveikt á tveimur lömpum með þessum rofa, en leiðslan að öðrum þeirra var illa trosnuð. Lá hún inn undir gólfið á herbergi stúlkunnar. Um skemmdina í leiöslunni hafði hann vafið hefil- spónum og benzínvættum tuskum, og hann trúði ekki öðru en hún mundi gneista, svo að kviknaöi fljótlega. Þetta var öryggisráðstöfun, ef námu- göngin brygðust. Júlian hafði beðið nálægt hættumerkinu í full- ar tvær stundir, en enginn hafði látið sjá sig, og engin bifreið hafði ekið fram hjá. Vegurinn var mann laus. Nú ók hann aftur heim til Hlégarða, þreyttur, kaldur og kvíðinn mjög. Var einhver hætta yfirvofandi, ellegar var þetta eitthvað, sem Barbara hafði talið sér trú um, af eðlilegum ástæðum, eftir að tveir óskiljanlegir atburðir höfðu gerzt? Þegar hann beygði inn á heimreiðina, kom hann auga á ljósið í skrifstofunni. Hann mundi fyrir víst, að búið va rað slökkva þar, þegar hann iagðl af stað, og hlaut þvi einhver að vera þar nú. Sneri hann því þangað, læddist heim að hús- inu — og furðaði það mjög að finna lykilinn í skránni. Það vissu engir aðrir en hann og Bar- bara, hvar aukalykillinn var falinn. Hann gekk inn og kom þegar auga á hana. Hún lá í hnipri í stóra leðurfóðraða stólnum og steinsvaf! — Barbara! Hann gekk til hennar og hristi hana. Hvað í ósköpunum ertu að gera hérna? Vaknaðu! Hann hristi hana að nýju, en hún vaknaði ekki. Loks opnaði hún augun og leit syfjulega á hann. — Ó, Júlían, ert það þú? Það brá fyrir brosi á vörum hennar, svo féll hún aftur í svefn. Hann lyfti henni áhyggjufull- ur upp og bar hana út fyrir. Þar komst hún tii sjálfrar sín í hreina ioftinu. Þá fann hann, að henni brá. — Ó, nú man ég það, Júlían. Mér fannst sem einhver ný og hræði- leg hætta vofði yfir. — Þetta hefur verið martröð, «lskan min. Þú hlýtur að hafa sofnað, og ég skal sjá um, að Þú komist sem fyrst í rúmið aftur. Hann kyssti hana blíðlega, og hún þrýsti sér að honum hálfkjökrandi. Síðan lögðu Þau af stað yfir flötina á milli húsanna. Allt í einu greip hún fast í handlegg hans. — Það er ljós — í svefnherberginu mínu! Hann leit heim að húsinu. Þar sást gulrautt ljós í einum glugganum. — Þú hlýtur að hafa skilið ljósið eftir logandi ... — Nei, það gerði ég ekki. Ég man vel, að ég slökkti það óg lokaði dyrunum. —- Heldurðu, að þú munir það nú fyrir víst, elskan min? ... — Já, það man égi <Það var dimmt í herberg- inu, þegar ég fór, en Sú er komið ljós þar, — og það hreyfist. Sjáðu, Júlian, — það hlýtur að vera einhver með kyndil. Ljósið í glugganum hvarf snöggvast, en bloss- aði svo aftur upp, eins og í bál sæi. — Það er eidur! hrópaði hann. Það er kviknað í herberg- inu! Hann greip hönd hennar, og þau hlupu upp að húsinu. Þegar þau komu inn, var engin bruna- lykt, en þau fundu hana, þegar upp í stigann kom. Herbergishurðin var læst, og lykiPinn stóð i skránni að utanverðu. Júlían leit spyrjandi til hennar. — Nei, ég læsti henni ekki, sagði hún og greip andann á lofti. Hvaða ástæða var til þess? Er hann opnaði dyrnar, sáust logarnir leika fyrir innan. Júlíus flýtti sér aö loka og þaut fram ganginn eftir slökkvitækinu. — Það er heppni, að Róbert skyldi heimta, að þetta væri keypt. Þegar hann opnaði hurðina að nýju, sá Bar- bara, að eldurinn hafði læst sig í rúmið og að borðin í gólfinu brunnu. Að örfáum augnablik- um liðnum hafði slökkvifroðan unnið bug á eld- inum. — Sæktu Róbert! Ég hygg, að við getum ráðið við þetta. Hún reikaði út með andköfum og rakst á Denísu, sem kom út úr herbergi sínu í þunnum, bláum náttkjól. — Mér finnst vera brunalykt! — Það er í herberginu mínu ... — Hvernig vildi það til.? Sú ljóshærða var ótta- slegin á svip. — Ég veit það ekki. Ég verð að sækja Róbert. — Róbert? Hvers vegna? — Til að hjálpa Júlían ... 22 VIKAbí

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.