Vikan


Vikan - 19.01.1961, Síða 27

Vikan - 19.01.1961, Síða 27
Hreinsunarvörur Framhald aí bls. 16. mikillar varkárni með iituð prjóna- föt. Fituhreinsiinarefni hreinsar alla fitu og olíubletti og mtá nota á hvað sein er, jafnvel veggfóður. Kuk-blettavatn lireinsar hlek-, blýants- og kúlupennastrik, ávaxta-, rauðvíns-, sinneps- og súkkulaði- hletti. Efni þetta er sem sagt mjög gott á sterka bletti. Ávaxtablettavatn hreinsar ávaxta- bletti af öllum tegundum og inni- lieldur engin bleikiefni. Skemmir enga liti nema basíska. Sviða-blettavatn hreinsar alla sviðabletti og á að geyma á köld- um stað. Silfurhúðari er auðvitað ekki beint blettavatn, en fylgir þó með í seriunni, þvi að hann hylur bletti. Notkun hans er mjög einföld og ef hann er notaður reglulega kemur bann í veg fyrir skemmdir á silfri. Ofnhreinsunarefni hreinsar ofna mjög auðveldlega, og losar þvi margar húsmæður við það erfiða og leiðinlega verk. Og svo, fyrst við á annað borð erum að tala um bletti, má ekki ganga fram hjá undraefninu K2r, blettaefni seni hreinsar bókstaflega allt með ótrúlegum árangri. K2r fæst bæði í túbum, sem áburður og sem „spray“. í báðum tilfellum er efnið látið þorna og burstað af eftir nokkurn tíma. í sambandi við öll þessi bletta- efni viljum við ráðleggja ykkur að lesa leiðavísana vel og nota þau ekki fyrr en þið eru fullvissar um að- ferðirnar, annars getur farið illa. (Með öllum þessum efnum fylgja leiðarvísar á islenzku). Þá ætlum við næst að minnast á tvo fægilegi, xannan fyrir silfur og hinn fyrir kopar. Hvid Lyst silfur- löginn er bæði hægt að nota á silfur og silfurplett, mjög einfalt og fljót- virkt i meðförum og rykar ekki frá sér, þannig að hvorki hendur né tuskur verða svartar. Þegar þið fægið með Hvid Lyst, þurfið þið ekki að nota krafta og Hvid Lyst skilur engar rispur eftir sig. Sama máli gegnir í alla staði um Röd I.yst, sem fægir kopar og mess- ing. Ef koparhlutur er mjög illa far- inn getur borgað sig að nota Hvid Lyst fyrst. Hvort glas fyrir sig kost- ar kr. 23,20. í þessari ferð rákumst við einn- ig á mjög skemmtiiega nýjung, en það er stívelsi, sem notað er sem „spray“. Mjög einfalt í meðförum og alveg tiivalið fyrir nælonskjört meðal annars. Ekkert vatn, engin gufa og engin bið eftir að flíkin — Reyndu þó að inu bátinn, maBnr. þorni. Stærri glösin kosta kr. 48,10. Ekki má gleyma að kynna fyrir ykkur t'eppahreinsara, ekki þetta hávaðasama fyrirtæki sem rúllað cr fram og aftur eftir gólfdreglum, heldur undursamlegan vökva sem hreinsar teppi og húsgagnaáklæði eins og ekki neitt, Glamourene Shampoo, og glasið kostar kr. 59,30. Engin nútimahúsmóðir getur verið án Glamorene Shampoo. Að endingu viljum við segja ykkur frá uppþvottadufti, það er að segja fljótandi, sem kallast Softly. Betra efni er ekki hægt að hugsa sér til að þvo undirföt úr, fyrir utan það að vera blandað ilmefnum, hvittar það hvit undirföt og er stórprýði i baðherberginu, vegna skemmti- legrar pakkningar. Nú ættu öll heimili að geta skinið eins og gljáfægðir túskildingar og það að tiltölulega fyrirhafnarlausu. Brauð með pressu- geri Framhald af bls. 16. KÚMENKRINGLUR (8 stk.). 250 gr hveiti, 70 gr smjörlíki, 2 msk. kúmen, 1 tesk. salt, 1 tesk. sykur, 35 gr pressuger. Búið til á sama hátt og ápur nefnd deig, hnoðað, skipt í 8 hluta, rúllað í lengju og mótað í kringlu. Látið lyfta sér við yl. Penslað með eggi eða mjólk. Kúmeni stráð yfir. Bakað við um 225° í 8—10 mín. Smjör og ostur borið með ef vill. Deig með pressugeri eða perlugeri er ágætt að búa til daginn áður eða kvöldið áður en þau eru bökuð. Þá er vætt í með köldum vökva og deig- ið látið lyfta sér yfir nóttina AÖ öðru leyti búið til á sama hátt og deig með volgri lyftingu. Bölsýn ung skáld Framhald af bls. 14. Menn virtust helzt vakna þá er Dagur Sigurðarson hafði upp löluna, enda brá þar fyrir húmor innan um og saman við. Það virtist annars helzti fátiður eiginleiki hjá þcim hinum. Þau fluttu óð dauðanum og vonleysinu, þunglyndinu og böisýn- inni. Skal engan undra að menn gerist syfjaðir undir slíkum lestri. Það var auðsætt, að þessi ungu skáld áttu það til að komast prýði- lega að orði, en margir spurðu að lestrinum loknum: Af hverju þuiffa þeir að vera svona leiðinlegir? Það er ckki þar með sagt, að æskilegra væri, að þessir ungu menn spreyttu sig á gamanvisnakveðskap i staðinn, enda mundi þá liklega takast enn báglegar. Það er eins og þeir yrki aðeins þá er þeir eru i vondu skapi eða þá, að ekki þreyti aðrir skáld- skap af yngri kynslóðinni en böl- sýnir leiðindadrjólar. ★ W- Hér er heimsins sterkasta úr. Samt er það svo fallegt, að hver og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss hefir tekizt að framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg, sem myndu gersamlega eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþótt (reynd undir 20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögðu afar nákvæmt og reglulegt.sem sæmir CERTINA. & CE RTINA-DS Selt og viðgert i rúmlega 75 löndum CERTINA Kurth Fréres, S.A. Grenchen, Sviss VUCAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.