Vikan - 19.01.1961, Qupperneq 34
hafðl engan annan e« sjálfan síg á
að treysta í hamingjuleitinni.
Rósi mætti góðu atlæti á Hernum,
og eftir að hann hafði jafnað sig
þar einn sólarhring, tók tilveran að
fá á sig ögn viðkunnanlegri blæ,
kyrrð færðist á innyflin, og jörðin
varð stöðugri undir fæti.
Rósi tók smátt og smátt að endur-
heimta bjartsýnisvon sína, hvað
kvennamálin snerti. Undir rökkur
næsta dag hafði hann rakað sig og
þvegið og greitt, klæðzt nýju skyrt-
unni og sléttað mestu hrukkurnar
á buxunum sínum með þvi að liggja
á þeim yfir nóttina.
Síðan kastaði hann sér út í liring-
iðu umferðarinnar á götum borgar-
innar og tók að virða fyrir sér hið
framandi stórborgarlíf.
Það var margt, sem bar fyrir augu
Rósa, en ekkert var þó, sem vakti
athygli hans og áhuga eins og allt
það kvenfólk, sem bar fyrir hann
á götunum.
Aldrei hefði Rósi getað ímyndað
sér, að önnur eins ósköp væru til
af stúlkum. Þær streymdu þarna
fram og aftur um göturnar, stundum
ein og ein, stundum tvær, þrjár eða
fjórar kræktar saman á olnbogun-
um, cg stundum margar saman i
hóp — eins og fjárbreiður.
Þarna voru stúlkur á öllum aldri,
hávaxnar og lágvaxnar, grannar eða
gildvaxnar, herfur og glæsikvendi
og allt þar á milli.
Þarna voru stúlkur með stutt-
klippt hár, stert tða topp, og öðr-
um féll siður haddar um herðar.
Augu þeirra ljómuðu og sindruðu
í margbreytilegri litadýrð, og frá
— Þetta er bezta verk mitt hingað
til, — ég hef unnið að því undan-
farin þrjú ár.
þeim barst loklcandi ilmor eg angan,
sem steig Rósa til höfuðsins.
Rósi komst eklci hjá þvi að öfunda
þá lukkupamfíla, sem gengu með
eina eða fleiri af gyðjum þessum
upp á arminn, því að enn bar að
þeim ógæfubrunni, að þrátt fyrir
þessa ógnarlegu mergð virtist eng-
in vera sérstaklega honum ætluð.
Það tók af öll tvímæli, hvað snerti
þær, sem þannig gengu með herra
sér við hlið. Aðrar báru þess ein-
hver merki að eiga sér liauk i horni,
og ýmsar virtust líka ekkert frcist-
andi, svona við fyrstu sýn.
En þarna voru einnig margar
eigulegar hnákur, sem fóru einar
sér, og það var ekkert ólíklegt, að
þær væru að svipast um eftir þeim,
er korna skyldi. Og hví skyldi það
ekki geta verið, í einhverju falli,
að Rósi i Dal væri einmitt sá, er
koma skyldi? Að minnsta kosti virt-
ist það hlægileg fjarstæða að láta
sig vanta kvenmann hér I þessari
borg, þar sem ekki varð þverfótað
fyrir kvenfólki.
Rósi hafði vitanlega komizt i það
að vanta eitt og ánnað. Hann hafði
til dæmis stundum orðið fyrir þvi
að verða tóbakslaus, en það var þá
vegna þess, að hvergi var tóbaks-
ögn að fá. En að nokkur þyrfti að
liða skort í allsnægtunum, var of-
vaxið skilningi Rósa, og hann ætl-
aði hreint ekki að sætta sig við slíkt.
Nú skyldi til skarar skríða og ekki
látið staðar numið, fyrr en sú rétta
væri fundin.
LDREI skyldi það viðgang-
ast, að þetta þjáningarríka
ferðalag og allur þessi til-
kostnaður hefði ekki við-
unandi úrlausn í för með sér. Hann
skyldi, hann skyldi. Galdurinn var
aðeins sá að hitta á þá réttu.
Rósi hélt áfram að berast með
straumnum, eins og verkast vildi.
Allt í einu beindist athygli hans
að stúlku, sem stóð ein síns liðs við
búðarglugga. Þetta var ung stúlka,
snotur og fönguleg, i hárauðri kápu
og með samlitan kolluhatt á hnakk-
anum.
Rósi staðnæmdist og virti hana
rækilega fyrir sér.
Þessi stúlka var sannarlega álit-
leg og átti áreiðanlega ekki sinn
líka heima í Dalssveit. Kannski var
hún einmitt sú, sem honum var
ætluð? Hví skyldi það ekki geta átt
sér stað?
Áður en hann vissi af, hafði hann
gengið að glugganum og staðnæmzt
við lilið hennar. Hann horfði á,
livernig gljóbjart liár hennar liðað-
ist niður undan hattkollunni og
flæddi um mjallhvitt hörundið á
hálsi hennar og vöngum.
Allt í einu leit hún upp og horfði
á Rósa, stórum, himinbláum aug-
um, og honum fannst sem hjarta
sitt bráðnaði við.
En þetta stóð ekki lengur en and-
artak. Stúlkan sneri frá glugganum
og hélt sína leið án þess að skeyta
nokkuð um Rósa.
Ósjálfrátt varð lionum að halda i
humáttina á eftir henni.
Hún hélt áfram, götu úr götu og
staðnæmdist við og við hjá búðar-
gluggum, og Rósi fylgdi henni eftir,
i hæfilcgri fjarlægð, án þess liún
veitti því eftirtekt.
Hann virti fyrir sér göngulag
liennar og baksvip og fannst hún æ
þekkari eftir þvf sem lengur leið.
Hann hætti að virða annað kven-
fólk viðlits og skeytti engu öðru en
þvi að missa ekki sjónar af þessari
nýfundnu venusstjörnu.
Eftir þvi sem leiðin lengdist, sem
hann fylgdi henni eftir, fann hann
betur og betur, að þetta var ein-
mitt hans stúlka, og hann varðaði
ekki framar um nokkra aðra.
Hann veitti þvi eftirtekt, að fót-
leggir hennar voru óvenjulega
bústnir og fyrirferðarmiklir, svo að
hann hafði ekki áður séð aðra slika.
Svona kálfar mundu sannarlega
vekja athygli heima í Dalssveit.
— Hún stendur ekki aldeilis á
horleggjunum kærastan hans Rósa,
— þessi, sem hann kom með að
sunnan, mundi fólk segja.
Hann dáðist að, hversu þéttvax-
in hún var um lendarnar og livernig
hún vingsaði léttilega til hægra
handleggnum og hve snoturlega
henni fór lítið, rautt veski, sem hún
bar í ól yfir öxlina.
Ekki dugði þessi skratti; hann
varð að láta til skarar skriða og
hafa tal af stúlkunni. Hann herti
gönguna, unz hann komst á hlið við
hana.
— Góðan daginn, mælti hann
hásri röddu, en datt samstundis i
hug, að réttara hefði verið að segja
gott kvöld, þar sem svo áliðið var
dags, en lét þó sitja við orðinn lilut.
Stúlkan leit upp og virti Rósa
fyrir sér i fljótu bragði, og honum
heyrðist ekki betur en eitthvað
mumpaði i henni, en ekki var hægt
að segja, að hún tæki kveðjunni
liflega. En það kom alveg heim við
það, sem ferðafélagar hans höfðu
sagt honurn, að það væri alveg und-
antekning, ef stúlka sýndi ekki
málamyndatregðu við fyrstu at-
rennu.
— Gott er blessað veðrið, hélt
hann áfram og hafði ekki tekið eftir
því, að skollinn var á útsunnan-
strekkingur með slydduéljum.
Ekki gat Rósi heyrt, að stúlkan
tæki neitt undir þetta, heldur sneri
á braut, hélt sitt strik og fremur
greikkaði sporið.
Þetta var ekki uppörvandi. En
Rósi ætlaði ekki að láta brjóta úr
sér bakfiskinn að óreyndu og herti
gönguna að sama skapi.
Þau voru nú komin úr aðalum-
ferðinni og í fáfarnari götur. Rósi
þóttist vita, að stúlkan hlyti brátt
að vera komin á leiðarenda, og því
ekki seinna vænna að aðhafast eitt-
hvað verulegt. Hann snaraðist al-
veg upp að hlið stúllcunnar og sagði
kurteislega:
— Það er sosum velkomið, að ég
haldi á töskunni fyrir þig.
Um leið gerði hann sig liklegan
til að grípa i ólina, sem lá yfir öxl
hennar.
i i I : i i j ;
ENNILEGA misskildi stúlkan
hinn fróma tilgang Rósa, þvi
að hún vatt sér snögglega til
hliðar, en Rósi hafði náð taki
á ólinni, og var ekki á þvl að sleppa,
svo að ólin slitnaði og liann liélt
veskinu eftir.
Stúlkunni var nú auðsjáanlega
ekki farið að litast á blikuna og
tók á rás án þess að hirða um veskið.
Rósi hikaði augnáblik, en siðan
tók hann einnig til fótanna á eftir
henni, og af gömlum fjármanns-
vana leitaðist hann við að komast
fyrir stúlkuna, sem var ótrúlega
spretthörð á sínum digru fótleggj-
um.
Sennilega hefði Rósi fljótlega gef-
izt upp og látið stúlkuna sigla sinn
sjó, ef ekki hefði verið veskið, sem
nú var i hans hðndum. Sfzt hafði
honum verið í hug að ræna hana
því.
Hann tók nú að hrópa eftir stúlk-
unni: — Hæ, hérna er taskan þtn,
ætlarðu ekki að taka við töskunni?
Þcgar stúlkan skeytti þessu ekki
og linnti ekki á spretti, skauzt Rósi
fram fyrir hana, tók hana i fangið
og hélt henni fastri.
Stúlkan brauzt um á hæl og
hnakka, barði frá sér og var hin
fólskasta, en Rósi reyndi að forðast
meiðingar, en lét hana ekki smjúga
sér úr greipum. Skárri voru það nú
umbrotin. Nú, — en eftir þvf sem
ferðafélagar hans höfðu sagl hon-
um, var þetta ekki meira en búast
mátti við.
— Ekkert nema vera kaldur og
ákveðinn, höfðu þeir sagt, — það
eina, sem gildir, er að vera nógu
ákveðinn.
Fari það í helviti, hann skyldi
svo sannarlega vera nógu ákveðinn.
Það var vaí'alaust nokkuð vinnandi
til hennar þessarar. Hún hlaut að
fara að dasast og taka sönsum,
manneskjan, svo að hún yrði við-
mælandi. Hann fann lokka hennar
strjúkast við vanga sinn, og heitur
andardráttur hennar lék um andlit
lians. Ilöfugur ilmur barst að vitum
hans, blómaangan, áfeng og Ijúf.
Kápan hafði svipzt frá henni i átök-
unum, og hann fann ylinn frá
líkama hennar leggja til sín gegn-
um þunnan klæðnaðinn. Átök henn-
ar og viðnám tók að koma blóði
hans á hreyfingu, og hann fann
vakna hjá sér ofsalega ástríðu.
Þau héldu áfram að stimpast
stundarkorn enn, og Rósi gerði sér
enga grein fyrir því, hvort sú stund
var stutt eða löng, hann gleymdi
sér gjörsamlega í þessum leik og
naut hans i algleymi.
Allt í einu gneistaði allt fyrir
augum hans, — það varð rautt,
dimmt og síðan ekkert ineir.
Það, sem Rósi skynjaði næst, var,
að hann var á fljúgandi ferð í ein-
hverju farartæki og á hvora hlið
hans sátu svartklæddir stríðsmenn
og liéldu um handleggi hans, heljar-
tökum, eins og þeir ætluðu að nísta
hold frá beini.
Eftir skamma stund stöðvaðist
farartækið við skuggalegt steinhús,
og striðsmennirnir sviptu Rósa út
og hröktu hann inn í þröngt and-
dyri og síðan inn í enn þrengri
gang, opnuðu þar litla hurð og skutu
honum inn fyrir dyrastaf og skelltu
síðan í lás.
Það tók Rósa nokkra stund að
átta sig á, hvar hann væri niður
kominn. En þegar honum tók að
birta fyrir augum, svo að liann sá
þröngan klefann með gluggaboru
upp undir þaki og ekki aðra innan-
stokksmuni en rúmflet upp við vegg-
inn, áttaði hann sig nokkurn veginn
á þvi, hvernig komið var.
Þetta umhverfi þelckti liann úr
skáldsögum, sem hann hafði lesið.
Hann lét fallast niður á fletið og
engdist þar sundur og saman i
heiftarlegum gráti. Ef til vill grét
hann vegna þess, að hann hafði
verið rangindum beittnr, eða þá
vegna þess, að honum hafði mis-
tekizt að finna þá réttu. Það var
honum fyllilega ofvaxið að grafast
fyrir rætur þessa harmleiks, að-
eins óskaði hann þess i hjarta sfnu,
að hann hefði aldrei látið sér til
hugar koma að fara að heiman frá
Dal I Dalssveit, þar sem allir voru
honum góðir. ★