Vikan


Vikan - 06.04.1961, Síða 8

Vikan - 06.04.1961, Síða 8
Fagurkerinn og lífskúnstnerinn Eggert Stefánsson heilsar gömlum vini. Gestir h|á Gimnlaugi Það hefur nú verið svo mikið fjör í sýningarlífinu í vetur og Menntamálaráð hefur ekki viljað láta sinn hlut eftir liggja og efnt til yfirlitssýninga á verkum tveggja ágætra málara. Við birtum á sínum tíma myndir af gestum við opnun sýningar Svavars Guðnasonar og síðar brugðum við okkur að nýju í salarkynni Listasafns ríkisins, þegar opnuð var sýning á verk- um hins ágæta málara, Gunnlaugs Blöndals. Hann er kominn í röð hinna eldri listamanna og kunnur vel með þjóðinni. Þess vegna er ekki hægt að búast við því, að neitt komi verulega á óvart á svona sýningu, nema maðurinn taki upp á því að skipta snögglega um stfl og viðfangsefni á gamals aldri og það hefur Gunnlaugur ekki gert. Hann heldur sig einkum við heitu litina og konur eru hans eftirlætis viðfangsefni. Samt er bæði fróðlegt og skemmtilegt að sjá yfirlit yfir verk Gunnlaugs og Mennta- málaráð á þakkir skildar fyrir framtakið. Þar sem allmargar myndir hafa birzt í öðrum blöðum af verkum Gunnlaugs, látum við þau vera að sinni, en birtum nokkrar svipmyndir af gestum sýningarinnar, þegar opnað var. Hjalti Pálsson, fram- kvæmdastjóri Véladeildar S.Í.S., hvílir lúin bein. <3 Myndarleg merk- ishjón: Örlygur Sigurðsson, list- málari og kona hans, Unnur Eiríksdóttir. Fjorir stórir: Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, Gunn- laugur Blöndal, listmálari, Helgi Sæmundsson, formaður Menntamálaráðs og forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. < Fulltrúar öreigaValdsins innan um „fína fólkið“. Hér er rit- stjóri Þjóðviljans, Magnús Kjartansson ásamt konu sinnL 5 vikan;

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.