Vikan


Vikan - 06.04.1961, Page 11

Vikan - 06.04.1961, Page 11
Á þessum síðum sjáið þið Sigurrós Arthúrsdóttur frá Siglu- firði. Það er okkur til mikillar ánægju að hafa fengið einn ágæt- an fulltrúa fyrir Siglufjörð og um leið Norðurland, og vonandi eiga fleiri eftir að bætast í hóp- inn þaðan. Sigurrós er átján ára gömul og á heima á Túngötu 10 á Siglu- firði. Hún er fædd þar og upp- alin, dóttir hjónanna Stefaníu Guðmundsdóttur úr Skagafirði og Arthúrs Sumarliðasonar, verk- stjóra á Siglufirði. Þar á Siglufirði hefur Sigur- rós unnið öll hugsanleg störf, sem fyrir koma, en mest að verzl- unarstörfum. Hún tók gagn- fræðapróf frá Gagnfræðaskólan- um á Siglufirði, og þar að auki nam hún við Húsmæðraskóla Iteykjavíkur og útskrifaðist þaðan. Sigurrós kvaðst ekki hafa iðkað íþróttir að ráði, en sagðist hafa garnan af sundi og skíða- íþróttinni, eins og Siglfirðingum er í blóð borið. Hún er bláeyg og ljóshærð, 52 kg að þyngd og 168 cm á hæð. Onnur mál í cm: brjóst 91, mitti 55, mjaðmir 92, háls 30, ökkli 21 cm.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.