Vikan


Vikan - 06.04.1961, Page 12

Vikan - 06.04.1961, Page 12
Svar til sjómannskonunnar. Við þökkum bréfið með kvæðinU um ó- veðrið. Það hlýtur að vera leiðinlegt fyrir óveðrið að fá svona kvæði um sig, en ég er hræddur um, að það mundi brosa út í annað og espa sig að nýju, ef það tæki eftir því, að stuðla og höfuðstafi vantar í kvæð- ið. Þegar ort er í hefðbundnum þjóðskálda- stíl er betur ókveðið en kveðið, séu þeir ekki með. Satt að segja finnst mér kvæðið þannig, að ég held þér sé enginn greiði gerð- ur með því að birta það. Hvað verður um handritin? Kæri Póstur. Upp á síðkastið hefur mikið verið um það rætt og ritað, að blessuð handritin okkar, þau, sem ekki brunnu i brunanum mikla í Kaupmannahöfn, séu nú loks væntanleg heim á Frón aftur í sumar. Þa er nú svo sem gott og blessað, og væntanlega liður þjóðinni betur að hafa þessi skinn hérlendis en vita þau í dönskum óvinahöndum, þótt enginn geti lesið þau nema með ógurlegri fyrirhöfn og alls konar lampagræjum. En nú er það bara spurnnigin:Er ekki niauðsyndegt fyrir okkur til þess að koma handritunum fyrir hér heima að setja þau einhvers staðar í kassa upp á háaloft? Höfum við nokkurt frambærilegt húsnæði fyrir grey- skinnin? Og ef svo er ekki, erum við þá nokkru betur sett með handritin hér heima en þarnia úti i kóngsins Kaupmannahöfn, þar þar sem þeir hafa þó efnað sér kofa yfir þau? Jónas. Aldrei skal ég trúa því, að íslendingar finni ekki húshróf til að varðveita handritin sín í, og illa er þá frœndrækni þeirra aftur farið, ef þeir láta jafngóða vini vera á hrakhólum. Og mér sýnist, að ríkissjóður hafi oft lagt mikið af mörkum fgrir minna en dýrgripina þá, handritin okkar fornu. Eins og þú væntanlega veizt, Jónas minn, arfleiddi Arni Magnússon Kaupmannahafn- arhciskóla að handritunum, en þess ber að gœta, að þegar hann dó, var Kaupmanna- hafncrháskóli háskóli íslendinga, og hefði þurft sérstakan bjartsýnismann og fullhuga iil þess að láta sér detta í hug, að tslend- ingar sjátfir efnuðu sér í Iláskóla. Það cr þvi ekki fjarri lagi að hugsa sér, að hand- ritin fengju verðugan samuslað i þeim Há- skóla, sem Arni Magnússon ætlaðist til, IlASKÓLA ÍSLANDS. ' Og meira af svo góðu. •— Svo kemur hér bréf, sem Pósturinn lætur ósvarað, en mælist til, að lesendur Vikunnar svari: Kæra Vika. Mér þykir aldeilis óðagot á dönskum að vilja nú allt í einu senda handritin heim til föðurhúsanna. Ætli það liggi ekki sama danska eðlið bak við og alltaf hefur legið í sam- skiptum við okkur íslendinga. Ég ias nefni- lega í hlaði nýlega, að þegar aldan byrjaði liér heima um að fá handritin lieim,, hafi Danir rokið til og húið miklu betur um þau og látið mannskap í að skoða þau og vinna við þau. Ætla þeim hafi ekki þótt það heldur dýrt, blessuðum, og hugsi sér nú að lofa okkur að glíma við að „finansera“ þau sjálfum? Ég Ég hef nefnilega aldrei þekkt þann Dana, sem ekki hugsaði um peninginn ef hann gerði öðrum góðverk, og er ég þó búinn að vera i siglingum i 15 ár og hef oft komið í Dan- mörku og verið þar. Ég segi bara fyrir mig að ekki vildi ég sjá þessar skóbætur heim. Við skulum lofa Dönum að bera undirball- ansinn af þeim. Sjómaður. Fegurðarsamkeppni í Yikunni. Kæra Vika. Ég las nýlega i Vikunni', að sá háttur yrði á hafður við fegurðarsamkeppnina á þessu ári, að þú ættir að bira myndir af disunum og annað sliktog siðan ætttu lesendur að dæma um fegurð þeirra af dauðum myndum einum saman. Þetta getur svo sem verið gott og blessað, en þó finnst mér ærið stór böggull fylgja skammrifinu. Fegurð er nefnilega fólgin i fleira en snotru andliti og líkamsmáli sam- kvæmt taxta. Stúlka, sem hefur laglegt andlit og liðlegan kropp, getur verið svo sálarlaus skrokkur og snauð að öllu, sem heitir fáguð framkoma, að ekki næði nokkurri átt að gera þá stúlku að fulltrúa kynsystra sinna íslenskra erlendis. Það má kannski segja, að maður verði litlu fróðari um gáfnafar og sálarhró stúlku, þótt maður sjái hana koma marsérandi á palli örfáar mínútur, en það er þó heldur meira lifandi en sjá hana aðeins á mynd í blaði, þótt hjá Vikunni sé. Mér finnst þið ættuð að endurskoða þetta rækilega, áður en þið leggið út i það. Einn kvensamur. Svar: Þa er nú einmitt það, sem við gerð- um. Við höldum því fram, að það sé hótinu skárra að dæma stúlku eftir mörgum, stór- um myndum en með þvi að sjá hana langt tilsýndar í Tívolí. í þágu dreifbýlisins. Iíæra Vika. Ég er ykkur og fegurðarsamkeppninni inni- lega þakklát fyrir að leyfa okkur dreifbýlis- fólkinu að fylgjast með í fegurðarsamkeppn- inni. Ég er viss um, að það verður miklu vinsælla en að láta nokkurn hluta þjóðar- innar suður í Reykjavik ráða þvi, hver verður fegurðardrotning landsins, tekki livað sízt ef það er satt, að nokkrir auðmenn geti ráðið því og hafi gert það, hver verður fegurðar- drottning. Ég leyfi mér hér með að benda á fallega stúlku, hún heitir......... Með kærri kveðju. Frú úr sveit. Við þökkum kærlega fyrir ábendinguna. Við trúum því staðfastlega, að þetta fyrir- komulag verði vinsœlt mcð þjóðinni, og þá er Ulca tilgangi okkar náð. — Farðu varlega maður, — skassið getur komið að okkur. Bréf frá Hebu: ER KARLMANNSÁSTIN TÁL? „Kæri dr. Matthías! Ég les flestar greinarnar þínar í Vikunni, og stundum er ég þér sammála. I síðustu greinunum talar þú um lausn konunnar úr aldagam- alli ambáttarstöðu. En mér sýnist það óráðin gáta ,hvaða hamingju slik lausn færir henni. Mín skoðun er nefnilega sú, að maður og kona séu hvort handa öðru sköpuð og samlífið ráði mestu um ham- ingju þeirra. En þá er konan ekki heldur einráður smiður gæfu sinnar né ógæfu. Lífið hefur kennt mér að hugleiða þess- ar ráðgátur. Örlög mín, eins og flestra kvenna, lágu i karlmanns hendi. Hann varð strax mjög hrifinn af mér, þegar við kynntumst. Ég hafði þá lokið ákveðnu námi og var i föstu starfi. Ég var fylli- lega ánægð með tilveruna, og þó að ég hefði auðvitað hugsað mér að giftast, fannst mér ekkert liggja á. Maðurinn var heldur ekki laus við óreglu og skipti oft um vinnustað. Þess vegna var ég dálitið sein til og hikandi, enda vöruðu foreldrar mínir mig við honum. En mér fannst hann vera svo umkomulaus og þurfandi fyrir ástúð, og ég þóttist viss um fölskva- lausa ást hans. Svo giftumst við og nutum þeirrar sælu, sem ung ást veitir. Fyrir mín orð fékk hann betra starf, og hann lét það eftir mér að hætta við áfengið. Yfirleitt var hann mér eins eftirlátur og nokkur maður getur verið konu sinni. Honum leið vel, og mér fannst hann vaxa og þroskast, þó að hann væri auðvitað fullorðinn maður. En sælan varð skammvinn. Einmitt þegar við vorum að koma okkur upp ibúð, byggja okkar framtiðarheimili, ein- mitt þegar mest reið á samstilltu átaki, þá byrjaði hann aftur að drekka. Hann fór aftur að mæta illa i vinnu, og viku- kaupið fór venjulega upp í ýmsar smá- skuldir hans. Ef ég hefði ekki haft svona góða vinnu ... Svo skildum við auðvitað, því að ég gat ekki haldið þessu lengur áfram. Hvernig getur einn maður breytzt svona? Er aldrei hægt að treysta karlmanni? Heldur þú, að konunni þyki það eftir- sóknarvert framtiðarhlutverk að byggja upp heimili handa manni, sem yfirgefur hana svo i miðjum klíðum? Kunna sál- vísindin svar við þvi? Þin einlæg Heba.“ ÁST ER ALLTAF RÁÐGÁTA. Ást milli karls og konu er fjölbreyti- leg. Hugheil ást milli maka er aðeins ein tegund hennar. Aðgreiningin er ekki TIL eru tvenns konar menn, — þeir, sem reykja, og þeir, sem reykja ekki. Reykinga- mennirnir vilja njóta lífsins og láta hverjum degi nægja sínar þjáningar. Þeir, sem reykja ekki, eru venjulega þrákelknir ofstækis- menn. Við skulum ekki tala meira um þá, en snúa okkur að reykingamönnunum, sem eru miklu fleiri. Við skiptumst eiginlega I þrjá flokka: sígarettu-, vindla- og pipureyk- ingamenn. Þeir, sem reykja sígarettur, eru venjulega fátkenndir, eirðarlausir og tauga- veiklaðir menn, sem deyja ungir. Pípureyk- ingamennirnir eru heimakærir, rólegir og ráðsettir og geta setið tímunum saman með veiðistöngina án þess að fá eina einustu bröndu. Þeir, sem reykja vindla, eru menn, sem hafa komizt vel áfram, höfðingjar, sem fólk ber virðingu fyrir. — Þú féflettir okkur með þessum eilífu vindlareykingum, sagði Marianne eitt kvöld- ið. — Ef við ættum núna alla þá peninga, sem þú hefur eytt í vindla þessi tólf ár, sem við höfum verið gift. . . . Já, þá gæti ég keypt mér marga dásamlega vindla núna, sagði ég. En Marianne kunni augsýnilega ekkl að meta þessa fyndni mína. — Þú gætir keypt þér pipu í staðinn. 12 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.