Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 06.04.1961, Qupperneq 13

Vikan - 06.04.1961, Qupperneq 13
ÞEKKTU SJÁLFAN Þ!ö Dr. Matthías Jónasson: Sviknl ást Þættinum heíur borist merkilegt bréf frá Hebu, þar sem hún ræðir um samlíf karls og konu og það, hvernig eigin- maður hennar breyltist^með tímanum. alltaf aufiveld, enda er ástfanginn' hugur lítt hneigður til sjálfsgagn- rýni. Því er ásthneigðin oft fölsuð, eintómt dulargervi annarlegra til- finninga. Slík ást veldur alltaf vonbrigðum. Af þessari misskildu ást óx sundurlyndi ykkar hjónanna, kæra frú Heba. Eftir bréfi þinu að dæma ert þú geðrík kona og viljasterk, en pilturinn þinn var reikull og veikgeðja. Án þess að gera sér það ljóst, þráði hann þig fremur sem móður en sem ástmey ög maka. Þú varst honum vernd og styrkur, sem hann þarfnaðist. Þetta kom þér óljóst til vitundar, eins og þú skrifar: „Mér l'annst hann vera svo umkiomu- laus og þurfandi fyrir ástúð.“ Þú varaðir þig ekki á móðurtilfinning- unni, sem blundaði í eðli þínu og brauzt fram gagnvart umkomuleysi piltsins. Hún villti þér sýn. Vissulega elskaðir þú hann, en ekki til þess að gefast honum, játaðist honum eins og hann var og leggja örlög þín undir vilja hans, heldur til að eigna þér hann, leiðrétta hann, gera hann þér háðan. Og einmitt þessa leitaði hann. Styrkleiki þinn og öryggi heilluðu hann, rétt eins og óskeikulleiki móður hans gerði, meðan hann var ungur. Þessar tilhneigingar tókuð þið fyrir ást. En i sambúð ykkar varð honum smám saman ljóst, að hann naut fremur handleiðslu þinnar en ástar, að þú varst honum fremur móðir Sælan varð skammvinn, og hann fór að drekka aftur, einmitt þegar mest á reið fyrir okkur um samstillt átak. en ástmey. Samlíf ykkar var þvingað og ófullnægjandi, enda í ósam- ræmi við hinar raunsönnu tilfinningar ykkar. Það er rétt, sem þér fannst: Hann óx, en hann óx frá þér. Hann þráði ástmey, sem liti upp) til hans, sem elskaði þetta sambland kosta og galla, sem var persónu- leiki lians. Sjálfstæðisþráin lirærist einnig í brjósti hins veikgeðja, þó að reikult eðli hans fái ekki fullnægt henni. Þú lýsir þvi réttilega: Einmitt þegar mest á reynir og þú leggur þig alla fram um að halda - - - (Framhald á bls. 22). Reykjarpípan Orstutt sugu cftir Mig hryllti við tilhugsuninni. — Til hvers ? Eg er orðinn of gamall til að blása sápukúlur. — Það eru margir, sem reykja pípu. Það er eitthvað svo notalegt við Það. — Það verður of dýrt að reykja hvort tveggja. — Þú lætur þér auðvitað nægja pipuna. Pípureykingamenn vilja yfir- leitt ekki sjá neitt annað. Við gætum sparað heilmikið með þessu. Ég neyddist til að láta undan. Næsta dag fór ég inn í búð, þar sem reykjarpípur voru til sölu í miklu úrvali. — Viljið þér einhverfia sénstaka tegund? spurði afgreiðslumaðurinn. Breiuholst — Nei, það held ég ekki, bara venjulega reykjarpípu, til dæmis þessa hérna, sagði ég og tók eina af handa- hófi. Hún var í hylki með grænu fóðri. — 118 krónur, — þetta er ósvikin Briar Newcastle. Ég þeytti henni burtu, eins og ég hefði brennt mig á henni. — Hafið þér ekki einhverjar ódýrari? spurði ég. Þetta átti nú bara að vera venju- leg pipa. — Ef til vill fermingargjöf? — Nei, ég ætla bara að nota hana sjálfur. En mér finnst þetta nokkuð dýrt. Ég verð þó að hafa eitthvað af- gangs fyrir tóbak, ha, ha. — Það fengust pípur á 15—20 krónur, en af- greiðslumaðurinn talaði um þær með svo mikilli fyrirlitingu, að mér skild- ist, að þær væru ekki nothæfar til annars en grýta þeim í hausinn á þeim, sem kæmu inn og keyptu aðeins einn eldspýtustokk. Endalokin urðu þau, að ég keypti ósvikna Waltham- Briar-pípu á 88 krónur. — Þetta er bezta tegund, sem völ er á, sagði afgreiðslumaðurinn. Það fylgir sex mánaða ábyrgð, og ef eitt- hvað er athugavert við hana, lögum við það ókeypis. En ég ætla að biðja yður að gera mér þann greiða að Framhald á bls. 35. VIKAN 1 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.