Vikan - 06.04.1961, Síða 18
Blaðafulltrúi.
Þessi ungi maður heitir Elías B. Halldórsson og
er einn þeirra, sem sýnt hafa þá dirfsku að hengja
upp myndir sínar á opinberum vettvangi. Það er
aldrei að vita, nema það séu stórtíðindi, þegar ungur
maður sýnir í fyrsta skipti, það á tíminn eftir að
leiða í ljós. Elias sýndi eingöngu svartlistarmyndir
og það er 'að visu ekki nýjung, en sjaldgæft samt og
ber að fagna því, ef fleiri listamenn aðhyllast það á-
gæta listform Því hefur ekki verið mikill sómi
sýndur hér meðal hinna upprennandi listamanna,
enda er erfitt að sleppa ..billega" frá þvi, eins og
margir hafa gert í hinni litauðugu abstraktlist.
Það þykir yfirleitt góð latína að ráðast veigrunar-
laust að byrjendum á þessu sviði og tína til hitt og
annað, sem betur mætti fara. Þegar hinir hálærðu
gagnrýnendur koma fram fyrir þjóðina með fjálglega
orðaðar skoðanir og dóma um verkin, verður sá mis-
brestur, að þeir eru sjaidan sammála og einn telur
þeira áfátt um byggingu, en annar segir
hana í lagi og telur litasamsetningar fyrir neðan
allar hellur. Þá fer að vandest málið fvrir Pétri Páls-
syni og .Tóni Jónssyni Á hverju eiga beir að taka
mark? Vænlegast yrði fyrir þá að sækja sýningar
að staðaldri og mynda sér eigin skoðanir, en láta ekki
færa sér þær verksmiðjuunnar.
I svartlistarmyndum Elíasar B. Halldórssonar var
sitt af hverju sem lofar góðu. Hann nær ákveðnum,
impressionistiskum áhrifum, sem gefa myndum hans
líf. í svipmóti þeirra er eitthvað nýtt og persónulegt,
sem getur orðið sterkt og safamikið með þroska og
aldri listamannsins. Ekki er mér kunnugt um iita-
meðferð Elíasar, og verður forvitnilegt að sjá, þegar
hann efnir til málverkasýningar.
Heimsmeistari.
Þessi ungi maður ætlar sér að verða
heimsmeistari í hnefaleikum seinna meir.
Og til þess að geta æft sig í tæka tíð fékk
hann þessa hanzka í afmælisgjöf frá pabba
sínum. Og faðirinn er enginn annar en
^ngemar Johannsson hnefaleikakappi.
Drengurinn heitir Thomas og er fimm ára.
>
Pierre Emil Salinger heitir blaðafull-
trúi Kennedys. Og eitthvert fyrsta verk-
cfni hans var að svara blaðamönnum í
sambandi við barnsburðinn í Hvita Hús-
inu. Honum fórust orð á þessa leið: „Æ,
þetta er eins og ungbarn . . . það eru
einhver hár . . . hárið er dökkt . . . mér
gengúr ekki vel að lýsa börnum.“ Salinger
er sjálfur þriggja barna faðir. Hann er
þrjátíu og fimm ára að aldri og hefur
stundað l)laðamennsku í ein fimmtán ár.
Hann komst í samband við Robert Kenne-
dy vegna starfs síns við rannsóknir á hlut-
deild glæpamanna í verkalýðshreyfing-
unni, en þar óðu þeir uppi og þorði eng-
inn að hrófla við þeim. Robert sem hefur
slíkar rannsóknir með höndum fyrir þing-
ið, réð hann sérlegan starfsmann
sinnar nefndar. Og þar komst hann í
kynni við .Tohn Kennedy núverandi for-
seta.
BOR GARSTJ ÓRAR
Við íslendingar erum ekki einir um það,
að hafa konur í borgarstjóraembætti. 1
Aabenraa í Dainmörkfu er varaborgar-
stjórinn kona. Camma Larsen-Ledet heitir
hún og er tengdadóttir bindindisfrömuðar-
ins fræga, Larsen-Ledet. Hún er líka for-
maður tækninefndar borgarinnar, sem
hefur eftirlit með vatns-, rafmagns- og
gasveitunni. Til þess að að geta annað
öllum skyldum sínum, en þær eru ekki
fáar, þá hefur hún tekið tæknina í sína
þjónustn og ekki á þann hátt, sem Reyk-
víkingar gætu búizt við, að þcirra lcvcn-
borgarstjóri hefði gert. Hún fer nefnijega
allar sínar ferðir á Vespu og þarf því ekki
að hafa bílstjóra hennar vegna.
Skallar og kynþokki.
Síðan Yul hinn sköllótti Brynner geystist
fram á sjónarsviðið, hefur hagur hinna
mörgu, sem við hárskort búa batnað mjög.
Að vísu höfðu sálfræðingar áður leitt í ljós
með fyrirspurnum hjá konum, að hárlitlir
karlmenn þættu síst verri en þeir sem við
Koníaksflaska Gissurar.
mikla hárprakt búa. En annað hefur líka
verið haft fyrir satt. Og það er að Þessir
menn þykja alveg sérstaklega kvenhollir.
Fjórmenningarnir á myndinni, sem eru að
d 'st að ensku kynbombunni Diönu Dors eru
enskir blaðamenn.
FO RSET ASKIPTI
í janúar fóru fram forsetaskiptin í
Bandaríkjunum. Þá tók við embætti
fyrsti kaþólski forsetinn í sögu Banda-
ríkjanna. Og öllum er kunnugt um
konu hans Jackie, en hún hefur getið
sér ýmislegt til frægðar á undanförnu
ári. Hér er hún ásamt konu Eisen-
howei's fyrrverandi forseta og takast
þær hjartanlega í hendur við skiptin.
1B VIKAN.