Vikan


Vikan - 06.04.1961, Side 32

Vikan - 06.04.1961, Side 32
TVtlli pnns Ungfrú Yndisfríð Ungfrú Yndisfrið er komin á dagbókarald- urinn, og á hverjum degi skrifar hún nokkr- ar síður í dagbókina um atburði dagsins. Hún hefur það fyrir venju að geyma dag- bókina sina í Vikunni, en henni gengur mjög illa að muna, hvar hún lét hana. Nú skorar hún á ykkur að hjálpa sér og segja sér blaðsíðutalið, þar sem dagbókin er. Ung- frú Yndisfríð veitir verðlaun og dregur úr réttum svörum þremur vikum eftir, að þetta blað kemur út. Verðlaunin eru: Carabella undirföt. Nafn. Heimilsfang. Sími......... Síðast er dregið var úr réttum lausnum. hlaut verðlaunin: RAGNHEIÐUR HARALDSDÓTTIR, Sjólyst Stokkseyri. óður. Hamingjan góða, hvað þetta var langt. Hann varð þreyttari og þreyttari í litlu vængj- unum, og að lokum só hann, að hann varð að gefast upp. Varlega sveif hann niður aftur, og síðast var hann afutr kominn í topp eikitrés- ins. — Uhu, uhu, heyrði hann sjálfan sig hrópa út í næturmyrkrið sér til mikillar skelfingar, og þvi hélt hann áfram alveg þar til dagaði. Þá byrjuðu augnalokin að þyngjast, og svo féll hann í svefn standandi á trjágrein. En það stóð ekki lengi yfir, því að nú ýtti einhver við hon- um. — Palli prins, Palli prins, hrópaði einhver. Palli hrökk upp, fyrir framan hann stóð stjarna 777 og horfði strangleg á hann. Þá glaðvaknaði Palli undir eins. Ó, en hvað ég er ánægður, ætlaði hann að hrópa, en það varð aðeins að uhu, uhu. Já, sagði stjarna 777, þarna sérðu hvað þú ert orðinn. Friðlaus ugla, sem aðeins getur sagt uhu, uhu. Það eru hvorki til dýr né fuglar, sem skilja þig núna. Þú eignast hvergi vini. Hvers vegna varstu ekki varkárari? Palli horfði skömmustulegur upp yfir gler- augun. Hann vissi ekki, hvað hann átti að segja. Allt i lagi, hélt stjarnan áfram, ég skal ekki vera reið við þig lengur, því að það er ekki auðvelt að berjast við tröllatöfrabrögð. Gleraug- un tek ég nú samt til baka, því að þau getur ekki friðlaus ugla notað. En til allrar hamingju höfum við eitt tækifæri enn, og getum við not- að það tækifæri, missir tröllkarlinn vald sitt yfir þér að eilífu. Tækifærið er ekki mjög ein- falt, en það er þarna, og það er nóg fyrir mig. Fylgstu nú vel með. Hérna er litill pakki. í honum er lítill spegill með gullramma og lítið saumaskrin. Ef þú getur fyrir nýárskvöld fundið litla stúlku, sem opnar saumaskrinið áður en hún lítur í spegilinn, þá ertu laus við galdrana á nýárskvöld klukkan tólf ... Ef svo fer ekki, — nei, það skulum við ekki hugsa um. Nú verður þú að gera það sem eftir er. Héðan I frá get ég ekki hjálpað þér meir. Gangi þér vel. Og einn, tveir og þrír, stjarnan var horfin. Palli prins andvarpaði. Allt í lagi, nú var að duga eða drepast. Og með röskum vængja- tökum flaug hann inn yfir landið, með sauma- skrínið í annarri klónni og spegilinn í hinni. Loks kom hann að þéttbýlli sveitum, og i hrekku nokkurri kom hann auga á þrjár falleg- ar litlar stúlkur. Ánægður stefndi hann til þeirra, kannski var ein af þeim sú sem hann leitaði að. Nei, sjáið þið þennan fallega fugl, hrópuðu stúlkurnar i kór, um leið og Palli setti sauma- skrínið og spegilinn varlega niður fyrir fram- an þær. Þær stukku fljótlega að speglinum og byrjuðu að slást um hann til að geta speglað sig. Palli flaug sorgmæddur í kringum þær, en fór svo og tók spegilinn og skrínið, þegar þær voru orðnar leiðar á þvl að spcg'Ia sig og héldu áfram að leika sér. Síðan flaug hann áfram og hugsaði málið. Hvar skyldi eiginlega finnast stúlka, sem full- nægði þessum kröfum? Var nokkur stúlka til, sem mundi líta fyrst í spegilinn? Og hann flaug þungt hugsandi yfir fjöll og dali. Skyndi- lega datt honum nokkuð í hug. Hvernig væri að fara heim i konungshöllina og athuga hvernig málum liði þar? Og hann tók stefnuna beint heþn í konungsrikið. Framhald í næsta blaði. 32 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.