Vikan


Vikan - 06.04.1961, Síða 33

Vikan - 06.04.1961, Síða 33
G L ASS EXP0RT SANNKÖLLUÐ GERSEMI ÚR GLERI ÓSVIKINN BÆHEIMSKUR KRISTALL frá Tókköslóvakiu fa-sl i öllum sérverzlunuin GLASSEXPORT — PHAG I.IKERÉC - fÉKKÓSLÓVAKÍA MORGUNSTUND GEFUR GULL .. Framhald af bls. 29. „Já, þatS voru margar ástæður til þess, taldi ég. 1 fyrsta lagi yrðum við að vakua kL hálf- fimm á sunnudagsmorgni. En ég gerði það, sem skynsamlegast var, ég lét málið falla niður og tók upp annað. „Hvað ætlar þú að gera við þennan appelsinu- kassa?“ Hann skar róiega i kartöfluna án þess að líta upp. „Eg ætia að setja hlutiua mina úr kommóðunni yfir i hann, til þess að mamma geti fengið skúffurnar mínar. Hún getur soíið í svefnherherginu hjá þér, og ég get flutt yfir i htia herhergið.“ Pað var ekkert hægt að segja, svo að ég þagði. Ég stóð upp og fór að taka af horðinu. Hann gekk inn i svefnherhergið, og ég gat heyrt hann rassakastast með kommóðuskúffurnar. Þetta kvöld varð ég ekki samferða Hans í rúniið. Ég sat og starði inu í eidinn, sat og starði aiit kvöidið, á meðan Hans las dagbiað- ið i ákafa, eins og hann hefði fengið skipun um að læra það utan að. Þegar ég fór ioks í rúmið, sneri Hans i mig hakinu, og það var kalt og einmanalegt hjá mér. Kuldinn og einmanaleikinn hélzt til morguns og varð enn meiri, eftir að Hans var farinn og ég sat alein eftir og hugsaði um það, hve litið hefði komið svo miklu af stað, — ef ég heíði ekki sofið yfir mig fimmtudagsmorgun- inn og ef ég hefði ekki setið svona iengi með kaffibollann og lesið auglýsingar um falleg sirsefni við tækifærisverði. Ég beit saman tönnum og byrjaði á húsverk- unum. Þegar klukkan var þrjú, var íbúðin i sínu bezta standi — að undanteknum kassanum, sem í var dótið hans Hans. Kassinn var enn þá inni i herberginu. Veikur ilmur af appelsín- um kom mér næstum til að gráta. En þá fékk ég hugmynd. Hingað til höfðu hugmyndir mínar ekki orðið mér til annars en kvalræðis, en þessa hugmynd gat ég ekki staðizt. Með nokkrum snörum handtökum ýtti ég kassanum inn i svefnherbergið og raðaði öllu dótinu aftur i kommóðuna. Siðan breiddi ég dagblöð undir kassann og úðaði hann að innan með sellulósilakki, náði i efnið og byrjaði að klippa. Ég strengdi það yfir kassann og festi það með smánöglum, fór siðan aftur með kass- ann fram í herbergið, þar sem ég setti upp á hann fallegan lampa, og þá leit hann út fyrir að vera hið fallegasta húsgagn fyrir tengda- mömmu, þar sem hún gat geymt alla hlutina sína. Meðan á öllu þessu stóð, var farið að skyggja. Ég slökkti á lampanum og lokaði dyrunum að herberginu. Þetta átti að koma Hans á óvart, þegar hann kæmi heim. Fyrst varð ég að taka burtu blöðin, bútana, hamarinn, naglana og sellulósilakkið, til þess að Hans gæti sagt ... „Guð hjálpi mér. Hefur andinn komið aftur yfir þig?“ — Þetta var það, sem hann sagði. Hann stóð i dyragættinni og litaðist um. Ég leit snöggt á klukkuna. Hana vantaði fimmtán mínútur í sjö, þó að ég tryði varla eigin aug- um. Ég var vonlaus ... Ég opnaði munninn til þess að svara, en þá leit ég á Hans og sá sterklegu hökuna og hugs- aði: Nei, ég held ég láti það vera. Ef hann vill imynda sér hið versta, þá er bara bezt, að hann geri það.“ — Og ég þagði eins og steinn. Ég sagði ekki aukatekið orð fyrr en um áttaleytið, þegar Hans stóð upp með dag- blaðið til þess að ná í meira brenni í arininn. „Hvers vegna ertu að þessu?“ spurði ég. „Ég neyðist til að fara snemma í rúmið, ef þú ætlar að vakna klukkan hálffjögur." Hann kastaði stórri spýtu inn i eldinn og stóð og starði á neistana, sem skutust upp reykháf- inn. „Það getur vel verið, að ég vakni ekki svo snemma." — Hann settist aftur í sófann, tók dagblaðið og sagði: „Ef ég verð ekki kom- inn, þá bíður mamma bara eftir mér, heldurðu það ekki?“ „Ju-ú,“ byrjaði ég, „en .. Ég gat samt ekki trúað því. Ég imyndaði mér tengdamömmu stíga út úr lestinni og skima í ákafa eftir hávaxna drengnum sínum. Mér fannst ég geta imyndað mér vonbrigði hennar, ef hann væri ekki þar. Kannski hafði það verið af eðlishvöt, þegar hún ákvað að heimsækja son sinn, og hafði valið lestina svona snemma, af þvi að hún gat ekki beðið lengur. „Hans, það væri þér ekki líkt,“ sagði ég. „Yæri það ekki fullmikil eigiögirni og barna- skapur?“ Hann setti dagblaðið frá sér. „Allir hafa rétt á þvi að hegða sér e|ps og börn ein- staka sinnum.“ „Ekki, þegar það er á annarTa kostnað, — ekki, þegar það er treyst á þig.“ Það kom glampi í augu hans. „Hver segir það?“ Já, það var í raun og veru ég, sem hafði sagt það, og það hljómaði mjög trúlega, jafnvel þótt ég hefði aldrei hugsað um það áður. En einstaka sinnum hefur maður rétt á að skipta um skoðun. Ég stóð upp, opnaði dyrnar að herberginu og kveikti á lampanum. „Hans,“ sagði ég, „ég var að gera þetta i dag — fyrir mönnnu þina.“ Ég fann, að tárin voru að koma fram í augun. „En — hann lítur ennþá út eins og appelsínu- kassi.“ Hann strauk á sér hökuna og leit til mín, kíminn á svip. „Það litur út fyrir, að þú hafir haft mikið að gera,“ sagði hann, „og þú þekkir mnmmii. Það er ekkert, sem hún dáist eins mikið að og dugleg býfluga.“ Hann hallaði höfðinu aftur og rak upp skellihlátur. Svo rétti hann höndina út og slökkti á lampanum. Ég heyrði hlátur hans i myrkrinu, það var dimmur, dillandi hlátur, sem nálgaðist meira og meira. Stundum er það nú ekki svo vitlaust að fara snemma í rúmið. VIKANf 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.