Vikan - 06.04.1961, Side 35
Síðast en ekki sízt vildi ég geta
að nokkru hinnar ráðandi plánetu
hans sem er Satúrn, en hann er
staddur í Meyjarmerkinu, merki
gagnrýni og samanburðar. Undir
þessari afstöðu eru bókmennta- og
blaðagagnrýnendur fæddir, en það
hættulega við þessa afstöðu er
Satúrn, sem ávallt hefur tilhneig-
ingu til að lita hlutina of dökkt. Ég
vildi því enn ráðleggja honum að
fara varlega i þeim sökum og temja
sér meiri bjartsýni þó tilveran virð-
ist honum dökk á alla kanta.
ÁHYGGJUR VERÐ EG
AÐ HAFA.
Framhald af bls. 15.
__ Hún er nú talsverð, þótt ekki
sé það sambærilegt við búskap í
sveit. Það er kannski heldur ekki
tilbreytingin sjálf sem skiptir öllu
máli, heldur það sem maður hefur
í kringum sig. Mér finnst talsverð-
ur munur á því að umgangast vara-
hluti eða kindur og kýr.
— Eru þá dagarnir lengi að liða?
— Ekki þegar nóg er að starfa
og þannig er oftast. Það er alveg
laust við að mér leiðist, enda þótt
ég sjái eftir búskapnum. Það er
mjög góður andi rikjandi á vinnu-
staðnum og vinnufélagarnir eru
skemmtilegir. Það finnst mér hafa
mikið að segja.
— Þú finnur kannski meir til
saknaðar á einum árstíma en öðr-
um?
— Ojá, fallegir vordagar freista
manns út í náttúruna. Þeir minna
á skemmtilegasta tima bóndans,
þegar veturinn er liðinn og allt
grænkar og grær, fuglarnir komnir,
störfin framundan og vonirnar frá
vetrinum að rætast. Þá sækir að
manni órói, sem reyndar er auð-
velt að dreifa með vinnu í góðum
félagsskap. Svo má ekki gleyma því,
að hér í Reykjavík er mikil náttúru-
fe-gurð. Mér finnst óvíða eins fallegt
og einmitt hér.
— Ferðu oft austur að Ásólfs-
stöðum?
— Já, á sumrin fer ég nokkuð
oft og þar dvel ég í sumarleyfi mlnu.
Þá finnst mér eins og ég sé að fara
heim, en samt er ég aldrei laus við
svolitla minnimáttarkennd, þegar ég
hitti gamla félaga mína, bændurna í
sveitinni. Mér finnst þá, að ég hafi
eitthvað brugðist og þó sé ég, að
sá hugsunarháttur er auðvitað ekki
réttur.
— Hvað hefur konunni þinni
fundist um breyttar aðstæður og
umhverfi?
— Hún er úr Gnúpverjahreppn-
um eins og ég og var orðin rótgróin
i dalnum. Hún hefur fundið, að það
er hægara fyrir húsfreyjuna að búa
hér og lífsþægindin meiri. Það kom
fyrir, að hún varð að grípa i úti-
störfin og ég kunni ekki við það,
enda þótt hún leysti það með prýði.
— Og heilsan batnar með hverj-
um degi?
— Það er kannski full mikið
sagt, en hún hefur batnað mikið.
Hún er alveg sæmileg núna, ekki
góð að visu, en ég get eklci kvartað
yfir neinni vanlíðan og ég get sagt
það að enduðu þessu rabbi, að ég
er þakklátur og ánægður með mitt
hlutskipti.
Gísli Sigurðsson.
REYKJARPÍPAN.
Framhald af bls. 13.
fara nákvæmlega eftir leiðarvisinum,
þegar þér tilreykið hana.
— Hvað ertu aö lesa? spurði Mar-
ianne forvitnislega, þegar hún kom
að mér, þar sem ég sat niðursokkinn
i leiðarvísinn.
„Upplýsingar um hinn nýja vin
yðar, Waltham-Briar-pípuna“, sem
var hvorki meira né minna en 24 blað-
síður. — Mig hafði ekki órað fyrir
því, að þetta gæti verið svona flókið,
sagði ég og sló pípunni við öskubakk-
ann, sem var næst mér.
— Hörmung er að sjá þetta. Þú ert
búinn að ata allt út í ösku og tóbaks-
sósu. Er þetta ekki óþarfi?
■—■ Raunverulegir pípureykinga-
menn eru miklu sóðalegri en þetta.
Bíddu bara, þangað til ég fæ mér
aðra pípu.
— Aðra?
— Já, það stendur hérna, að mað-
ur verði að eiga til skiptanna. Það
má aldrei slá ösku úr heitri pípu. Ég
kaupi mér aðra strax á morgun.
— Hvað kosta þær? Marianne var
orðin dálítið áhyggjufull.
— Ja, þessar venjulegu, eins og
þessi hérna, kosta 88 krónur. Ég sé
það hérna í leiðarvísinum, að mig
vantar tóbaksdós, einangrunarsíu,
pípuhníf til að skafa burtu sósu, pipu-
hald úr tekki, tylft af pipuhreinsur-
um, Waltham-kveikjara úr silfri,
Waltham-lofthreinsara til að ná
reykjarlykt úr gluggatjöldum. Saman-
lagt verður stofnkostnaðurinn 266
krónur og 5 aurar, en þá verð ég
lika kominn í tölu þessara viðkunn-
anlegu pípureykingamanna. Og svo
vantar okkur auðvitað fleiri ösku-
bakka og ef til vill aðra ryksugu.
Maður kemst ekki hjá því að missa
tóbaksleifar úr pípunni öðru hverju..
Gættu þín að stiga ekki ofan á það.
Það er næstum ómögulegt að ná því,
þegar það treðst ofan í teppin. Ekki
vænti ég, að þú eigir plástur?
— Til hvers?
— Ég brenndi mig svolítið á tung-
unni.
Marianne hugsaði sig um stundar-
korn Svo kom það: —■ Hvað reyktirðu
eiginlega marga vindla á dag, áður en
þú fórst að reykja pípu?
— Tvo, sagði ég hressilega, bara
tvo á 80 aura, einstaka sinnum þrjá.
Hún athugaði pípuna. — Það er
alls ekki hægt að sjá, að hún hafi
verið notuð. Petter á að fermast á
sunnudaginn, og við þurfum að gefa
honum sómasamlega gjöf. Mér dettur
í hug, að ef þú . . .
— Það er allt i lagi mín vegna,
sagði ég feginn og flýtti mér að ná
í bréfspjald og skrifaði á það: Til
fermingardrengsins — og festi það
við pipuna. Síðan kveikti ég mér í
vindli. I tilefni dagsins tók ég einn
af þessum dýru á 1.25.
heimilistækin hafa staðist
dóm reynslunnar
eru mýtízkuleg
létta hússtörfin
H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI
> , *** •* *-: i i, —
M H I ‘ 1» > • < ',il 1 I !<!,"•! , >í, :• , I
lii-mí::i■
■
■ •■::::::i••::::::
VIKAN, 35