Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 6
Stórútgerðarmaðurinn Jakob Þor-
steinsson frá Hafnarfirði var að
koma með konu sinni frá skemmtun
Lionsklúbbanna. Þau höfðu farið
snemma út af skemmtuninni, —
þegar er skcmmtiatriðunum lauk.
Hvað svo sem sagt varð um brask
Jakobs og fjúröflunarleiðir, þá hafði
hann það fram yfir marga kollega
sina, að hann var alger bindindis-
maður.
Það voru nú liðin sex ár, siðan
liann hafði lokað algerlega fyrir
vinneyzlu, og nú mátti hann ekki
vita af víni neins staðar nærri sér.
Það byrjaði, þegar elzti drengurinn
þeirra drukknaði í höfninni — i
ölæði.
Þegar þau voru komin á móts við
Silfurtún, á leiðinni heim til sín,
Sc. gði Jakob:
„Eg ] akka guði fyrir, á meðan
j.;r i-arnir okkar smalcka ekki vin.“
.,íá, vonandi kemur ekki að því,“
sagði kóna hans.
,.fig axbæri það ekki. Ég gæti ekki
séð þá fara eins og Kristján fór.
Ef ég hafði bara verið strangari við
hann og ekki ausfð í hann pening-
um, þá er ég viss um, að hann hefði
orðið að manni,“ sagði Jakob biturri
röddu.
„Það var ekki þér að kenna, vin-
ur minn. Vertu ekki að hugsa um
það,“ sagði hún. En hún vissi, að
maður hennar hafði alltaf ásakað
sjálfan sig og siðan verið mjög
strangur við yngri bræðurna, sem
nú voru sextán og átján ára gainlir.
S VikTAN
„Ætli þeir séu ekki sofnaðir ann-
ars. Ég sagði þeim, að við mund-
um ekki koma heim fyrr en undir
morgun,“ sagði frúin til að leiða
hugann frá þessum sáru minningum.
„Ég vona það. Þeir báðu mig um
í bíó, en ég lét þá ekki fá neitt. Þeir
skulu venjast því að vera heima og
láta allt flandur eiga sig,“ sagði
Jakob ákveðinn.
Þau komu nú að húsinu og gengu
frá bílnum og fóru inn. Þegar þau
höfðu tekið af sér yfirhafnirnar,
gekk Jakob að stofudyrunum og
opnaði þær. Honum brá hastarlega,
þegar hann leit inn, því að það var
heldur óvenjuleg sjón, sem honum
inætti: Sjö piltar og sjö stúlkur, á
aldrinum fjórtán til átján ára. Að
minnsta kosti fjórar vínflöskur,
flestar tómar, lágu á gólfinu og borð-
um, glös alls staðar, fæst rétt stand-
andi, segulbandið hótt stillt, — allt
á rúi og stúi og ringulreið.
Tveir piltar voru að dansa við
dömur, kynlega fáklæddar. 1 sófan-
um var par, þótt lítið sæist af stúlk-
unni, bak við hurðina stúlka í dái,
og yfir lienni kraup piltur. . . Bak
við standblómið í einu horninu
mátti sjá skínandi þjóðhnappa . . .
Út um dyr handan stofunnar komu
bræðurnir, synir útgerðarmanns-
ins. Þeir leiddu sína stúlkuna hvor.
Þau voru sæmilega stödd fatalega,
en úfin og rjóð í kinnum.
Þau stönzuðu snarlega, þegar
þau sáu, hver var kominn, og nú
liafði öll samkundan séð áhorfend-
urna. Krakkarnir stirðnuðu og lag-
færðu sig eftir föngum, biðu siðan
hins óhjákvæmilega.
Gamli maðurinn hafði staðið
drjúga stund í dyrunum, eins og
hann skildi það ekki, sem augu hans
sáu. Allt i einu náhvitnaði hann og
þandist út, um leið og hann geystist
inn á mitt gólf og öskraði:
„Út! Út, helvítis pakk! Út, kvik-
indin ykkar. Út! „Hann óð um 1
bræði sinni og henti hverjum ein-
stökum til, eins og hann vildi flýta
framkvæmdunum. — Gestir bræðr-
ana voru ekki lengi að tínast út.
Hann óð einnig að bræðrunum og
sagði trylltur og klökkur:
„Þið farið líka, svikarar. Ég vil
ekki eiga aðra eins vesalinga. Út!
Út!“
„Vertu rólegur, maður, stilltu
þig,“ sagði eldri bróðirinn.
„Stilla mig? Nei, aldrei! Farið
burt strax, ég vil ekki sjá ykkur
fyrir augunum á mér oftar. — „Um
leið og hann sagði síðustu orðin,
óð hann að eldri bróðurnum og lét
hnefann ríða á andlit hans. Piltur-
inn flúði til dyranna, og bróðir
hans fylgdi honum. I dyrunum sneri
eldri bróðirinn sér við og sagði:
„Þú ert skepna. Við förum glaðir
úr þessari prisund, sem þú gerir
líf okkar að, og vonandi fáum við
frið fyrir þér næstu árin.“ Þeir
fóru út án þess að loka dyrum.
Seinna um nóttina, þegar þeir
höfðu gengið megnið af leiðinni til
Reykjavíkur, kom bíll akandi í sömu
átt og þeir gengu. Hann stöðvaðist á
móts við þá og beið þeirra. Bilstjór- >|
inn reyndist vera miðaldra maður,
geðþekkur og aðlaðandi. Hann
sagði: |
„Bæinn?“ <t|
»Já.“
„Setið ykkur inn.“
Þeir fóru inn að aftan. Bílinn var
strax kominn á fulla ferð.
„Hvað heitið þið?“
„Eh. . . Stefán og Ögmundur.“
„Hvaðan eruð þið?“
„Borgarnesi.“ |
„Læra hér?“ §
„Nei, bara skoða staðina."
„Hvar búið þið?“
„Eiginlega hvergi, ekki ennþá.
Við ætlum að reyna á Skjaldbreið.”
Eldri bróðirinn samdi þetta jafn-
óðum og kveið alltaf næstu spurn-
ingu, en þeim létti báðum stórlega,
þegar bílstjórinn sagði:
„Ja, þið segið nokkuð.“