Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 11
Þórunn Gestsdóttir er ein af hinum ágætu Vestur- bæingum, sem komið hafa við sögu í þessari fegurðar- samkeppni og hafa þó ekki sagt sitt síðasta orð. Hún á heima á Vesturgötu 45, dóttir hjónanna Hjördísai' Guömundsdóttur og Gests Benedikts: onar, veitinga- þjóns í Sjálfstæðishúsinu. Hún er innfædd í Vestur- fcænum og uppalin þar, tók landspróf og lauk námi við Kvennaskólann. Þar að auki hefur Þórunn gengið á skóla fyrir tízku- sýningarstúlkur í Dan- mörku, þar sem kennd var snyrting, framkoma, göngulag, ýmislegt í sam- bandi við fatnað og svo það að sýna fatnað. Þór- unn hefur í tvö ár unnið í Ábyrgðaröeild Lands- banka íslands, en nú er hún nýlega orðin flug- ireyja njá Lol'tleiðum. Hún ætlar að stunda það starf um tíma, en hún hefur hug á því að fá atvinnu við tízkusýningar, eða ljósmyndafyrirsetu. Þórunn er 19 ára gömul, 168 cm á hæð. Önnur mál: Brjóst 94 cm, mitti 65 cm, mjaðmir 94 cm, ökkli 20 cm, hálsmál 30 cm.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.