Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 31

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 31
ÞETTA ER WESLOCK Uinar formfögru og klassísku Weslock hurð- arskrár, eiga miklum og •ixandi vinsældum að gna. Þær sameina 3 fuðkosti framleiðsl- inar, eru vandaðar, llegar og öruggar. Tryggvagötu 10. Sölustaðir í Reykjavik: J. B. PJETURSSON, Ægisgötu 4, BYGGINGAVÖRUR hf., Laugavegi 178. SVIKINN HÉRI, Framhald af bls. 18. sveskjum eSa ferskjum og rifnu súkkulaði og saftsósa borin með eða með brúnuðum möndlum og er þá höfð karamellusósa. SAFTSÓSA. 2Y2 dl saft, 2Yi dl vatn, 15 gr kartöflumjöl, (1—2 msk. vatn). Saft og vatni er blandað saman. Suðan látin koma upp, jafnað með kartöf lumj ölsj af ningi. KARAMELLUSÓSA. 125 gr sykur, 2Y2 dl vatn, IV2 dl rjómi. Sykurinn er látinn á heita þurra pönnu. Þegar hann byrjar að brún- ast er hrært í þar til myndast hefur froða yfir pönnuna. Þá er sjóðandi vatninu hellt yfir, hrært vel í á meðan. Kælt. Þegar karamellan er alveg köld, er henni blandað saman við stifþeyttan rjómann. Karamellu- sósa er mjög góð með ýmsum ábæt- isréttum t. d. úr hrísgrjónum og með ís. ALLT FYRIR ELLU. Framhald af bls. 15. niður og gægðist gegnum skráargat- ið. Ég varð alveg höggdofa, þegar ég sá, hvar Elías sat aleinn i dag- stofunni og var að lesa í blaði. Eg fór inn. — Hvað kemur til? sagði ég, — situr þú hérna aleinn? — Já, eins og þú sérð, sagði Elias. — En ... en, hvar er Ella? — Hún er frammi í eldhúsi, og eftir því sem ég bezt veit, er hún að hita kaffið. — En . . . en, ég hélt, að þið Ella, --------stamaði ég ringluð. — Seztu hérna hjá mér, Palla, sagði hann. — Það er von, að þú sért hissa. Við Ella höfum verið ó- sátt i hálfan mánuð, en eins og þú veizt, tekur hún þess háttar ekki svo mjög alvariega, og ég hugsa, að það hafi ekki verið nein tilviljun, að hún kom hingað í kvöld. — Já, . . . ég er alveg á sama máli, tautaði ég. — Hún kom til þess að hitta bróð- ur þinn, sagði Elias sigri hrósandi. — En heldur þú þá, að Þór og Ella . . . ? — Já, ég er nokkurn veginn viss um, að þau eru að kyssast frammi í eldhúsi. — Nei, farðu ekki, Palla. Þú mátt ekki ónáða þau. Þau koma áreiðan- lega, þegar þau eru búin að hita kaífið. En þá er bara eftir að vita, hvort nokkuð verður eftir af kök- unum. Skömmu síðar þegar Þór og Ella komu inn með kaffið, blóðrjóð og feimin, lágu kökurnar enn þá ó- snertar á borðinu. Við Elías höfð- um um annað að hugsa en borða kökur, og samt eru Napóleonskökur það bezta, sem ég fæ. Elíasi finnst, að við ættum að hafa Napóleonskök- ur raeð kaffinu á hverjum sunnu- degi, þegar við erum gift. ★ 3 KOSTIR Slitþol hins hreina náttúrugúmmís er óum- deilanlegt, þetta hafa fjölmargir bændur, læknar, embættismenn og ekki sízt eigendur vörubíla, sem aka um hina misjöfnu vegi drcifbýlisins, fullreynt. Þess vegna kaupa þeir hina endurbættu rússnesku hjólbarða. A A * og sveigjanleiki er kostur sem flestir skilja í \ f hverja þýðingu hefur fyrir endingu bíl- grindarinnar, yfirbyggingar og yfirleitt flestra hluta bílsins. Þessir eiginleikar eru sérstaklega þýð- ingarmiklir þegar ekið er á holóttum og grýttum veguiji. Hið hæfilega mjúka gúmmf í rússnesku hjólbörðunum er vörn gegn höggum. Rétt spyrna hefur afar mikla þýð- ingu fyrir góða endingu mótorsins og ekki hvað sfzt á blautum og mjúkum vegum. Ennfremur er vert að gefa gaum að hemlamótstöðu hjólbarðans. Aðalumboð: MARS TRADING COMPANY Klapparstíg 20. — Sími 17373. ViKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.