Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 16
í skólanum
Nú ihöfum við farið í einn skólann
enn i Sjómannaskólann og er þaö
Matsveina- og veitingaþjónaskólinn.
Hann starfar eins og nafnið bendir til,
sem skóli fyrir tvær greinar af sama
meiði. Þar sem skiptingin er þannig,
verður að taka málið fyrir í tvenn-
um greinum og þá verður matsveina-
námið tekið fyrst. Það skiptist í
að þessari grein sérstaklega er
kennsla í næringarefnafræði, bakstri,
verkleg og bókleg kennsla í mat-
reiðslu svo og vöruþekking, geymsla
og nýting matvæla. Auk þess er
kennd franska og það er tekið fram
að hún eigi að snerta iðnina sem
mest.
Tryggvi Þorfinnsson skólastjóri
tók vel á móti okkur, bauð okkur í
mat, en þetta var á þriðjudegi og þá
fer fram verkleg kennsla og meist-
Nemendur í eldhúsi Matsveinaskólans.
þriggja ára deild til matsveinspróf
í matreiðslu og tveggja fjögurra
mánaða námskeiða til prófs fyrir
matreiðslumenn á fiskiskipum. I
þriggja ára deildinni þurfa menn að
vera við skólanám fjóra mánuði árs-
ins og eru menn ýmist fyrri eða seinni
helming vetrar við nám. Annars veg-
ar frá 1. sept. til 31. des. og 1. jan.
Tryggvi skólasdjóri sker fyrir.
til 30. aprll. Þeir sem stunda nám
til prófs fyrir matsveina á fiski- og
flutningaskipum eru eftir þessu að-
eins átta mánuði í skóla, enda þurfa
þeir ekki aö læra eins mikið og hafa
líka minni réttindi. Til sveinsprófs
í matreiðsludeild eru kenndar náms-
greinar litið eitt frábrugðnar því sem
kennt er i iðnskóla. Það sem snýr
urum ásamt öðrum gestum boðið til
kvöldverðar. Nú spurðum við Tryggva
ýmissa spurninga, sem ekki verða
beint ráðnar af reglugerðinni fyrir
skólann.
— Finnst yður, að fjölbreyttnin í
verklegri matreiðslukennslu sé t. d.
sambærileg við erlenda skóla?
—- Við notum sömu kennslubók í
matreiðslu og skóli Samtaka veit-
inga- og gistihúsa í Danmörku. Auk
þess er hér meiri bókleg og verkleg
kennsla.
— En er það ekki til trafala í
kennslu, svo maður nefni ekki ár-
angurinn, að hér er ekki sama úrval
í hráefnum og erlendis?
Það stendur okkur auðvitað
fyrir þrifum, og er sérstaklega slæmt
á veturna, með tilliti til grænmetis.
En þar sem við eigum kost á svo
mikiu hráefni, bæði í duftum og
niðursoðið, þá kemur það ekki að
eins mikilli sök.
— Það má þá segja, að þekking
og menntun þeirra sem úr skólanum
koma, sé sambærileg við það sem er
erlendis?
— Já, það er það. E'n erlendis hafa
matsveinar meiri möguleika á fram-
haldsmenntun en það kostar hér að
menn verða að fara út.
— Hvað hafa margir stundað nám
í vetur og hversu margir útskrifast
í vor?
— Það hafa verið um fimmtíu
manns í báðum deildum. Þar af út-
skrifast átta. 3 þjónar og 5 mat-
sveinar.
— Eru ekki einhver sérstök plön
eða framtíðarviðhorf, sem þið stefn-
ið nú að?
— Við höfum alltaf verið að berj-
ast fyrir því, frá því að skólanefnd
var skipuð 1949, að skólinn yrði rek-
inn í sambandi við veitingastað, sem
gæti tekið að sér veizlur og haft
nemendur á samning allan náms-
tímann.
Svona gerum vió. . .
Nú var setzt að snæðingi og kemur
það í næsta blaði, þegar skrifað verð-
ur um Þjónaefnin, hvað þar hafi
runnið í maga.
Horbergiö mitt
1 seinasta þætti var fjallað um liti
og því verður haldið áfram nú. Þá
er að snúa sér að litarflötum her-
bergisins. Það má skipta málun í
þrjá hópa. Þar sem notast er við
einn aðallit, fleiri aðalliti og þar sem
aðallega er stuðst við eðlilegan lit
þeirra hluta, sem í herberginu eru.
Þegar um einn aðallit er að ræða er
hægt að fara tvær leiðir. Annars veg-
ar getur maður notast við litinn þann-
ig, að einn flötur er málaður með
dökkum lit t. d. dökkgrænum, annar
með milligrænum og sá þriðji ljós-
grænum, þá fæst róleg heild. Svo er
hægt að mála einn flöt með græn-
bláum lit, annar er mosagrænn o. s.
frv. Þannig er hægt að skapa ýmist
frekar rólega heild og svo líka dá-
lítið fjör. Þegar fleiri aðallitir eru
notaðir, þá ber vel að gæta, að ekki
skuli nota mjög sterkar útgáfur, þar
sem slikt getur valdið algjörri lita-
óró. Heppiiegast er að hafa sterka
liti á litlum flötum og veika liti á
stórum Þess má geta að hvítir og
gráir veggfletir gefa manni ailtaf
mesta möguleika með tillit, til lita i
húsgögnum og gardínum, blómum og
myndum. Rauðbrúnt er alltaf vara-
samt þar sem það útheimtir liti í
sama tón.
Siðast en ekki sízt, er hægt að lát.a
eðlilegan lit beirra efna. sem í hús-
gögnum og öðrum hlutum eru, ráða.
Þá notast maður við alls konar
skemmtileg efni, svo sem leður.
skinn. hör. ullartepni, bast og annað
eftir þvi. 1 herbergi með slíkri inn-
réttingu verð'ir alltaf um mjög
skemmtilegan blæ að ræða, nema því
klaufalegar sé haldið á spilunum.
Svo er ekki lítið atriði, að hafa þær
gardínur, sem sleppa mátulega mik-
illi birtu inn.
Tækni
Þegar litið er á myndina hér, þá
verður manni ljóst, hversu gifurlegir
möguleikar eru i sjálfvirkri fram-
leiðslu. Gataræmurnar á borðinu
stjórna framleiðslu þeirra hluta, sem
hafa verið settir á þær. Til þess að
geta komið slíkri framleiöslu við
þarf að sjálfsögðu að vera fullkomið
stjórnkerfi fyrir allar tegundir af
vélum á staðnum svo og tæki til
þess að flytja hvern hlut frá einni
vél í aðra. Ef gert er ráð fyrir
vinnustöðum um allan heim sem eru
með slíkum og sömu vélum, þá opn-
ast heimur hinna ótrúlegustu mögu-
leika. Með því einu að útbúa margar
gataræmur af sömu gerð, er hægt
að framleiða sömu hluti á mörgum
stöðum í einu án fyrirhafnarmikillar
vinnu í samræmun. Slík framleiðsla
myndi lækka flutningskostnað og
Sjálfvirk framleiösla.
varahlutir i hvaða vél sem- væri, er
hægt að búa til þar sem það hentar
bezt. Einnig væri það frekar ein-
falt mál að leggja framleiðsluna á
hilluna um tíma og geymsla á ræm-
unum er tiltölulega þægileg.
—O—
Það hefur verið reiknað út að
venjulegur geimfari muni þurfa með
um 600 ltr. af súrefni á dag. Það
er bara ekki svo einfalt mál að koma
því við. E’kki er hægt að taka með
sér súrefnið í hylkjunm, þar sem það
hefði í för með sér svo mikla og
þunga geyma, að það i sjálfu sér
gerir slika framkvæmd óhugsiandi.
Lausnin virðist vera sú að vinna súr-
efnið á leiðinni. Og Þar verður að
taka jurtirnar til hjálpar, þar sem
þær vinna súrefni úr andrúmsloftinu.
Súrefnisvinnsla úr ftörungum
Þessi vinnsla fer fram með hjálp sól-
arljóssins og er hún í því fólgin að
jurtirnar framleiða kolvetni úr
koltvisýringi og vatni. 1 þessu tilfelli
verður hentugast að notast við þör-
unga vegna hins háa blaðgrænuinni-
halds þeirra. Tilraunir hafa leitt í
ljós, að 2.3 kg af þörungum í 230 ltr.
af vatni framleiðir um 600 ltr. af
súrefni á dag úr koltvísýringi. En
þar sem súrefnisframleiðslan verður
að fara fram meðan jurtin vex og
þörungar aukast á einum sólarhring
úr 1 kg í 2.6 kg þá hefur lika verið
gert ráð fyrir því, að geimfararnir
lili að mestu leyti á þörungum. Á
myndinni sést mús sem lifir slikri
tilveru.
*
s
16 VIKAN