Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 14
f»u QPaUMijilölnN Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri Draumaráðandi. 19. janúar dreymdi mig draum, serm hefur staðið mér fast í minni, og hefur mér leikið forvitni á að vita hvað hann merkir. Hann er svona: Ég var á gangi um nótt og var ég á stærð við 6 ára stúlkubarn i samanburði við föður minn og bróður er leiddu mig til beggja handa. Tunglskin var svo bjart, að það liktist hábjörtum degi. Við vorum að labba niður við höfn og bryggjurnar voru með háum stólpum upp úr sjónum. Svo varð mér litið upp á himin- inn og sá þar tunglið í fyllingu sinni, þetta var fögur sjón, því að það var svo bjart og himinn i baksýn. En allt í einu byrjaði tunglið að hrapa, frekar hægt, en það skildi eftir sig hring, sem fyrst virtist heill, en með þunga tunglsins rifnaði hann og fór niðúr með tunglinu. Eftir þessa sjón bjóst ég við að heimurinn mundi far- ast og allstaðar koma myrkur, en eftir sem áður var jafnmikil birta og við héldum áfram að labba örugg í íasi. Með fyrirfram þökk, Sigga. Svar til Siggu. Hér á íslandi verður manni fyrst hugsað til fiskveiða þegar minnst er á bryggjur og því um líkt, en í draumi þessum eru bryggj- ur annað aðaltákn draumsins. Hinn fallandi máni mundi vera tákn um gæftarleysi í þessu tilfelli. Ég mundi því telja þennan draum tákn um aflabrezt, sem þó virðist ekki hafa skaðlegri áhrif en svo að þið gangið ótrauð áfram í jafnmikilli birtu og er það vel. Kæri draumaráðandi. Mig dreymdi það fyrir nokkru að ég og bróðir minn vorum stödd í litlum seglbát með hvítum stórum seglum. Stórsjór var og ge-ngu himinháar öldur allt umhverfis bátinn, en ekkert brotnaði í honum. Báturinn var stýrislaus, aðeins brún plata i stað stýris, annars var báturinn hvitur og blár. Við lentum á grænni strönd og vorum kom- in i land, þegar okkur verður lilið upp í himin- inn. Himininn var mjög skýjaður og þungbúinn nema á einum stað er eins og skýin klofni og sézt j^ar í heiðann himinni. I.iggja eins og trcppur niður eftir skýjunum og þar sjáum við livar pabbi okkar kemur hlaupandi niður. Þctt að mjög vont væri v:ðr'ð, jiá var alltaf eins og sólin skini umhvcrfis ailt. Hvað merkir þessi dráumur. Guðrún. Svar tit Guðrúnar. Ég held að þig skorti nokkuð stjórnsemi og öryggi í lífinu. Afleiðingar breytni þinn- ar eru ýmiskonar ógnanir og torfærur. Þrátt fyrir allt komist þið systkynin heilu og höldnu í land að lokum, það er að segja við- fangsefnið fær góð málalok. Faðir ykkar er sýndur í draumnum hlaup- andi niður stiga, úr skýjarofinu. Þetta mundi tákna einhverja lækkun að erfiðleikum af- stöðnum hjá honum. Að ganga niður stiga er einfaldlega tákn um lækkun í samfélag- inu. Framh. á bls. 24. 14 VIKAN Björgvin Hólvri: VENUS Allir kannast við Kvöldstjörnuna, sem nú undanfarnar vikur befur verið svo björt á himninum. Yfirleitt vita menn, að þetta er Venus, en þá er það líka oftast upp talið, sem menn vita um stjörnuna. En allt i einu hefur athygli manna beinzt að þessari stjörnu og stjarnan orðið eitt aðalumræðuefni manna. Það á rót sína að rekja til hins mikia viðburðar, ,er Rússum tókst að senda af stað gervihnött áleiðis til Venusar. Vitað var, að BancLa- rkjamenn voru að undirbúa að senda # gervihnött til Venusar, en þeir gerðu ekki ráð fyrir þvi að senda hann af stað fyrr en árið 19b2. Ekki er enn vitað, hvort gervihnöttur- 41 inn muni hitta Venus, en Rússar segja, að liann sé á réttri braut og komi til Ven- usar í mai. Venus er aðeins minni en jörðin að stærð og vegur % af þyngd hennar. Hún hefur um sig loflhjúp, sem virðist vera aí svipaðri stærð og lol'thjúpur jarðar, en að öllum líkindum er hann þó eitthvað þynnri. Venus er önnur jarðsljarnan í sólkerfinu miðað við fjarlægð frá sólu. Aðeins Merkúr er innar. Hinar jarðstjörnurnar eru, taiið innan frá: jöröin, Marz, Juppiter, Satúrnus, Uranus, Neptunus og Piútó. Þær sex, sem eru næst sólu, eru sjáanlegar berum augum og hafa því verið þekktar óralengi. Hinar þrjár voru ekki upp- götvaðar, íyrr en stjörnukíkjar komu tii sögunnar. Piútó, yzta stjarnan, var t. d. ekki uppgötvuð fyrr en árið 1930. Af þessum jarðstjörnum er Júpíter stærst, en Plútó minnst. Menn vita mest um Marz af þessuin jarðstjörnum, íyrst og fremst vegna nálægðar hans, en einnig vegna þess, að Marz hefur mjög þunnan lofthjúp, sem gerir kleift að rannsaka yfirborð stjörnunnar tiltöiuiega nákvæmlega. Þó að Venus sé köiluð stjarna ástargyðjunnar, þá hefur henni enn sem komið er tekizt að hylja nekt sina. Hvort hún beri nafn sitt með rentu að þvi er fegur& varðar, er varla unnt að dæma um enn. En óneitanlega er hún fögur að kvöldi til, þegar hún skin með sínu bjarta ljósi, — já, svo miklu ljósi stundum, að menn gátu lesið við það hér áður fyrr, áður en rafmagnsljós koanu til sögu. Enn fegrj verður þó Venus, þegar hún er skoðuð í kíki. Það kemur nefnilega í ljós, að Venus hefur kvartilaskipti eins og tunglið, Það er að segja, stundum kemur Venus fram sem hálfskífa, en hún getur tekið á sig sérhverja þá mynd, sem tunglið tekúr, Hara misjafnlega grednilega. Ástarstjarnan, sem hylur sig hjúpn- um dularfulla, hefur lengi verið rannsóknarefni. Ef til viii verður brátt kunngerð ný sannindi um hana. ÞEGAR ELLA hringdi, vissi ég strax, hvað var á seyði. Hún leitar alltaf ráða hjá mér, þegar eitthvað bjátar á. Því miður fer hún aldrei eftir ráðleggingum mínum. Palla mín, sagði hún, mér líður svo illa. — Ertu í rúminu? spurði ég. — Nei, nei, það er hjartað, sem er i ólagi, ástarsorg., Þú veizt, hvernig það er. — Já, sagði ég og andvarpaði (ég er fyrir löngu hætt að botna í hinum margbreyti- legu ástarævintýrum Ellu. —• Þú kannast við Elías? — Já, auðvitað. Er það hann, sem þú elsk- ar? — Já, en hann elskar mig ekki. Það er að segja, við erum ósátt. — Nú, hvað kom fyrir? — Það var svo sem eklci neitt. Hann sá mig kyssa Jónas á tröppunum eitt kvöldið og varð öskuvondur. Samt hef ég sagt hon- um, að ég kæri mig ekkert um Jónas, en hann sneri bara upp á sig. Karlmenn eru stundum svo skilningslausir. Síðan hefur hann hvorki slcrifað né hringt, og ég græt mig í svefn á hverju kvöldi. — Ja, . . . ég sé nú eiginlega ekkert við SMÁSAGA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.