Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 9
Þættinum hefur borizt bréf frá manni, sem nefnir sig Studiosus severus. BréfiS er of langt til þess að birtast hér i heild. En ef bréf- ritari er stúdent, eins og dulnefniS bendir til, gæti hann e.t.v. talizt túlka skoSanir nokkurs hóps ungra manna á stöSu konunnar i þeirri samfélagsbyltingu, sem ég hef lýst í undanfarandi greinum. Ég gef hon- um þvi orSiS, en birti aSeins þá kafla, sem fjalla beint um áhrif .almennra starfa á eSli kvenna. ÓSAMRÝMANLEG SJÓNARMIÐ. „Þrátt fyrir hina byltingarkenndu þróun, sem þér virSist trúa, aS færi konu framtíSarinnar svo mikla ham- ingju, má ekki gleyma sjálfu eSli konunnar og því hlutverki, sem þaS ákvarSar henni. Þetta eSlislæga hlutverk, sem yfirskyggir allt annaS i lifi konunnar, er einfaldlega aS elska mann og eignast börn, aS stofna heimili og helga sig því. AS þessu upprunalega og æSsta hlut- verki á öll viSleitni konunnar aS stefna, líka sú, — sem er ekki þýS- ingarlítill þáttur i lifi kvenna, — aS geSjast karlmanninum. Þetta er mín skoSun. Þér aftur á móti viljiS gera hjónaband og heimili aS hjáverkum. Þér virSizt telja nægilegt, aS konan búi meS manni, eignist aflcvæmi og hafi umsjón meS uppeldi þess, en megi aS öSru leyti rækja áhugamál sin og aSalstarf utan þessarar sam- búSar og heimilis sins. Þetta er slæm sálarfræSi, kæri doktor. Ef aSal- starf konunnar liggur utan heimilis, mun hún einnig vera þar sjálf. Upp- eldi barnanna má kannski fela skól- um, en enginn heilbrigSur karlmaS- ur lætur, sér nægja þá skuggatilveru konunnar, sem þér ætliS heimilinu. í starfi utan heimilis og í þeirri samkeppni viS karlmanninn, sem þér spáiS, mun konan mótast aS nýju, verSa karlmannleg i útliti, klæSaburði, framkomu og hugsun- arhætti. HaldiS þér, aS karlmönn- um geðjist að slíkum konum?“ „. . . . Ég mæli auðvitað ekki á móti menntun kvenna. En hún á helzt aS miða aS undirbúningi undir eiginkonu- og móðurhlutverkið. Langskólanám í fræSum, sem eru fjarlæg eðli konunnar, leiðir hana afvega, stelur beztu árunurn úr ævi hennar og gerir hana beizka fyrir aldur fram, af því að það veitir henni steina i stað brauðs. Því að þó að konan geti á ytra borði lært ýmsar háskólagreinar, þá er ná- kvæm og rökföst hugsun ekki sterk- ur þáttur í eðli hennar . . .“ ... Og auðvitað eru ýmis vis- indi konum misholl, sum eru bein- linis til þess fallin að rugla kven- lega dómgreind og kvenlegt hátt- erni. Flest vísindi krefjast kaldrar raunhyggju og gag rýni. Slíkt hug- arfar samræmist il.a eðli konunnar, sem er fremur innstillt á glaðværð og rómantíska bjartsýni. Stúlka, sem stundar háskólanám í alvöru, verður stöðugt að afneita eðli sinu og bæla niður göfugustu tilhneig- Stúlkan sem stundar háskólanám og er öðrum óháð, finnst á stund- um að hún hafi fengið steina fyrir brauð, þegar hún hugsar til giftra vinkvenna sinna. ingar sínar. Og í starfi utan heimilis, í samkeppninni á atvinnumarkaðin- um, mun hún verða knúin enn þá lengra út á þessa óheillabraut. . .“ „. . . En i hugarfari konunnar ráSa tilfinningarnar aftur á móti mestu. Ég held, að sú kona, sem varðveitir þetta hugarfar, verði farsælli eigin- kona og móðir en hin, sem hefur gengið í gegnum margra óra þjálf- un i hlifðarlausri gagnrýni og köld- um rökræðum. Og áreiðanlega er hún eftirsóttari til ásta. . .“ KVENEÐLI OG ÆÐRI MENNTUN. Ég þakka studioso hressilegt bréf. Að sjálfsögðu verður það konunni ekki þrautalaust, ef atvinnubylting- in ber hana fjær heimilinu og inn í ópersónulegt starf. AS því er vikið í greinum mínum, þótt meS öðrum orðum sé. Nema sú skoðun, að æSri menntun og starf utan heimilis ræni konuna kynþokka sínum, eins og studiosus severus óttast. Kenning hans er ekki ný. Hún er rakin og rökstudd í mörgum lærðum verkum. Ég hef aldrei lagt trúnað á hana. Lærðar ltonur i hinum ólíkustu fræðum halda yndisþokka sínum engu verr en aðrar lconur. Hitt er rétt, að kon- ur eldast í námi og missa við það nokkuð af æskuþokka sínum og að- dráttarafli. Við þeim örlögum fær enginn spornað. Einnig við heimilis- störf glatast æskuþokki konunnar oft fyrir tímann, einkum ef hún finnur, að hún er alháð ástköldum eiginmanni. Einmitt úr slíkum dróma gæti starf utan heimilis leyst hana, veitt henni meira svigrúm og betri tök á að vernda æskuþokka sinn. Það er sjálfskilið, að vísindaiðkun og önnur ópersónuleg störf hafa Framhald á bls. 27. ÞEKKTU SJAt FAN ÞIG 2)r. Wattkíai Jc onaáóon KVINFRELSI OG KYNÞOKKI Studiosus Severus skrifar langt bréf og gagnrýnir skoðanir, sem hafa komið fram í þættinum um hlutverk kvenna í framtíðinni. Hann heldur því fram, að viðleitni kvenna hafi alltaf beinzt að því að geðjast karl- mönnum og muni alltaf gera það. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.